Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 24

Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 24
24 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur segir í bók sinni Saga daganna að jólatré breiddust upphaflega út frá mótmælendum í Þýskalandi. Einstaka grenitré tók að berast til Íslands á síðari hluta 19. aldar en slík jólatré urðu ekki algeng fyrr en um síðari heims- styrjöld. Þangað til var hérlendis oftast notast við heimasmíðuð tré. Jólagjafir tíðkuðust ekki hérlendis fyrr en seint á 19. öld, og voru sumargjafir öldum saman almenn- ari. Hins vegar fékk vinnufólk og heimilismenn sitthvað klæðakyns fyrir jólin sem eins konar launa- uppbót. Tengdar því eru sagnir um jólaköttinn, sem á sér ættingja í nautslíki við Eystrasalt og annan af geitarkyni í Noregi. FRÓÐLEIKUR JÓLATRÉ OG GJAFIR ■ Fyrir tveimur árum efndu Námsgagnastofnun og Íslensk málstöð – Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum til keppni í nýyrðasmíð. Hlut- skarpast varð orðið „tískuviti“, sem er þýðing á enska orðinu „trendsetter“. Það er haft um þá sem móta nýja strauma og stefnur í heimi tískunnar, eink- um með frumlegum klæðaburði eða stíl. Þetta er ágæt tilraun en orðið tískuviti hefur aftur á móti ekki fest sig í sessi eins og leit á Google ber vitnisburð um. Ástæðan er mögulega sú að orðið tískuviti fangar ekki fylli- lega hugtakið„trendsetter“. Það minnir á orð á borð við menn- ingarvita, þann sem kann skil á nýjustu straumum og stefnum. Tískuvitinn, eða tískulöggan eins og slíkir einstaklingar eru stundum kallaðir, getur þannig reynt að hafa vit fyrir öðrum í fatavali og jafnvel afstýrt tísku- slysum, en hann markar ekki endilega stefnuna. Það er eitt að hafa vit á hlutunum, annað að vera frumkvöðull og fyrirmynd. Önnur orð eru ef til vill betur til þess fallin að lýsa hugtakinu „trendsetter“ á íslensku. Hér koma þrjár tillögur: Stílryðjandi, samanber braut- ryðjandi. Sá sem ryður ákveðn- um stíl eða tísku til rúms. Stíltogi, samanber leiðtogi. Orðið er þjálla en tillagan á undan og skýrir sig sjálft. Straumvaldur, samanber örlagavaldur. Kannski form- legra en tillagan á undan, sem gæti komið í veg fyrir að það geri sig gildandi í hversdags- máli. -bs TUNGUTAK Þú veist nú hvernig tískan er í dag Flottur í tauinu „Ég sagði við þá: Ég er ekki að fara að leggjast í drulluna, strákar, hvað er að ykkur?“ JÓN HILMAR HALLGRÍMSSON SEM SÉRSVEITARMENN HANDTÓKU HVÍTKLÆDDAN Í STÓRA VASALJÓSS- MÁLINU. Fréttablaðið, 17. desember Gakktu þá í skátana, maður „Ég hef alveg komið við sögu lögreglu áður, en það er langt síðan. Ég er með nokkur tattú og er ekki í skátunum, en mér fannst sérsveitin fara fullharkalega að mér.“ SAMI JÓN HILMAR. Fréttablaðið, 17. desember „Þessa vikuna hef ég verið á fullu í að miðla fréttum af loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn og því sem helst hefur á daga umhverfisráðherra drifið,“ segir Andrés Ingi Jónsson, nýbakaður upplýsingafulltrúi í umhverfisráðuneytinu. „Nýja starfið bar býsna brátt að, en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins er í feðraorlofi næstu mánuð- ina. Ég stökk á tækifærið, enda spennandi verkefni og málaflokkur sem ég hef mikinn áhuga á.“ Það verður mikið um gleði á heimili Andrésar um helgina, tvöföld hátíð ef svo má segja. „Konan mín fagnar þrítugsafmæli, sem verður gert með því að drekka kokkteila með jólaþema og skreyta íbúðina eftir kúnstarinnar reglum. Þetta er reyndar í fyrsta sinn sem við höldum saman upp á jólin á sama staðnum tvö ár í röð, eftir að hafa flutt nokkuð oft síðustu árin. Svona geta smáatriðin skipt máli – en það er ótrúlega notalegt að taka skrautið upp úr köss- unum í sömu íbúðinni og maður setti það ofan í kassana ári fyrr. Á sunnudaginn ætlum við svo að halda upp á eins árs brúðkaupsafmæli – en við giftum okkur á afmælisdaginn hennar Rúnu í fyrra.“ Jólaundirbúningurinn hefur staðið býsna lengi þetta árið, að sögn Andr- ésar. „Við ætlum bara að vera tvö á aðfangadag, en alveg án þess að slá slöku við í veisluhaldinu. Síðustu vikurn- ar hefur jólamatseðillinn undið upp á sig, þannig að nú stefnir í átta rétta kvöld- verð eins og á fínasta veitingahúsi. Ætli við höfum nokkurn tíma til að taka upp pakkana?“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ANDRÉS INGI JÓNSSON UPPLÝSINGARFULLTRÚI Hátíð á hátíð ofan Anna S. Árnadóttir varði doktorsritgerð sína í stjarn- eðlisfræði í Svíþjóð í lok síðasta mánaðar. Nú er hún komin til Íslands og ætlar að kynna ritgerð sína fyrir áhugasömum í Háskóla Íslands í dag. „Ég er búin að vera í námi við stjörnuskoðunarstöðina í Lundi, við Lundarháskóla. Þar er ég búin að sitja í fimm ár og grúska í þess- um stjörnum mínum,“ segir Anna. Hún lauk námi í Menntaskólanum við Sund sem dúx vorið 1999 og hélt rakleiðis til Kanada þar sem hún lauk bæði grunn- og meistaranámi. Þaðan fluttist hún til Svíþjóðar. Anna hefur verið að skoða ákveðnar dvergstjörnur. „Ég reikna fjarlægðina til þessara stjarna og hversu mikið af þungum frumefn- um hver stjarna hefur. Með því að vita það og hvar hver stjarna er í okkar vetrarþoku get ég athugað til dæmis hvernig þéttleiki stjarna breytist með hæð yfir vetrarbraut- arskífunni. Eða hvernig magn þungra frumefna breytist með hæð yfir vetrarbrautarskífunni eða fjar- lægð frá miðju vetrarbrautarinnar. Með því að skoða stjörnur hef ég verið að skoða vetrarbrautina. Um þetta snýst doktorsverkefnið,“ segir Anna, en hún skoðar stjörnurnar í stórum stjörnukíkjum víðs vegar um heiminn. Slíkur stjörnukíkir er ekki til á Íslandi. Anna er stödd á Íslandi í jólafríi og segist nýta tímann til að slappa af. Hún er þó ekki aðeins í fríi því hún ætlar að kynna doktorsverkefn- ið sitt fyrir áhugasömum í Háskóla Íslands í dag. Fyrirlesturinn fer fram í VR-2 og hefst klukkan 15. thorunn@frettabladid.is Gerði doktorsverkefni um dvergstjörnur Tveir nýir milljónamæringar komu til Íslenskrar getspár með Lottó- miða sem gáfu hvor um sig rúm- lega 30 milljónir í vinning í fyrra- dag. Annar er öryrki á fertugsaldri sem hefur verulega skerta starfs- orku og hefur ekki lengur getu til að vera á vinnumarkaðinum. Hann hafði boðið móðir sinni á rúntinn í Vesturbænum og þegar þau keyrðu Ægissíðuna ákvað hann að koma við á N1 og kaupa fimm tíu raða Lottó- miða, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Maðurinn vissi sem var að hann væri hvort eð er að styrkja gott málefni og auðvitað væri smá von um vinning. Maður- inn horfði á útdráttinn í sjónvarp- inu um kvöldið en það var ekki fyrr en eftir miðnætti sem hann leit á textavarpið og sá á fjórða miðanum sem hann skoðaði að hann var með þrjár réttar tölur. Þegar maðurinn skoðaði svo miðann enn betur reyndist hann hafa allar fimm tölurnar réttar. „Hann öskraði upp og hljóp inn í herbergi til móður sinnar sem hélt að eitthvað alvarlegt hafði gerst en það var mikil gleði þegar hann sagði henni að hann hefði unnið 30 milljónir í Lottó,“ segir í tilkynn- ingu frá Lottó. Vinningshafinn ætlar að hugsa vel hvað hann gerir við peninginn en ætlar að byrja á að kaupa sér sjálfskiptan bíl sem hann getur ferðast á um landið. Hinn vinningshafinn keypti sér miða í Samkaup Strax á Flúð- um. Þetta er fjölskyldumaður með tvö börn og býr fjölskyldan í höf- uðborginni en var í helgarferð í sumarbústað á Flúðum. Það var ekki fyrr á sunnudagskvöldið, á leiðinni heim, að þau skoðuðu mið- ann. Maðurinn hafði heyrt í útvarp- inu að annar vinningsmiðinn hefði verið seldur á Flúðum og reyndist það vera miðinn hans. Tveir nýir milljónamæringar voru dregnir út hjá Lottó á laugardag: Nýbakaður milljónari æpti af gleði LOTTÓ Vinningshafarnir fengu þrjátíu milljónir í sinn hlut. STJARNEÐLISFRÆÐINGURINN Anna hefur stundað nám og rannsóknir í stjarneðlis- fræði síðustu tíu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Upplýsingar um útsölustaði á www.raymond-weil.com Auglýsingasími – Mest lesið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.