Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 40

Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 40
40 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Ómar Harðarson skrifar um Icesave Umræðan um Icesave og samn-ingagerð við Breta og Hollend- inga, um áhrif slíkra samninga á íslenskt hagkerfi og á stöðu Íslands meðal þjóðanna er komin í marga hringi. Helstu rök og áherslur eru komnar fram. Af umræðum á Alþingi og víðar er ljóst að það eru þrjár leiðir um að velja í sambandi við Icesave: 1. Leið ríkisstjórnarinnar og ganga frá samningnum nú þegar. 2. Leið Sjálfstæðisflokksins og fella samninginn en leita eftir betri samningi. 3. Leið Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar sem og Ögmundar og Lilju og fella samninginn og neita að borga. Meginröksemdir þeirra sem tala fyrir þriðju leiðinni eru tvær. Annars vegar að ekkert skyldar íslenska ríkið til að taka á sig þessar skuldir. Hins vegar að samþykkt ríkisábyrgðar myndi óhjákvæmi- lega leiða til greiðslufalls ríkisins. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi er eng- inn kröfuhafi tilbúinn til að trúa því að Ísland geti ekki staðið við Icesave-skuldbindingarnar né önnur lán sem á ríkinu hvíla. Hversu mjög sem menn draga útreikninga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða stjórn- valda í efa, þá blasir við að allir aðrir utan landstein- anna leggja trúnað á þá. Sömuleiðis er enginn kröfu- hafi, né aðrir í alþjóðasamfélaginu, tilbúnir til að skrifa undir þá skoðun að íslenska ríkinu beri ekki að standa á bak við bankakerfið, þ.e. til þrautavara ef innstæðutryggingarsjóður bregst. Afstaða nágrannaþjóðanna skiptir hér öllu máli. Það er þaðan sem erlent lánsfé kemur, þar eru mark- aðirnir sem Íslendingar þurfa á að halda. Ljóst er þegar að engrar samúðar er að vænta hvað hina svo- kölluðu dómstólaleið varðar. Frekari þvinganir og lokanir fyrir erlent lánsfjármagn blasa við íslenska ríkinu og einkaaðilum verði þessi leið farin. Ef það er rétt að við séum í reynd gjaldþrota eða verðum það innan tíðar, þá verðum við því miður að ganga þau svipugöng alla leið þangað til öllum öðrum er það ljóst. Þess vegna er þriðja leiðin ófær. Önnur leiðin byggir á því að það sé enn færi á að ná fram betri samningum. Ekki er alveg ljóst hvað Sjálf- stæðisflokkurinn telur raunhæft að ná fram umfram núverandi samninga, né heldur hvernig flokkurinn getur ályktað að samningsstaða okkar sé betri nú þegar fjármálamarkaðir hafa jafnað sig og hætta á allsherjarhruni vegna neitunar Íslands á að standa við lágmarkstrygginguna er ekki lengur jafn mikil og haustið 2008. Það er því hætt við að viðsemjendur muni einfaldlega halda áfram að beita íslenska ríkið sama þrýstingi og áður. Verði samningurinn felldur yrði væntanlega úti um núverandi ríkisstjórn. Víst munu margir ekki gráta það, en staðan gagnvart lánardrottnum og helstu viðskiptaþjóðum yrði hins vegar grafalvarleg. Stjórnvöld yrðu strax að bregðast við og reyna að forða verstu afleiðingum slíkrar ákvörðunar, s.s. lokun erlendra markaða, gjaldfellingu erlendra lána og þess háttar og reyna að sannfæra viðsemjendur um að það sé þrátt fyrir allt vilji til samninga. Núver- andi ríkisstjórn yrði þó í engri trúverðugri stöðu til þessa, enda þá orðin ómerkingur í tvígang. Allar frekari tafir á stjórnarmyndun yrðu til að þrengja stöðuna enn meir. Þá eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi vegna frekari tafa á lausn, jafnvel þótt viðsemjendur yrðu sannfærðir um samningsvilja Íslendinga. Eigur Landsbankans geta ekki á meðan gengið upp í Icesave-skuldina. Það veldur miklum óþarfa vaxta- kostnaði. Þá geta frekari tafir á lánaaðstoð frá AGS og Norðurlöndum valdið raunverulegri hættu á gjald- falli vegna afborgana á næstu árum. Það er þó rétt að benda á að þjóðargjaldþrot myndi hvergi nærri þýða endalok íslensku þjóðar- innar. Aðrar þjóðir, eða a.m.k. valdhafar þeirra, hafa til dæmis tekið ákvarðanir um að hafa alþjóða- samfélagið að engu og fara sínu fram í krafti sér- stöðu sinnar. Sumum hefur vegnað ágætlega, s.s. Ísraelsmönnum, öðrum verr eins og t.d. Serbum. Þótt lífskjör fari hér nokkra áratugi aftur í tímann þá er engin ástæða til örvæntingar. Það var líka hægt að búa á Íslandi árið 1970, þótt þjóðin væri bæði fámennari og fátækari þá en nú. Að öllu virtu er hins vegar eina ábyrga afstaðan að ganga frá Icesave-samningnum nú þegar. Verði afborganir of þungar, þá er sjálfsagt að láta síðar reyna á viðeigandi ákvæði samningsins. Svo má trúa stjórnarandstöðunni að til sé nægt lánsfjármagn erlendis á hagstæðum kjörum. Með slíkum lánum mætti endurfjármagna Icesave-skuldbindingarnar og létta þar með greiðslubyrðina. Þau má auðvitað taka strax, og án þess að tefja málið frekar. Höfundur er deildarstjóri. Valkostir vegna Icesave-reikninganna ÓMAR HARÐARSON Tvær spurningar til FME UMRÆÐAN Andrés Magnússon skrifar um efnahags- mál 1. Seinnihluta árs 2007 var skulda- tryggingaálag íslensku bankanna þannig að ljóst var að þeir gætu ekki endurfjármagnað sig. Einn aðaleigenda Glitnis lýsti því yfir í fjölmiðlum að þetta jafn- gilti gjaldþroti bankans, um það voru erlend fjármálatímarit sammála honum. Í bók Jóns F. Thorodsen, „Íslenska efnahag- sundrið“ lýsir hann því hvernig SMS-skeytum tók að rigna inn í farsíma fagfjárfesta í árslok 2007 þess efnis að rétt væri að selja öll persónuleg hlutabréf sín í bönkunum og taka allt sitt út úr peningasjóðunum. Þeir sem höfðu góðar upplýs- ingar um stöðu fjármálakerf- isins, t.d. eigendur bankanna, fóru að taka skortstöður gegn íslensku krónunni í stórum stíl. Helmingur allra stærri hlut- hafa í bönkunum losuðu sig við hlutabréf sín síðustu 9 mánuði fyrir hrun. Þá vaknar spurn- ingin; Hvers vegna aðhöfðust fagfjárfestar lífeyrissjóðanna ekki neitt? Sérstaklega fag- fjárfestar sem tilnefndir voru af bönkunum til þess að sitja í stjórn lífeyrissjóðanna að veita fjármálaráðgjöf? Voru þetta einu fagfjárfestarnir sem ekki fengu SMS? Þeir einu sem ekki lásu erlend tímarit sem bentu á að íslensku bankarnir yrðu brátt gjaldþrota? Þessu er erfitt að svara, hins vegar er ljóst að fulltrúar bankanna í stjórn lífeyrissjóð- anna voru í verulegum vanda ef þeim var ljós hin raunverulega staða bankanna, við þeim blasti hollustuklemma, þ.e. þeir voru bæði umbjóðendur sjóðsfélaga og bankanna sem tilnefndu þá í stjórn lífeyrissjóðanna. Auk þess voru þeir í annarri kreppu. Ef þeir vissu að staða bankanna var tvísýn og að krónan myndi falla við hrun bankanna, hvað áttu þeir að gera við persónu- lega fjármuni sína? Það sama og þeir ráðlögðu lífeyrissjóð- unum að gera? Í mínum líf- eyrissjóði seldi fulltrúi bank- ans sín perónulegu hlutabréf í íslenskum bönkum og losaði sig við íslensku krónurnar sínar, á sama tíma og lífeyrissjóðurinn hélt sínum hlutabréfum í bönk- unum og veðjaði miklum fjár- munum á að íslenska krónan myndi styrkjast. Þessi fulltrúi bankans sem hafði langmesta þekkingu og innsýn í stöðu fjár- málakerfisins, sagði hann nógu skýrt frá því á stjórnarfundum í lífeyrissjóðnum hvernig hann ráðstafaði sínum eigin eigum sem væntanlega endurspeglaði það sem hann taldi skynsamlegast? Stjórn lífeyrissjóðs míns hefur upplýst að þegar menn taka sæti í stjórninni þá skrifa þeir undir að veita upplýs- ingar um eigin fjármál sé þess óskað. Hvenær á að nota þessa heimild ef ekki einmitt við þær aðstæður sem ríkja í dag? Ég veit að ofangreindur stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum (sem reyndar nú er hættur) er með mikil fjármálaumsvif á Íslandi. Mín spurning til FME er þessi: Get ég sem sjóðs félagi farið fram á að nýtt verði sú heimild sem stjórnarmaðurinn skrifaði uppá, nefnilega að upp- lýsa um fjármál sín, til þess að athuga hvort ráðstafanir á hans eigin fé voru í samræmi við það sem stjórn lífeyrissjóðsins sam- tímis taldi skynsamlegast? Líf- eyrissjóður minn ákvað fyrir hrun að taka skortstöðu með íslensku krónunni, þ.e. að veðja á að hún myndi styrkjast. Vitað er að yfirleitt voru það háttsettir menn í innsta kjarna bankanna (umræddur stjórnarmaður var það) sem fengu að taka skort- stöðuna gegn krónunni. Getur FME aflað þeirra upplýsinga hverjir það voru sem fengu að taka skortstöðuna gegn mínum lífeyrissjóði? (m.ö.o. hverjir það voru í mínum banka sem tóku skortstöðu gegn krónunni um svipað leyti og lífeyrissjóður- inn stimplaði inn sína skort- stöðutöku með krónunni)? Sér- staklega er mikilvægt fyrir sjóðsfélaga að athugað verði hvort ofannefndur stjórnarmað- ur í lífeyrissjóðnum eða fyrir- tæki hans hafi tekið skortstöðu gegn krónunni í aðdraganum að bankahruninu. Getur FME t.d. aðstoðað mig sem sjóðsfélaga til þess að afla þessara upplýs- inga? 2. Eigendur skuldsettra eign- arhaldsfélaga á Íslandi stunda það nú að draga bestu eignirn- ar út úr eignarhaldsfélögunum og setja í önnur félög í sinni eigu. Við það rýrnar verðmæti eignarhaldsfélagsins og þar með einnig verðmæti skulda- bréfa/hlutabréfa sem lífeyris- sjóðir kunna að hafa keypt í eignarhaldsfélögunum. Því væri eðlilegt að þeir sem eiga skuldabréf eða hlutabréf í eign- arhaldsfélögunum gætu komið í veg fyrir að verðmætar eignir hverfi úr eignarhaldsfélög- unum. Lögfróðir menn hafa bent á að brottnám verðmætra eigna úr eignarhaldsfélögum sé því aðeins mögulegt að stærstu hluthafarnir/skulda- bréfaeigendur, mótmæli því ekki. Á Íslandi eru stærstu hluthafarnir/skuldabréfaeig- endur yfirleitt lífeyrissjóðir. Á almennum fundi í lífeyris- sjóði mínum sem nýlega var haldinn, lýsti stjórnin megnri óánægju með að Hagar hefðu verið teknir út úr Baugi, en líf- eyrissjóður minn er sennilega einn stærsti hluthafi/skulda- bréfahafi Baugs. Jafnframt fullyrti stjórnin á fundinum að hún hefði ekki getað haft áhrif á að Hagar hefðu verið teknir út úr Baugi. Nú spyr ég FME; er það rétt? Með kærum þökkum. Höfundur er geðlæknir og líf- eyrissparandi. ANDRÉS MAGNÚSSON Stjórn lífeyrissjóðs míns hefur upplýst að þegar menn taka sæti í stjórninni þá skrifa þeir undir að veita upplýsingar um eigin fjármál sé þess óskað. Hvenær á að nota þessa heimild ef ekki einmitt við þær aðstæður sem ríkja í dag? Auglýsingasími – Mest lesið Fumsýnd 11. desember í Háskólabíói Græna ljósið er á Facebook.com/graenaljosid 14 ÁRA GAMLIR GERÐU ÞEIR SAMNING UM ROKKA SAMAN AÐ EILÍFU - ÞEIM VAR FULL ALVARA! „MEISTARAVERK!“ - EMPIRE „ÉG BUGTA MIG OG BEYGI FYRIR ANVIL!“ - KEANU REEVES „BESTA HEIMILDARMYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í ÁRARAÐIR!“ - MICHAEL MOORE „BESTA MYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ UM ROKK OG RÓL!“ - UNCUT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.