Fréttablaðið - 18.12.2009, Síða 4
4 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR
FULLT HÚS JÓLAGJAFA
16.990 kr.
LÖGREGLUMÁL Jón Þorsteinn Jóns-
son, fyrrverandi stjórnarformað-
ur Byrs, sætir nú farbanni vegna
rannsóknar sérstaks saksóknara
á málefnum Byrs og eignarhalds-
félagsins Exeter. Er hann eini mað-
urinn sem til þessa hefur verið
úrskurðaður í farbann vegna rann-
sókna embættisins.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins þótti rík ástæða til að
tryggja viðveru Jóns Þorsteins hér
á landi í kjölfar húsleita sem gerð-
ar voru hjá Byr og MP Banka í nóv-
emberlok, ekki síst í ljósi þess að
hann hefði nýlega flutt lögheimili
sitt til London og væri því líklegur
til að fara úr landi.
Fulltrúar sérstaks saksóknara
sátu fyrir Jóni Þorsteini morgun-
inn sem húsleitirnar fóru fram og
handtóku hann, eins og aðra grun-
aða í málinu. Jóni Þorsteini var
haldið í yfirheyrslum lengst allra,
í nálega sólarhring, áður en honum
var sleppt á ný.
Heimildir blaðsins herma að far-
bannið renni út eftir helgi og ekki
liggur fyrir hvort óskað verður
eftir framlengingu á því.
Rannsóknin snýst um kaup Exet-
er á stofnfjárbréfum í Byr fyrir um
milljarð króna í október og desem-
ber í fyrra. Bréfin voru keypt
meðal annars af Jóni Þorsteini og
MP Banka. Byr lánaði móðurfélagi
Exeter fyrir kaupunum. Grunur er
um umboðssvik, auk annarra brota
á auðgunarbrotakafla hegningar-
laga. Slík brot varða allt að sex ára
fangelsisvist.
Exeter keypti einnig bréf af
öðrum stjórnarmanni Byrs, Birgi
Ómari Haraldssyni, sem líka er
grunaður í málinu. Jón og Birgir
höfðu báðir tekið lán hjá MP Banka
fyrir kaupunum á stofnfjárbréfun-
um. Með sölunni til Exeter sluppu
þeir við mögulegt gjaldþrot, ef
gengið hefði verið að þeim vegna
skuldanna. Eignarhald Exeter er
óljóst. Þannig hafa nokkrir stofn-
fjárhafar í Byr fullyrt að MP Banki
eigi félagið, en því hafa forsvars-
menn MP Banka neitað.
Greint var frá því í fréttum
í lok mars síðastliðins að
Fjármálaeftirlitið hefði hafið rann-
sókn á viðskiptunum. Fyrr í mán-
uðinum lét Jón Þorsteinn af stjórn-
arformennsku í Byr, að eigin sögn
vegna þess að félög honum tengd
áttu þá í samningaviðræðum við
lánardrottna. stigur@frettabladid.is
Farbann á fyrrverandi
stjórnarformann Byrs
Jón Þorsteinn Jónsson er sá eini sem úrskurðaður hefur verið í farbann vegna
rannsókna sérstaks saksóknara. Hann flutti lögheimili sitt til London nýlega.
Jón Þorsteinn Jónsson, fjörutíu ára,
er yngstur Nóatúnssystkinanna svo-
kölluðu, barna Jóns Júlíussonar sem
stofnaði Nóatún árið 1960.
Jón og systkini hans áttu félagið
Saxhól, sem nú er gjaldþrota, en
Saxhóll átti aftur helmingshlut í
Saxbyggi á móti Byggingarfélagi
Gunnars og Gylfa. Saxbygg varð
gjaldþrota í maí.
Saxbygg var umsvifamikið á
fasteignamarkaði og átti meðal
annars meirihluta í Smáralind. Þá
var Saxbygg meðal umsvifamestu
hluthafa Glitnis, með 5,9 prósenta
eignarhlut.
Jón Þorsteinn komst, eins og syst-
kini hans, í fréttir fyrr á árinu þegar
í ljós kom að þau höfðu tekið lán
fyrir hönd barna sinna hjá Glitni fyrir
kaupum á stofnfjárbréfum í Byr.
HVER ER JÓN ÞORSTEINN JÓNSSON?
MÁ EKKI FARA HEIM Jón Þorsteinn flutti nýlega lögheimili sitt til London en má
ekki fara þangað fyrr en farbanninu verður aflétt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
15°
-1°
-7°
-1°
-1°
-3°
-3°
-2°
-2°
23°
1°
13°
3°
24°
-10°
0°
15°
-3°Á MORGUN
Stíf N-átt NA- og A-lands
en heldur hægari vindur
S- og V-lands í fyrstu.
SUNNUDAGUR
Víða fremur stíf N-átt,
hvassast SA-lands.
2
2
0
0
-1
1
-2
2
1
4
-4
5
4
5
6
7
6
7
5
5
4
5
-2
-3 -4
-4
-2
-2
-1
-2
-4
-3
HELGIN Veðrið
breytist heldur
í kvöld frá því
sem ríkt hefur
undan farið en það
gengur í norðanátt
norðaustanlands
í fyrstu með
éljum og heldur
kólnandi veðri. Það
verður þurrt og
bjart sunnan- og
suðvestan til um
helgina og fremur
hægur vindur vest-
an til fyrri partinn á
morgun.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
KOSNINGAR Tæp sjötíu prósent
þátttakenda í netkosningu vef-
miðilsins Eyjunnar vilja að
Alþingi hafni ríkisábyrgð á
Icesave-samkomulaginu. Samtals
tóku 7.454 þátt í kosningunni, eða
3,2 prósent kjósenda miðað við
kjörskrárstofn til síðustu alþing-
iskosninga.
Tæp 29 prósent studdu sam-
komulagið en 1,6 prósent kjós-
enda tóku ekki afstöðu.
Kosningin er fyrsta örugga raf-
ræna atkvæðagreiðslan sem fram
fer hérlendis og var hún gerð
í samstarfi við Íslenska erfða-
greiningu. Hún hófst á sunnudag
og lauk klukkan hálf fimm í gær.
- jab
Meirihluti vill hafna Icesave:
Dræm þátttaka
í netkosningu
NEYTENDUR Talsverður verðmunur
er á jólamat og tilheyrandi, sam-
kvæmt verðlagskönnun ASÍ sem
gerð var á höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri á miðvikudag. Niður-
stöðurnar voru birtar í gær.
Þar kemur fram að yfirleitt
reyndist vera um 43 prósenta verð-
munur á lægsta og hæsta verði á
reyktu jólakjöti, rúmlega fimm-
tíu prósenta verðmunur á tveimur
kílóum af kartöflum og og tæplega
fjörutíu prósenta munur á laufa-
brauði og flatkökum. Þá reyndist
vera mest tæplega níutíu prósenta
verðmunur á ís á milli verslana en
allt að hundrað prósent á hæsta og
lægsta verði á rauðum eplum.
Eplin voru ódýrust í Bónus, á
198 krónur, en dýrust í Hagkaup-
um. Þar kostuðu þau 399 krónur.
Bónus og Hagkaup eru bæði í eigu
Haga. Ísinn var ódýrastur í Krón-
unni en dýrastur í Hagkaupum.
Bónus var oftast með lægsta
verðið í könnuninni, eða á 28 vöru-
tegundum af þeim 37 sem könnun-
in náði til. Samkaup-Úrval var hins
vegar oftast með hæsta verðið, eða
í tæpum helmingi tilvika.
ASÍ bendir á að tilboð séu víða í
matvöruverslunum nú fyrir hátíð-
arnar og verðbreytingar tíðar.
Neytendur verði því að vera vel
vakandi vilji þeir fá jólamatinn á
hagstæðasta verðinu. - jab
KEYPT Í MATINN Tilboð eru víða í matvöruverslunum fyrir hátíðarnar og verða neyt-
endur að hafa augun opin fyrir hagstæðasta verðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bónus oftast með lægsta verðið samkvæmt verðkönnun ASÍ:
Um 43 prósenta verðmunur á reyktu jólakjöti
DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi
í gær Vilhjálm Vilhjálmsson í
tveggja ára fangelsi fyrir stór-
fellt fíkniefnalagabrot. Hann var
fundinn sekur um að hafa haft í
vörslum sínum 392 e-töflur. Töfl-
urnar fundust við leit lögreglu í
leigubifreið sem Vilhjálmur og
félagi hans voru farþegar í hinn
20. mars síðastliðinn.
Þá var Vilhjálmur jafnframt
sakfelldur fyrir vörslu á fíkniefn-
um sem fundust við leit á honum
þegar lögreglan hafði afskipti af
honum í leigubifreiðinni, svo og
heima hjá honum. Við húsleit á
heimili hans fundust einnig gögn
sem bentu til sölu hans á fíkni-
efnum, en hann staðfesti fyrir
dómi að hafa stundað þá iðju. - jss
Fíkniefnasali dæmdur:
Tvö ár fyrir um
400 e-töflur
E-TÖFLUR Fundust í leigubíl sem maður-
inn var farþegi í.
SVEITARSTJÓRNIR „Okkur finnst
þetta verðmat út úr korti og satt
að segja svolítið 2007,“ segir Guð-
mundur Rúnar Árnason, formað-
ur bæjarráðs,
um niðurstöðu
matsnefndar
eignarnáms-
bóta varðandi
land í Kapellu-
hrauni sem
Skógrækt rík-
isins átti en
Hafnarfjarðar-
bær yfirtók.
Eins og
komið hefur
fram í Fréttablaðinu var niður-
staðan sú að bærinn á að greiða
608 milljónir fyrir landið sem er
160 þúsund fermetrar. Bæjar-
ráð hefur falið bæjarlögmanni
að leita leiða til að fá hagstæðari
niðurstöðu. Guðmundur segir að
þar komi meðal annars til greina
að krefjast þess að dómskvadd-
ir matsmenn verði fengnir að
málinu. - gar
Bæjarráð Hafnarfjarðar:
Telja fráleitt að
borga 600 millj.
Íbúum fækkar í ár
Íbúum fækkar í Færeyjum í ár. Hinn 1.
nóvember bjuggu 48.583 í eyjunum
og voru 145 færri en bjuggu þar um
áramót. Í ágúst og október létust fleiri
en fæddust í eyjunum og í heildina
fluttust 325 fleiri frá eyjunum en til
þeirra.
FÆREYJAR
GUÐMUNDUR
RÚNAR ÁRNASON
Kreppan að baki
Hagvöxtur mældist 0,3 prósent á
Írlandi á þriðja ársfjórðungi. Breska
ríkisútvarpið segir landið vera að
keyra upp úr kreppunni.
ÍRLAND
GENGIÐ 17.12.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
237,0144
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,46 128,06
205,20 206,20
182,66 183,68
24,542 24,686
21,728 21,856
17,501 17,603
1,4158 1,4240
199,94 201,14
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR