Fréttablaðið - 18.12.2009, Síða 60

Fréttablaðið - 18.12.2009, Síða 60
4 • DÝRUSTU SKILNAÐIR SÖGUNNAR Vinur Ágústs Inga sendi okkur þessa mynd af honum með þeim orðum að hann væri alveg eins og Stifler í American Pie. Stifler er leikinn af Seann William Scott og við erum ekki alveg viss um að hann sé tvífari Ágústs, en leyfum lesendum að eiga síðasta orðið. Átt þú vin sem líkist einhverjum frægum? Er bróðir þinn alveg eins og Nicolas Cage eða er besta vinkona þín sláandi lík Katy Perry? Sendu okkur mynd á popp@frettabladid.is eða SMS í síma 696 POPP (696 7677) og hún gæti birst í næsta tölublaði. TVÍFARAR FRÆGA FÓLKSINS Við- skiptaritið Forbes hefur spáð því að auðævi Tigers Woods nái upp í einn milljarð dala á næsta ári. Elin Nordegren, eigin kona hans, getur byrjað að reikna hvað það er mikið í sænskum krón- um.Skilnaðir eru dýrir fyrir þá sem eiga peninga. Kona Tigers Woods er farin frá honum og nú hefst baráttan um milljarða auðæfi kylfingsins. Eiginkona hans ætti að geta kafað djúpt ofan í vasa hans þar sem ný kona stígur fram nánast dag- lega og lýsir yfir að Tiger hafi tví-, ef ekki þrípúttað í holuna sína. POPP tók saman dýrustu skilnaði fræga fólksins, sem ætti að gefa einhverja mynd af því sem Tiger á von á. 1,8 T Ö L U R N A R E R U Í M IL L JÖ R Ð U M ÍS L E N S K R A K R Ó N A MICK JAGGER JERRY HALL Þau hittust 1977 og eignuðust fjögur börn áður en þau gengu í það heilaga árið 1990. Þau skildu árið 1999 eftir að Jagger barnaði aðra konu. Í réttarsaln- um dró Jagger rétt- mæti brúðkaups þeirra í efa og tókst að láta ógilda það. Þess vegna fékk hún aðeins hluta af tæplega fjörutíu milljörðunum hans. LIONEL RICHIE DIANE RICHIE Þau hittust þegar hann var 36 ára en hún átján. Sjö árum síðar skildi hann við fyrstu eiginkonu sína og kvæntist Diane árið 1996. Hún sótti um skilnað eftir átta ára hjónaband og slúður- blöðin birtu fréttir af snobbuðum kröfum hennar sem hljóðuðu upp á mánaðarlega fata-, nudd- og lýta- lækningapeninga. MICHAEL DOUGLAS DIANDRA DOUGLAS Árið 1977 hittust Michael Douglas og hin nítján ára gamla Diandra Luker. Sex vikum síðar voru þau gift. Douglas varð í kjölfarið einn af ríkustu mönnunum í Hollywood, en sögur af framhjáhaldi og áfengis- misnotkun hans skyggðu á hjónabandið. Árið 1998 skildu þau og hún fékk milljónir og tvö hús. JAMES CAMERON LINDA HAMILTON James Cameron kvæntist leikkonunni Lindu Hamilt- on í júlí árið 1997. Þau eignuðust dóttur áður en hjónbandið strandaði átján mánuðum síðar. Cameron fékk rúma tólf milljarða fyrir að leikstýra Titanic (sem halaði inn 221 milljarði) og Linda fékk helminginn af því eftir skilnaðinn. PAUL MCCARTNEY HEATHER MILLS Bítillinn kvæntist Mills árið 2002, en hún er þrjá- tíu árum yngri en hann. Honum fannst óþarfi að skrifa undir kaupmála, sem hún á að hafa boðist til að gera. Þau eignuðust dóttur ári síðar, en árið 2006 voru þau skilin að borði og sæng. Allt fór í háaloft, hún sakaði hann um ofbeldi og hann læsti hana úti. KEVIN KOSTNER CINDY SILVA Costner og Silva hittust í háskóla og gengu í það heil- aga árið 1978. Þau voru gift í sextán ár og á því tímabili varð hann einn tekjuhæsti leikarinn í Hollwood og þén- aði til dæmis rúma sex millj- arða árið 1991. Þau voru gift á hápunkti ferils Costners og hún fékk því talsverðan hluta af peningahlassinu HARRISON FORD MELISSA MATHISON Þau hittust árið 1977 og giftu sig árið 1983. Sex árum síðar varð Ford einn af tekjuhæstu leikurum Hollywood þegar hann fékk rúmar 800 milljónir fyrir kvikmyndina Presum- ed Innocent. Þau skildu árið 2004 og ofan á millj- arðagreiðsluna samdi hún um að fá hluta af tekjum hans í framtíðinni. STEVEN SPIELBERG AMY IRVING Spielberg kvæntist leikkonunni Amy Irving árið 1985 og hafði þá þegar slegið í gegn með myndunum Indiana Jones og ET. Þau skildu tæpum fjórum árum síðar og henni tókst að ógilda kaupmálann sem var skrifaður á munnþurrku. Hún fékk helming eigna hans, sem í dag eru metnar á tugi milljarða. NEIL DIAMOND MARCIA MURPHY Neil Diamond og Marcia Murphey 18,9 milljarðar Diamond og Murphey gengu í það heilaga árið 1969, áður en hann sló í gegn með plötunni Touching You, Touching Me. Hún sótti um skilnað eftir 25 ára hjónaband og nældi í helming auðæfa hans. Spurður út í upphæðina og sagði Diamond að hún hefði verið hverrar „krónu“ virði. MICHAEL JORDAN JUANITA JORDAN Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan kvæntist Juanitu árið 1989. Hann var þá byrjaður að fá milljarða sem leikmaður Chicago Bulls og andlit Nike. Þau sóttu um skilnað árið 2002, en sættust skömmu síðar. Þau skildu svo endan- lega árið 2006 og hún fékk helming gríðarlegra auðæfa hans. 2,5 5,5 6,1 6,1+ 9,8 10,4 12,3 18,9 20,6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.