Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 30

Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 30
 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR bjargað mörgum vandræðamálum sem almenningur hefur aldrei frétt af.“ Þið eruð vinir. Þú hlýtur að vísa í eitthvað sem hann hefur sagt þér. „Ef hann hefur trúað mér fyrir einhverju, þá get ég ekki sagt frá því. Það voru nokkur mál sem ég fylgdist með og gerði mér grein fyrir að hann var viðgerðarmaður- inn í hópnum. Ég vil ekki taka nein dæmi. Árni Þór Sigurðsson var líka kjölfesta í samstarfinu með Ingi- björgu Sólrúnu sem er afar hæfur stjórnmálamaður. Það verður ekki af henni skafið. Ingibjörg stýrði þessum hópi vel, ef hlutlaust er litið á málið, og hann hélt vel saman fyrstu tvö kjörtímabilin. Síðan fór þetta allt úr límingunum. Það sem fór í taugarnar á mér var seina- gangurinn, allar yfirlýsingarnar og ákvarðanafælnin. Það var talað um að uppbygging í borginni væri til fyrirmyndar en fólk flutti engu að síður inn í skólalaus hverfi.“ Hvað um prófkjörsbaráttuna gegn Gísla Marteini, sem var hatrömm. „Baráttan var kannski ekki hatrömm eða illvíg, en þetta var harður slagur. Í prófkjörum segja menn eitt og annað en við Gísli höfum alltaf talað saman. Bak við tjöldin var tvímælalaust unnið gegn mér, það er eðli málsins. Ég varð þó ekki var við að það væri reynt að sverta mig persónulega. Er rétt að þú hafir boðið Gísla samning um að hann tæki annað sætið á listanum og hann myndi setjast í stól borgarstjóra að tveim- ur árum liðnum? „Nei, við Gísli ræddum þetta aldrei. En ég hefði vel getað séð það fyrir mér að við hefðum spil- að þetta með einhverjum slíkum hætti. Mér fannst þetta mjög bratt hjá Gísla, að ætla sér þetta á þess- um tíma. Gott og vel, Gísli er dug- legur og hafði stuðning ákveðinna afla innan flokksins, svo þetta er skiljanlegt. Það voru ákveðin öfl innan flokksins að verki og það tókust á hópar manna með ólíkar skoðanir. En það var aldrei reynt að semja með einhverjum hætti á meðan á prófskjörsbaráttunni stóð. Ekki eitt orð féll um það.“ Þú varst búinn að vera lengi borg- arfulltrúi og hafðir gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn yfir langt tímabil. Sárnaði þér ekki að fá ekki fyrsta sætið án mótfram- boðs? Upplifðir þú mótframboðið sem vantraustsyfirlýsingu á þig? „Auðvitað var ég að vona að ég fengi sætið án mótframboðs en ákveðnum aðilum hugnaðist það ekki. Það voru vinir Gísla, eins og Sigurður Kári, Hannes Hólmsteinn og sá hópur. Það er ekkert laun- ungarmál að það voru áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins sem vildu mig ekki sem borgarstjóra. Ég fann fyrir andstöðunni en mér fannst það ekki erfitt. Ég hef lent í sjávarháska og komist lífs af. Það er ekkert sem hræðir mig þannig. Það getur enginn ógnað mér eða haft áhrif á mig með einhverjum óheiðarlegum hætti.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson er náinn vinur Davíðs Oddssonar. Stóð Davíð á bak við þetta? „Nei, ég held að Davíð hafi ekk- ert skipt sér af þessu. Ég er sann- færður um það.“ Það verður ekki komist hjá því að spyrja þig sérstaklega um kjör- tímabilið sem er að líða. Fjórir meirihlutar í borginni, REI-málið og svo framvegis. Hverjir af sex- menningunum svokölluðu reynd- ust þér vel og hverjir reyndust þér illa? Hvernig lítur þetta tímabil út í bakspeglinum? „Samstarf mitt við Júlíus Vífil og Kjartan Magnússon á sér langa sögu. Við höfum alltaf verið nánir og ég hef þekkt þá lengur en aðra í hópnum. Ég tel nokkuð víst að þeir hafi stutt mig í prófkjörinu. Ég veit ekkert hvar Hanna Birna stóð þó þau séu auðvitað góðir vinir hún og Gísli og Tobba. En ég get sagt að það var atast gríðarlega í mér á þessum tíma. Það þarf sterkar taugar; sterk- an einstakling til standa svona af sér. Það var margt í þessu máli ógeðfellt og mikið um ósannindi og útúrsnúninga. Ég hafði ekkert brotið af mér eða skaðað nokk- urn mann. Þess vegna fannst mér margir þættir í þessu afar grófir. Það má nefna málflutning Morg- unblaðsins sem var vægast sagt æsingakenndur. Ég sá ekkert frá þeim góðu mönnum eftir að ég birti grein hjá ykkur um þetta mál allt. Ekki einu sinni Agnesi Bragadótt- ur, sem reyndar var með ritstjóra yfir sér á þessum tíma. Það fór af stað ákveðin atburðarás sem varð nokkurn vegin stjórnlaus í sam- bandi við þetta REI mál en ég hef aldrei skrifað undir þetta sexmenn- ingatal. Þetta er sérmál sem verður ekki gert upp núna. Það er að koma prófkjör og kosningar. Ég er ekki hefnigjarn maður. En langrækinn? „Nei, en ég get verið langminn- ugur.“ Afsögn þín sem oddviti borg- arstjórnarflokksins batt enda á mikið spennuástand innan borgar- stjórnarflokksins og flokksins alls í Reykjavík. Hverjir voru það sem beittu sér helst fyrir því að þú stigir til hliðar á þeim tíma? „Ég ákvað einn og óstuddur að kalla til fundar. Ég hringdi í Hönnu Birnu hálftíma áður og sagði henni að ég myndi leggja til að hún yrði oddviti en ég forseti borgarstjórn- ar. Það beitti sér enginn fyrir því að ég stigi til hliðar. Á þessum tíma lagði ég sem odd- viti mikla áherslu á að friður ríkti. Menn hafa talað um að friður hafi komist á eftir að Hanna Birna tók við. En ég tel mig hafa lagt mitt á vogaskálarnar. Ef ég væri refur og hefnigjarn þá hefði verið minnsti vandi fyrir mig að halda hér uppi heilmiklum ófriði. Það er ekki erf- itt. En ég lagði áherslu á að fólk myndi vinna saman. Auðvitað voru einhverjir sem vildu engan frið. Það hefur lítið komið fram um það að það var ég sem beitti mér fyrst og fremst fyrir því að það ríkti frið- ur í hópnum. En það er ánægjulegt fyrir mig að Hanna Birna stendur sig vel og hún á framtíð fyrir sér. Ég veit ekki hversu lengi hún stopp- ar í borgarmálunum en hún verður í hópi þeirra sem munu leiða Sjálf- stæðisflokkinn.“ Voru það ekki gríðarleg vonbrigði fyrir þig persónulega hvernig mál þróuðust? Meiri en þú sýndir á sínum tíma? „Auðvitað voru þetta vonbrigði og ég var ekki sáttur. Mér gekk vel í starfi sem borgarstjóri. En ég hef mætt erfiðleikum á lífsleiðinni og var vel undir þetta búinn. Allavega betur en margur annar. Þegar ég lít til baka þá undrast ég hvað ég var í raun rólegur.“ Því hefur verið fleygt að þú getir hugsað þér að fara í sérframboð í næstu borgarstjórnarkosningum. Er eitthvað hæft í því? „Ég er ekki að fara í framboð. Þá þyrfti flokkurinn minn að koma fram með stefnumál sem væru mér mjög á móti skapi. Ég hef verið í Sjálfstæðisflokknum í 45 ár og ég færi ekki gegn honum nema mér yrði verulega misboðið.“ Tengdasonur þinn [Geir Sveins- son, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta] er að fara í framboð og býður sig fram í annað sætið. Er það ekki svolítið bratt hjá honum, svona í fyrstu atrennu? „Það á enginn þetta annað sæti. Aðkoma Geirs gerir þetta próf- kjör mjög spennandi því margir sækjast eftir þessu sæti. Ég held að hann hafi gert prófkjörið meira spennandi. Mér finnst of fáir gefa kost á sér í þetta prófkjör flokks- ins. Það eru bara átján sem ætla að taka slaginn og þrettán þeirra voru fyrir. Þetta er ekki mikill áhugi, en kannski vill ungt fólk ekki helga stjórnmálum líf sitt á þeim tíma sem hæst er kallað eftir endurnýj- un. Nei, þetta er ekki bratt. Geir er kappsmaður og aðkoma hans að þessu prófkjöri lýsir vel hans skapgerð.“ Af hverju fórstu aldrei í lands- málin með alla þessa reynslu í stjórnmálum? „Það kom til greina fyrir þing- kosningarnar 2003 eftir að ég hafði sest inn á Alþingi sem vara- þingmaður. En ég hafði einfaldlega meiri áhuga á sveitarstjórnarmál- um og tók þau fram yfir.“ Hvað er fram undan? Ætlar þú að skrifa endurminningar þínar? „Ég á örugglega eftir að gera það. Ég hef frá ýmsu að segja; farið víða og kynnst mörgum. Ég hef mikla reynslu sem getur nýst víða, um það er ég sannfærður. En ég ætla fyrst og síðast að einbeita mér að fjölskyldunni og forgjöfinni. Barna- börnunum fjölgar hratt og þar er í nógu að snúast. Ég er eins sáttur og hægt er að vera en hef áhyggjur af þessari þjóð. FRÉTTAVIÐTAL SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is SAT Á FRIÐARSTÓLI Vilhjálmur var óumdeildur lengst af sinnar tíðar í borgarpólitík. Síðasta kjörtímabil hans einkenndist hins vegar öðru fremur af átökum, ekki síst við sína eigin flokksmenn. Hann var borgarstjóri í sextán mánuði, mun skemur en vonir hans stóðu til. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIHelgarblaðið: Heimili og hönnun: Menning: Kolbrún Halldórsdóttir í helgar- viðtali. Beinta Maria Didriksen og Levi Didriksen: Levi níu ára er stoð og stytta tvíburasystur sinnar sem er með sjúkdóm sem aðeins fimm manns í heiminum þjást af. Íslensk hönnun eins og hún gerist best. Húsgögn, arkitek- túr og vöruhönnun í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Þrjár óperufrumsýningar í maí. Mest seldu bókmenntaverk Evrópu í fyrra. Íslenska ímyndin á viðreisnar- árunum. Allt um Listahátíðina. FRAMHALD AF SÍÐU 28 Ef ég væri refur og hefnigjarn þá hefði verið minnsti vandi fyr- ir mig að halda hér uppi heilmiklum ófriði. Það er ekki erfitt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.