Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 54
6 föstudagur 18. desember
núna
✽ fegurð & förðun
Saltur matur, of mikið áfengi og lítill svefn
gerir lítið fyrir útlitið en hætta er þó á slíku
um hátíðarnar. Það eru þó til ýmis góð ráð við
„partí“-húð til þess að fríska sig upp og vera
áfram upp á sitt besta. Lykilatriði er að drekka
mikið vatn eða jurtate sem mótvægi við salt-
áti og rauðvínsdrykkju. Ýmis undraráð eru til
fyrir húðina en má þá aðallega nefna Beauty
Flash Balm frá Clar-
ins sem er margrómað
krem til að setja undir
farða sem lætur húð-
ina ljóma á ný. Annað
fegurðarundur eru svo-
kallaðir „töfrapennar“
sem er upplagt að nota
undir augun til að lyfta
þeim og hylja þreytu-
bauga. Að síðustu er óráð-
legt að þekja þreytta húð
með miklum farða, slíkt
mun ekki gera neitt nema
að ýkja þurrk og þreytu-
merki. Notaðu frekar gott
rakakrem, baugahyljara og
fallegt púður og mundu eftir
rósrauðum eða ferskjulituð-
um kinnalit sem gerir krafta-
verk. - amb
EKKI LÁTA BUGAST
AF JÓLABOÐUNUM …
Þegar ég fór að skoða áhrifin í förðun í erlendum tímaritum og á tískupöllum
var tilfinningin sem greip mig kynþokka-
full 60’s Brigitte Bardot,“ segir Guðbjörg
Huldís. „Ein nýjasta táknmyndin í heimi
stórstjarnanna er Sheryl Cole sem hefur
prýtt ófáar forsíður með sitt fallega útlit í
anda sjöunda áratugarins. Sheryl hefur ein-
mitt verið innblástur margra stúlkna úti í
heimi.“ Guðbjörg bætir við að á haustsýn-
ingu Chanel hafi einnig gætt 60’s áhrifa.
„Mér finnst þessi tíska vera áberandi í
verslunum nú, þar sem stuttir kjólar, mikil
blúnda og krúttleg smáatriði ráða ríkjum.“
Hvað varðar förðunartískuna í dag segir
Guðbjörg Huldís það vera þungan eyeliner
fyrir ofan og neðan augu ásamt voldugum
augabrúnum. „Í þeim anda notaði ég einn-
ig löng og þykk gerviaugnahár á módelið.
Til þess að fá fallegan gljáa á húðina kaus
ég fljótandi meik ásamt kinnalit með nettri
sanseringu, púður var notað í algjöru lág-
marki nema þar sem virkilega þurfti eins og
á enni og nef. Í lokin setti ég nóg af glossi á
varir til að undirstrika ferskleikann.“
Áramótaförðun fyrir MAC í anda Brigitte Bardot:
KYNÞOKKAFULL
ÁRAMÓTAFÖRÐUN
FALLEGT Þessi silfurlitaði pallíettutoppur
er tilvalinn bæði við gallabuxur eða hnésítt
„pencil“-pils í jólateitin. Fæst í Nostalgíu,
Laugavegi.
FÖRÐUN: Guðbjörg Huldís með MAC
MÓDEL: Svala Lind frá Eskimo
MINERALIZE AUGNSKUGGI: Under Your Spell (jólalínan)
GLOSS: Cremesheen Glass Boy Bait (jólalínan)
MINERALIZE KINNALITUR: Dainty
MASKARI: Zoom Fast Black Lash Mascara
MAC EYELINER: Penultimate Eye liner
MAC FARÐI: Studio Sculpt spf 15 Foundation