Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 44
44 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR
UMRÆÐAN
Gísli Gíslason rifjar
upp snjóflóðin í Nes-
kaupstað
Á tímabilinu 13. til 20. desember árið 1974
kyngdi niður snjó um
allt Austurland. Föstu-
daginn 20. desember
var þokkalegasta veður í
byggð á Norðfirði en mikill fann-
burður. Dimm él gengu yfir en að
mestu logn og bjart á milli hryðja.
Norðfirðingar voru komnir í jóla-
skapið og margt fólk komið í jóla-
frí. Að öllu jöfnu hefðu á annað
hundrað manns átt að
vera við störf í frysti-
húsi og bræðslu en voru
aðeins um 20 þennan
örlagadag.
Flóðin falla
Alls féllu 8 snjóflóð á
Norðfirði 20. desember.
Þar af 2 mannskæð sem
náðu í sjó fram og lögðu
helstu vinnustaði bæj-
arins í rúst. Voru þetta
mannskæðustu snjóflóð sem fallið
höfðu á Íslandi síðan 1919. Fyrra
mannskaðaflóðið 1974, hið innra,
kom úr giljum ofan við fiskimjöls-
verksmiðjuna og féll þegar klukk-
una vantaði 13 mínútur í tvö eftir
hádegi. Tók það m.a. í sundur
raflínu svo rafmagnslaust varð
í bænum og það var það fyrsta
sem bæjarbúar urðu varir við.
Þetta flóð tók 5 mannslíf og eyði-
leggingarmáttur þess var yfir-
þyrmandi. Síðara flóðið, hið ytra,
kom úr Miðstrandaskarði um tut-
tugu mínútum síðar og í því fór-
ust 7 manns. Á meðal mannvirkja
sem urðu fyrir síðara flóðinu var
bifreiðaverkstæði, steypustöð
og íbúðarhúsið Máni. Talið er að
alls hafi 25 manns lent í flóðun-
um tveimur. Þar af fórust 12 en
13 var bjargað eða náðu að bjarga
sér af eigin rammleik.
Fréttin um fyrra flóðið barst
hratt um bæinn. Ættingjar og
vinir þeirra sem saknað var
hlupu á milli verslana og vinnu-
staða í bænum í þeirri von að þar
væri þá að finna. Sumir fund-
ust en ekki allir og eru margir
Norðfirðingar til frásagna um
örvæntingafulla leit fólks að ást-
vinum. Í fjögurra dálka fyrir-
sögn í Morgunblaðinu 22. desem-
ber segir: „Eins og sprengja hafi
fallið á bæinn“.
Björgunarstarfið
Fyrstu 12 tímana eftir að flóð-
in féllu sáu heimamenn á Norð-
firði alfarið um björgunarstörf
og héldu allir vinnufærir menn
á flóðasvæðin. Einkum var leitað
með stikum og mokað með rekum
í flóðunum en vinnuvélum beitt
þar sem það var talið þorandi.
Einnig fór fram mikil leit á sjón-
um út af flóðasvæðunum en sam-
kvæmt sjónarvottum var talið að
síðara flóðið hafi borist um 400
metra út á fjörðinn.
Um klukkan 2 um nóttina leystu
Eskfirðingar af örþreytta heima-
menn sem höfðu unnið að björg-
unarstörfum frá því flóðin féllu.
Síðar bættust við björgunarflokk-
ar frá Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði
og víðar. Strax á fyrstu 12 tímun-
um er talið að um 150 heimamenn
hafi unnið að björgunarstörfum
og með aðkomumönnum hafi
fjöldi björgunarmanna verið 250
til 300 daginn eftir. Seyðfirðing-
ar buðu fram aðstoð sína en Norð-
firðingar töldu ekki fært að þiggja
það góða boð þar sem hætta var
á snjóflóðum á Seyðisfirði. Fjöl-
margir aðrir buðu fram aðstoð.
Á fyrstu 12 tímunum fundust 9
látnir, 5 voru grafnir lifandi úr
flóðunum og 4 var saknað. Þegar
20 klukkustundir voru liðnar frá
flóðunum fannst einn til viðbót-
ar á lífi en þá voru margir búnir
að gefa upp alla von um að fleiri
fyndust með lífsmarki. Nokkr-
um klukkustundum síðar fannst
enn eitt lík og var þá tala látinna
komin í 10 og 2 var saknað. Þrátt
fyrir mikla leit á landi og sjó tókst
aldrei að finna lík þeirra 2ja sem
saknað var.
Endurreisn í harmskugga
Hinn 30. janúar 1975 fór fram í
Egilsbúð, félagsheimili bæjarins,
útför hinna 10 sem fundust látn-
ir og minningarathöfn um þá tvo
sem ekki fundust. Um þá trega-
fullu athöfn, sem fram fór fyrir
fullu húsi, skrifaði Hjörleifur
Guttormsson árið 1975: „Sú stund
gleymist engum viðstöddum, þar
sem bæjarbúar sátu þreyttir en
óbugaðir með harm í huga. Sár
þeirra, sem misstu sína nánustu
í snjóflóðunum, eru enn ógróin,
og samfélagið innan fjallahrings-
ins við Norðfjörð mun lengi líða
fyrir það högg, sem náttúruöflin
greiddu byggðinni í dimmu og
ofsafengnu skammdegi. Sam-
hugur þjóðarinnar, heimsókn
forsætis ráðherra og þingmanna
Austurlands á slysstað, svo og
fébætur á tjóni og stuðningur í
ýmsu formi, jafnvel handan um
höf, hafa hins vegar aukið mönn-
um kjark og hvatt til dáða og
athafna við endurreisn atvinnu-
tækja og annars, sem féll í rúst
á síðasta vetri.“ Með samheldni
og stórhug og stuðningi margra
þá endurreistu Norðfirðingar
atvinnulíf staðarins og ávallt
hefur kraftur og dugnaður ein-
kennt samfélagið eystra.
Höfundur er er formaður Norð-
firðingafélagsins í Reykjavík
Heimild: Brot úr sögu byggðar,
skráð á www.nordfirdingafelagid.
is af Kristjáni J. Kristjánssyni.
35 ár frá snjóflóðunum í Neskaupstað
Í ár eru 35 ár frá því snjó-
flóðin féllu á Norðfirði og 12
manns fórust. Af því tilefni
heldur Norðfirðingafélagið
bæna- og kyrrðarstund í
Fella- og Hólakirkju þann 20.
desember kl. 17.00.
GÍSLI GÍSLASON