Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 63

Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 63
 • 7 Google vill komast inn Sögur af Google-síma komu fljótt eftir að iPhone var kynnt- ur. Seinna kom í ljós að síminn var í raun stýrikerfið Android. Google fór þannig ekki að- eins í samkeppni við iPhone heldur í beina samkeppni við Microsoft með því að bjóða upp á stýrikerfi sem hvaða farsímaframleiðandi sem er gat notað. Android hefur ekki náð jafn miklum vinsældum meðal almennings og iPhone, sérstaklega virðist ganga illa fyrir Android að ná fótfestu í Evrópu. Hins vegar eru flestir farsímaframleiðendur með And- roid-síma í framleiðslu. Sony Ericsson ætlar sér stóra hluti með kerfinu og er nú að leggja lokahönd á X10 símann, Motorola hefur snúið vörn í sókn með Droid-símanum sem rokselst í Bandaríkjunum. Sögurnar um Google-sím- ann sneru aftur nýverið, en samkvæmt þeim er Google að vinna að Android-síma í samstarfi við framleiðand- ann HTC, en verður engu að síður seldur undir merki Google. Síminn kallast Nexus One og hafa myndir af frumein- tökum lekið á Netið. Ekki er enn víst hver stefna Google er með þeim síma, en talið er líklegt að síminn sé hugsaður sem sá Android-sími sem aðrir slíkir símar verða bornir saman við. Enda vélbúnaðurinn á þeim símum sem hægt er að fá núna gjarnan ansi ólíkur. Nokia og stýrikerfin Stærsti farsímaframleiðandi í heims er einnig einn af þeim sem hefur dregist einna mest aftur úr. Símar Nokia keyra allir á Symbian-kerfinu og hefur Nokia sett gríðarlegar upphæðir í fyrir- tækið. Peningarnir virðast seint ætla að skila sér til baka. Symbian var engan veginn búið undir þá þróun sem átti sér stað í heimi farsíma. Í flýti var búið til viðmót fyrir stýri- kerfið sem ætlað var fyrir snertiskjái, viðmót sem í alla staði þykir gallað og óklárað. Ásamt Symbian hafði Nokia verið að vinna að Maemo, stýrikerfi sem byggði á Linux og var ætlað fyrir svokallaðar nettöflur. Maemo hefur nú verið flutt yfir á farsímana og verður N900 síminn sá fyrsti sem keyrir kerfið. Af því sem sést hefur af farsímaútgáfu Maemo verður N900 fyrsti nútímavæddi sími Nokia sem getur keppt keppt við iPhone og Android. Þróun Symbian verður hins vegar ekki hætt og er stefnt á að ný útgáfa af kerfinu komist á mark- að undir lok næsta árs. Viðmótið verður tekið í gegn og notkun á kerfinu verður bæði fljótari og skilvirkari. Nokia lendir þá í þeirri und- arlegu stöðu að verða með tvö stýrikerfi í beinni sam- keppni við hvort annað. Microsoft-menn seinir Líkt og Nokia voru þeir hjá Microsoft ansi kokhraustir. Windows Mobile- stýrikerfi þeirra var keyrt í milljónum síma um allan heim, en lítil vinna var lögð í að betrumbæta kerfið, sem er úrelt miðað við samkeppnina frá Apple og Google. Microsoft leggur nú alla vinnu í framleiðslu á Windows Mobile 7, sem líkt og Windows 7 á að vera talsverð breyting frá fyrri útgáfum. Hins vegar verður kerfið ekki tilbúið fyrr en í lok næsta árs í fyrsta lagi. Í millitíðinni var gefið út Windows Mobile 6,5 sem er í raun aðeins minniháttar uppfærsla. Vélbúnaðarstríð En það er ekki aðeins nóg um að vera í stýrikerfabrans- anum. Vélbúnaðurinn þróast ótrúlega hratt og fáir taka eftir því. Fæstir vita hvaða stýrikerfi síminn þeirra keyrir og jafnvel enn færri hvaða örgjörvi er í honum. Það er þó enginn skortur á framboði og það áhugaverðasta er að risarnir á tölvumarkaðinum eiga í mesta basli við að komast inn á farsímamarkaðinn. Risar eins og Intel og nVidia sem ráða tölvumark- aðinum framleiða bæði örgjörva og skjáhraðla fyrir farsíma og sambæri- leg tæki. Hins vegar eru það vörur frá lítt þekktari fyrirtækjum eins og ARM, Qualcomm og PowerVR sem finna má í flestum símum þessa dagana, en allt eru þetta fyrirtæki sem ekki gátu keppt við risana á tölvumarkaðinum. Ólíkt tölvumarkaðinum eru það minni fyrirtæki sem nú hafa yfir- höndina, þá sérstaklega í vélbún- aðarheiminum. Apple, Google, Microsoft og Nokia eru alls ekki ein í samkeppninni. Palm er bæði með öflugan síma og stýrikerfi í sölu, Blackberry-símarnir eru án efa stærstir í heimi viðskiptanna og Samsung ákvað nýlega að hella sér í leikinn þegar fyrirtækið kynnti Bada-stýrikerfið. Spurningin er svo bara, hvort það sé pláss fyrir öll þessi stýrikerfi á markaðnum? POPPGRÆJUR: HÖRÐ BARÁTTA FARSÍMAFRAMLEIÐENDA STÝRIKERFASTRÍÐIÐ GOOGLE NEXUS ONE Google-sím- inn ógurlegi. Lítið er vitað um símann né hvenær hann mun koma á markað- inn. Síðan iPhone kom á markað hefur farsíma- markaðurinn breyst ræki- lega. Síminn var sparkið í rassinn sem aðrir farsíma- framleiðendur þurftu á að halda. Síminn er ekki lengur bara sími heldur þarf hann að vera myndavél, nettengdur og það þarf að vera ánægjulegt að skoða síður í tækinu - það nennir enginn að hanga á Facebook á pínu- litlum skjá. SÍMAR NOKIA KEYRA ALLIR Á SYMBIAN-KERF- INU OG HEFUR NOKIA FJÁRFEST GRÍÐARLEGUM UPPHÆÐUM Í FYRIR- TÆKIÐ. PENINGARNIR VIRÐAST SEINT ÆTLA AÐ SKILA SÉR TIL BAKA. SYMBIAN VAR ENGAN VEGINN BÚIÐ UNDIR ÞÁ ÞRÓUN SEM ÁTTI SÉR STAÐ Í HEIMI FARSÍMA. SONY ERICSSON XPERIA X10 Sony Xper- ia X10, fyrsti Android-sími Sony Ericsson en líklega ekki sá eini. NOKIA N900 Nokia N900 frá Nokia, fyrsti síminn sem keyrir Maemo- stýrikerfið. MOTOROLA DROID Motorola Droid síminn sem virðist ætla að bjarga Motorola frá gjald- þroti og einn helsti keppi- nautur iPhone. MARGT GERIST BAK- VIÐ TJÖLDIN Í SÍMA- BRANSANUM. FÆSTIR GERA SÉR GREIN FYRIR VINNUNNI SEM LÖGÐ ER Í KERFIN SEM KEYRA SÍMANA.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.