Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 52
4 föstudagur 18. desember
núna
✽ fylgist vel með
Jólavörur UNICEF fást nú líka á Birkilandi:
VERSLAÐ HEIMA
Er til betri gjöf en verkjalaus jól !
Sore No More er fáanlegt í heilsubúðum, apótekum og Fjarðarkaup
Sore No
More ná
ttúrlega
hita- og
kæligeli
ð er
áhrifarík
t á líkam
sverki
Þessir litríku og skemmtilegu snagar eru eftir hönnuðinn Bryndísi Bolladóttur og
eru gerðir úr íslenskri þæfðri ull. „Þessir snagar eru svo glaðlegir og ekki veitir af
slíku í myrkrinu. Þarna sjáum við íslensku ullina í nýju samhengi,“ segir Bryndís.
Snagarnir kosta aðeins 1.450 krónur og koma í
skemmtilegri öskju. - amb
Glaðir snagar
„Kúlan“, snagar úr ull sem fást í Iðu í Lækjargötu.
Frá Marc Jacobs er kominn nýr og spennandi
ilmur sem nefnist Lola. Ljúfur blómailmur ein-
kennir Lolu, með mildum rósa- og geraníum-
ilmi og áberandi tónum tárablóms, en greina má
topptóna vanillu og tonkabauna.
Ilmvatnsglasið sjálft er algjört listaverk. Kvenlegt
lag flöskunnar er kórónað með marglitum blómvendi á
tappanum og fjólublár litur glassins undirstrikar seyðandi
ilminn. Lola er svo sannarlega eigulegt ilmvatn sem er kjörið
í jólapakkann.
Ilmur sem
vekur eftirtekt
DEKRAÐU VIÐ LÍKAMANN Ein vinsælasta varan frá
Clinique, Deep comfort body lotion, er nú fáanleg í 400 ml
pakkningu fyrir jólin. Kremið kemur í þægilegum brúsa með
pumpu og þú færð 400 ml á sama verði og 200 ml. Tilvalin
gjöf fyrir alla sem vilja dekra við líkamann yfir hátíðarnar.
Vefverslunin Birkiland býður
nú jólavörur UNICEF til sölu á
síðu sinni. Þeir sem ekki nenna
út í jólaösina geta því hæglega
setið á rassinum heima, drukk-
ið jólaöl og nartað í konfekt, en
misst samt ekki af því að ná sér
í það nýjasta sem er að gerast í
íslenskri hönnun og styrkt gott
málefni í leiðinni. Birkiland stær-
ir sig af því að bjóða eitt mesta
úrval af íslenskri hönnun, bæði
eftir samtímahönnuði, hönnuði
framtíðarinnar og vörur gömlu
meistaranna.
Kjartan Sturluson, annar eig-
enda Birkilands, segir töluvert um
að Íslendingar kaupi jólagjafirn-
ar í gegnum Birkiland. „Í upphafi
var Birkiland eingöngu á ensku
og öll verð í dollurum en þá voru
lítil viðskipti í gegnum verslun-
ina héðan frá Íslandi. En eftir að
við settum öll verð í íslenskar
krónur hafa viðskiptin hér inn-
anlands tekið við sér og þetta
hefur gengið vonum framar. Fólk
kann að meta þann valmöguleika
að versla heiman úr stofu hjá
sér. Á ensku útgáfunni af Birki-
landi er verðið eftir sem áður
bæði í íslenskum krónum og
dollurum.“
Þar sem Birkiland er sér-
hæft í sölu og kynningu á
íslenskri hönnun brýtur það
vinnureglu sína með því að
bjóða vörurnar frá UNICEF til
sölu, því ekki eru þær íslensk-
ar. „Tilgangurinn helgar meðal-
ið,“ segir Kjartan. „Ég hef verið
heimsforeldri í nokkur ár
og hef fylgst með starfi
UNICEF. Þegar ég sá
að vörur UNICEF voru
til sölu á skrifstofu
þeirra á Laugavegin-
um datt mér í hug að
bjóða UNICEF að nota
Birkiland sem sölu-
stað svona fyrir jólin.
Svo eru þetta falleg-
ar vörur.“
Vefsíða Birki-
lands er www.
birkiland.com.
Jólakúla Margir
gera sér árlega
ferð í höfuðstöðvar
UNICEF þar sem
jólavörur samtak-
anna eru til sölu.
Nú fást þær líka á
Birkilandi.
Kjartan
Sturluson
12
3
4
5
ómissandi um jólin
Brasilía á Skólavörðustíg Góður
suðrænn matur sem er ekki of þungur
fyrir pyngjuna. Auk þess er hressandi
sambataktur allan liðlangan daginn.
Toblerone-kakó Einföld hugmynd
sem bæði stórir og smáir munu elska:
Settu teskeið af góðu hunangi út í kakó
eða súkkulaðibollann. Gefur unaðslegt
Toblerone-bragð.
Slökunarstundir
Ekki láta jólastressið
drepa rómantíkina á
heimilinu. Takið ykkur
smástund til að eyða
með elskunni, farið í göngutúr, í freyði-
bað eða spjall yfir rauðvíni og kerta-
ljósum.
Hátíðleg tónlist Jólin koma í
alvörunni inn á heimilið þegar
falleg tónlist er sett á fóninn.
Fallegir sálmar og miðaldakórverk
gefa tóninn.
Avatar í bíó Hollywood-geimmynd eftir James
Cameron þar sem öllu er tjaldað til. Fjarlæg pláneta,
geimverur, hasar og ástarsaga. Hver biður um meira
í bíó?!