Fréttablaðið - 18.12.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 18.12.2009, Síða 32
32 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 49 Velta: 206,5 milljónir OMX ÍSLAND 6 816 +0,80% MESTA HÆKKUN ÖSSUR 2,37% FØROYA BANKI 0,39% MESTA LÆKKUN HB GRANDI -25,71% MAREL -0,16% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 166,00 +0,00% ... Bakkavör 1,95 +0,00% ... Føroya Banki 128,00 +0,39% ... Icelandair Group 3,65 +0,00% ... Marel 63,50 -0,16% ... Össur 151,00 +2,37% SPÓI LÓA 100% Merino ull. Þykkur og kósý. 100% lífrænn bómull. ullarnærföt samfella Verð bolur: 3.900 - 5.800 kr. Verð buxur: 3.300 - 4.500 kr. Verð bolur: 3.200 kr. Verð buxur: 2.800 kr. Verð: 2.800 kr. VA LHÖL L 100% Merino ull. ullarnærföt Íslensk stjórnvöld hafa almennt verið andsnúin skynsamlegum og hagkvæmum breytingum sem koma erlendis frá og frekar kosið að beita fyrir sig heimagerðum lausnum á efnahagslegum vanda- málum. Þá hafa þau haft tak- markaðan áhuga á alþjóðlegri samvinnu sem kann að leiða til aga í hagstjórn landsins. Þetta er á meðal þess sem lesa má úr greinum þrettán sérfræð- inga á sviði hagsögu um það hvaða lærdóm megi draga af hag- þróun og hagstjórn hér á landi á síðustu öld. Greinarnar birtast í nýjasta tímariti Sögu, tímarits Sögufélagsins. Jónas H. Haralz, hagfræð- ingur og fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans, bendir á að Íslendingar hafi nær alla síðustu öld gripið til heimagerðra lausna með mislukkuðum árangri. Sem dæmi hafi stjórnvöld hér ekki áttað sig á þeim áformum um alþjóðlega viðreisn og samvinnu sem efst voru á baugi erlendis eftir seinni heimsstyrjöldina og gripið til skaðlegrar haftastefnu á sama tíma og aðrar þjóðir voru að afnema hana. Þá bendir hann á að þótt þjóðin hafi tekið þátt í Bretton Woods- ráðstefnunni og gerst aðilar að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafi Íslendingar kosið svo lága hlut- deild í sjóðnum að þátttakan gat ekki komið að gagni. Ekki hafi heldur verið áhugi fyrir aðild að alþjóðavinnu, svo sem í gegn- um viðskipta- og tollasamtökin GATT við stofnun þeirra 1948. Þessu til viðbótar bendir Jónas á að Íslendingar hafi komið sér undan þeim skuldbindingum um frjálsa verslun og stöðugleika hagstjórnar sem fólust í Mars- hall-aðstoðinni. Þessi tilhneiging stjórnvalda hér til að hliðra sér hjá alþjóð- legri samvinnu og múra sig inni með haftastefnu hafi leitt til þess að þegar landið gekk loks í Frí- verslunarsamtök Evrópu (EFTA) árið 1970 hafi það verið komið á svipað stig og aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu höfðu náð allt að fimmtán árum fyrr. Ágúst Einarsson, rektor háskól- ans á Bifröst, tekur svo djúpt í árinni að stefna íslenskra stjórn- valda hafi almennt einkennst af vanþekkingu á hagrænum lög- málum alla öldina og geri það að hluta til enn. „Þessi afstaða byggðist á þröngsýni og þekk- ingarleysi. Ef það er eitthvað eitt sem má læra af hagþróun og hagstjórn 20. aldarinnar er það að vanþekking í hagstjórn er slæmur förunautur. Fámenn- ið hérlendis gerir vanþekkingu í efnahagsmálum, hvort sem er meðal almennings eða stjórn- málamanna, að einni hættuleg- ustu ógn við sjálfstæði lands- ins við hinar breyttu aðstæður í heiminum í upphafi 21. aldar,“ segir Ágúst. jonab@frettabladid.is Vanþekking fólks ógn við sjálfstæði landsins Íslendingar hafa frá því snemma á síðustu öld litið alþjóðleg viðskiptabandalög hornauga. Fremur er gripið til heimagerðra lausna við vandamálum sem landið hefur ratað í vegna lélegrar hagstjórnar, segir rektor háskólans á Bifröst. Heppilegra er að skera niður útgjöld hins opinbera til að efla hagvöxt til langframa og bæta skuldastöðu ríkisins en hækka skatta. Þá eru skattaívilnanir lík- legri til að koma hagkerfinu á rétt- an kjöl og draga úr hallarekstri hins opinbera en aðrar aðgerð- ir sem eiga að hvetja til einka- neyslu. Þetta er niðurstaða umfangs- mikillar samanburðarrannsóknar Alberto Alesina og Silvia Ardagna, kunnra prófessora í hagfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkj- unum, á viðbrögðum við mikl- um og snörpum hallarekstri í 21 landi sem aðild á að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Þar á meðal eru Danmörk, Sví- þjóð, Noregur og Finnland. Ísland er ekki á meðal þeirra landa sem rannsóknin nær til. Rannsóknin var birt í ágúst og byggir á gögnum sem ná yfir 37 ára tímabil, frá 1970 til 2007. Eftir því sem næst verður komist hafa afrit af rannsókninni ratað á borð sendifulltrúa AGS á Íslandi auk Efnahags- og skattanefndar Alþingis. Niðurstöðurnar eru þvert á nið- urstöður skýrslu fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum næstu fjögur ár og þær tillögur í skatta- málum sem ríkisstjórnin hefur kynnt. Í skýrslu ráðherra segir meðal annars að fræðilegar kenn- ingar og athuganir með þjóðhags- líkani bendi til að lækkun útgjalda hafi neikvæðari áhrif á fram- leiðslustig og dragi úr hagvexti en hækkun skatta, að minnsta kosti til skemmri tíma litið. Þeir Alesina og Ardagna segja nær öll OECD-ríkin sem rannsókn- in nær til glíma við gífurlegan hallarekstur vegna útgjalda hins opinbera í kjölfar fjármálakrepp- unnar og verði flest þeirra að leita leiða til að bæta skuldastöðuna strax á næsta ári. - jab Lægri útgjöld skárri en skattahækkanir Meirihluti bankamálanefnd- ar bandaríska öldunga- deildarþingsins samþykkti í gær tillögu þess efnis að Ben Bernanke, bankastjóri bandaríska seðlabankans, yrði ráðinn til að sitja áfram næstu fjögur árin. Bernanke tók við af Alan Greenspan í byrjun árs 2006 og rennur ráðningar- samningur hans út í byrjun næsta árs. Þegar hann var tilnefndur sem eftirmað- ur Greenspans haustið 2005 var einn meðlima banka- málanefndarinnar á móti því. Sex fleiri öldungadeild- arþingmenn höfðu bæst í hópinn í gær. Bernanke, sem banda- ríska vikuritið Time krýndi mann ársins í vik- unni, er sagður hafa siglt bandarísku þjóðarskút- unni af öryggi í gegnum fjármálakreppuna og komið í veg fyrir brot- lendingu hagkerfisins. Hann hefur hins vegar verið harðlega gagn- rýndur jafnt úr röðum demókrata sem repúblik- ana fyrir kostnaðar- sama björgun banka og fjármálafyrirtækja og fyrir að vera seinn til að reisa varnir gegn áhrif- um fjármálakreppunar á landsmenn. - jab Bernanke áfram bankastjóri STÓRKANÓNUR Jónas H. Haralz, sem situr hér næst púltinu á fundi um gildi alþjóð- legrar samvinnu, segir íslensk stjórnvöld nær alla síðustu öld hafa hliðrað sér hjá alþjóðlegri samvinnu og þeim skuldbindingum um frjálsa verslun sem í þeim felast. Fremst á myndinni má sjá Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNIN RÆÐIR MÁLIN Skýrsla fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum næstu fjögur ár er á öndverðum meiði við niðurstöður tveggja bandarískra prófessora í hagfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SEÐLABANKASTJÓRINN Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, er sagður hafa siglt örugglega í gegnum fjármálakrepp- una. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Bandaríski seðlabankinn ákvað á miðvikudag að halda stýrivöxtum óbreyttum við núll prósent. Lík- legt er að vextir haldist þar næstu mánuði. Í rökstuðningi sagði banka- stjórnin að fasteignamarkaðurinn hefði lagast frá því sem áður var auk þess sem vísbendingar væru um að einkaneysla væri að lifna við. Seðlabankar víða um heim nema hér tóku að lækka vexti hratt haustið 2007 þegar tak fjármálakreppunnar tók að herðast. Bandaríska stórblaðið Wall Street Journal hefur eftir fjár- málasérfræðingum að þegar efna- hagslífið verði komið á réttan kjöl megi reikna með fimmtíu punkta vaxtahækkun. Óvíst er hvenær það verður. - jab Óbreyttir vextir vestanhafs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.