Fréttablaðið - 18.12.2009, Síða 62

Fréttablaðið - 18.12.2009, Síða 62
6 • Magnús Øder er einn ötul- asti græjusafnari landsins. Hann er mikið fyrir gömul hljómborð og hefur eytt ómældum fjármunum í að kaupa þau og gera þau upp. „Ég vil meina að ég standi í samfé- lagsþjónustu og að það sé skylda mín að sanka að mér gömlum „vintage“- hljóðfærum og varðveita þau fyrir komandi kynslóðir. Í alvörunni,“ segir græjufíkillinn Magnús Árni Øder, upptökustjóri og meðlimur hljómsveitarinnar Benny Crespo‘s Gang. Magnús byggði nýlega hljóðver ásamt Haraldi Leví, eiganda útgáfu- fyrirtækisins Record Records. Hann segist hafa eytt miklum fjármunum í græjur og viðhald þeirra um árin og réttlætir græjufíknina með því að segja sjálfum sér að hann sé að gera samfélaginu gott. Þú ert sem sagt að þessu fyrir okkur? „Já, eiginlega. Það er rosalega mikið af þessu dóti sem bilar – kannski orðið þrjátíu til fimmtíu ára gamalt. Fullt af fólki fer líka illa með græjurnar þangað til þær eyðileggjast og það eru kannski fáir tilbúnir til að gera við þær og halda þeim við. Það þarf mikinn tíma og áhuga til að halda sumum græjum gangandi. Þess vegna tek ég þetta að mér, miskunnsami músíkantinn, og varðveiti.“ Magnús segir sárt að vita til þess að fólk hendi gömlum græjum sem eru hættar að virka og hvetur fólk til þess að koma þeim frekar til sín, enda gerir hann ekki aðeins græj- urnar upp heldur notar þær einnig í upptökum á nýrri tónlist. „Ég hef eytt fleiri klukkutímum og miklu af peningum í að koma Rhodes, Wulitzer, Farfisum og svona hljóm- borðum í stand,“ segir Magnús. Þannig að það þarf ekki bara að sprauta smá kontakt-spreyi inn í græjurnar? „Nei, það er oft talsvert meira sem þarf að gera þegar það er kannski búið að týna alls kyns hlutum úr þeim. Þá ligg ég á eBay og reyni annaðhvort að finna upprunalegu hlutina eða eftirlíkingar af alls konar hlutum.“ POPPGÚRÚ: MAGNÚS VARÐVEITIR GRÆJUR FYRIR SAMFÉLAGIÐ VERKEFNIÐ Magnús er að taka upp hljómsveitina Cryptic Melody og vinna músík með Lay Low fyrir kvikmyndina Kóngaveg 7. Þá er hann að leggja lokahönd á plötuna hans Helga Vals. DÓTAKASSINN Pro Tools HD2, Millenia Pre amp, Universial Audio Pre AMp, API EQ, 1176 compressora og distressor, Ribbon míkrófónar, Farfisa-orgel, Rhodes píanó, Wulitzer, Klavin- ett, Arp 2006 Synth, Vox Continental orgel, Yamaha CP70 rafmagnsflýgil og fullt af gömlum trommusettum til dæmis gömul Ludwig. NÝJA GRÆJAN „Nýjasta græjan er API EQ. Með EQ tekur þú ákveðna tíðni og ýkir hana og tekur aðra deyfir hana.“ MISKUNNSAMI MÚSÍKANTINN MAGNÚS PRÓDÚSERAÐI Lay Low - Please Don‘t Hate Me, Foreign Monkeys - Pí, Þóra Björk Þórðardóttir - I Am Tree Now, Celestine - This Will Home Will Be our Grave og mixaði nýjustu plötur Láru Rúnars og Viking Giant Show. Þá tók hann upp plötu hljómsveitarinnar Benny Crespo‘s Gang ásamt hinum meðlimum hljómsveitarinnar. FJÖLSKYLDUMYND Magnús og græjurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.