Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 50
2 föstudagur 18. desember
núna
✽ nýtt og spennandi
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Ritstjóri Anna Margrét Björnsson
Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
VANTAR ÞIG
ORKU OG ÞREK Í
JÓLAHEINGERNINGUNA?
Fæst í apótekum, heilsubúðum og
heilsuhillum flestra stórmarkaða.
Énaxin bætiefnið hjálpar
þúsundum manna hvern dag að
auka úthald og þrek.
Fáanlegt í mixtúru og töfluformi.
VIRKAR STRAX!
ERT ÞÚ Á LEIÐINNI
Í PRÓF?
Þarftu hjálp við að auka
úthald og skerpa á
einbeitingunni!
Fæst í apótekum, heilsubúðum og
heilsuhillum flestra stórmarkaða.
Énaxin er mjög áhrifarík jurtaformúla
og er afar vinsælt hjá prófannafólki í
Danmörku. Nú fáanleg á Íslandi í
mixtúru- og töfluformi.
Virkar strax!
Þetta stóra rifgataða dagatal
eftir hönnuðina Snæfríði Þor-
steins og Hildigunni Gunnarsdótt-
ur er verulegt stofustáss. Dagatal-
ið fékk hönnunarverðlaun FÍT árið
2008 og er nú komið út fyrir 2010.
Plaggið er rifgatað niður í smáar
einingar svo að hvern dag má rífa
af að honum liðnum. Fæst í gjafa-
verslun Landnámssýningarinnar í
Aðalstræti.
EINN
dagur í einu
Flott hönnun í jólapakkann
Ég var að gera verkefni í litafræði í Myndlistaskólanum þar sem ég er í fornámi og fór þá að raða þremur og þremur litum
saman í þessi hálsmen,“ útskýrir Sunna Kristín Hannesdóttir.
„Upprunalega átti hver litur sitt eigið lýsingarorð eins og sætt,
strákalegt, hommalegt eða þar fram eftir götunum og ég varð hug-
fangin af hugmyndinni af þremur litum saman í röð. Tilfinningin
verður alltaf mismunandi í hvert skipti.“ Sunna setti grófar keðj-
ur á kúlurnar og úr varð hálsfesti. „Mig langaði að blanda saman
einhverju krúttlegu og glaðlegu við grófa rokkaða keðju.“ Sunna á
ekki langt að sækja sköpunarhæfileikana en faðir
hennar er myndlistarmaðurinn Hannes Lárus-
son. „Þegar ég byrjaði sjálf að ganga með menin
voru margir sem stöðvuðu mig og vildu fá eins.
Ég hóf þá einhvers konar kreppuframleiðslu á
þessu heima,“ segir Sunna og hlær. „Ég var að
selja menin á jólamarkaði á Kaffibarnum en þau
eru til sölu núna á jólamarkaði Gallerí Crymo á
Laugavegi 41a. Þess má geta að þar verða fullt
af flottum hlutum til sölu, fatnaður, fylgihlut-
ir og myndlist eftir hæfileikaríkt fólk.“ - amb
Sunna Kristín Hannesdóttir býr til litrík hálsmen:
BYRJAÐI SEM
MYNDLISTARVERKEFNI
þetta
HELST
Krúttlegt og rokk-
að í senn Sunna
Kristín Hannesdótt-
ir selur skemmti-
leg hálsmen í Gallerí
Crymo.
Þrír litir í röð Sunna segist hafa heillast
af því að búa til mismunandi samsetning-
ar úr þremur litum í Myndlistaskólanum.
JARÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR TÓNLISTARKONA
Í kvöld mun ég syngja bakraddir fyrir bb &blake á tónleikum Jóls Jólssonar
en á laugardagskvöldið held ég veglegt jólaboð meðal annars til að fagna
opnun póstkortasýningar minnar og Veru Sölvadóttur sem var opnuð í
Þjóðmenningarhúsinu á fimmtudag.
helgin
MÍN
TÖFFARI Skvísan Georgia May
Jagger, dóttir Micks Jagger í blúndu-
kjól á British Fashion Awards..
Hagkaupsherferð sem
segir sex
Myndir af ofurbombunni Ásdísi
Rán og eiginmanni hennar Garðari
Gíslasyni í Hagkaupsauglýsingum
hafa vakið töluverða athygli enda
eru þar á ferð djarfar myndir af par-
inu í nærfötunum einum saman.
Myndirnar sem eru teknar á 101
Hóteli minna um margt á nærfata-
herferð Beckham-hjónanna nýverið
þó að þar hafi verið um alþjóðlegt
tískuhús að ræða en ekki Rugby-
nærföt frá Hagkaupum. Ásdís sjálf
er mjög stolt af tökunni eins og
kemur fram í bloggi hennar á
Eyjunni. Þar segir hún meðal
annars: „Enn og aftur erum
það við hjónin sem pósum
saman, kallinn (eða folinn minn)
náttúrulega þaulvanur X Hr. Ísland
með meiru og kann þetta jafnvel
og ég!“
Það var haldin keppni í því sem kallast „visual merchandis-
ing“, útliti búða innan jafnt sem
utan, meðal allra G-Star-verslana
í heiminum,“ útskýrir Þorvald-
ur Skúlason hjá G-Star í Reykja-
vík. „Búðin okkar, sem er á Lauga-
vegi, er lítil í samanburði við aðrar
slíkar verslanir, en þess má geta
að búðin í New York er risavax-
in. Það kom því afar mikið á óvart
að okkar búð var valin flottasta
G-Star-búðin meðal allra þeirra
verslana sem tóku þátt. Okkur
fannst þetta virkilega skemmtileg
og jákvæð frétt, sérstaklega í ljósi
erfiðra tíma hér heima.“ Verslunin
á Laugavegi var hönnuð af Blængi
Sigurðssyni sem hefur séð um út-
stillingar lengi hjá versluninni en
verðlaunin sjálf verða afhent í
Berlín í janúar 2010. - amb
G-Star RAW í Reykjavík fær verðlaun
Skemmtilegt og
jákvætt
Valin flottust Starfsfólk G-Star Raw á Laugavegi kampakátt með árangurinn.