Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 66
10 • Bergur Ebbi: „Segðu mér, nennir þú að taka svona viðtal – í ljósi þess að við erum þrír og erum að fara að tala ofan í hvern annan – og skrifa þetta upp?“ Hvað á ég að gera? … Jújú, ég nenni því alveg. Jóhann: „Getum við ekki farið í sjónvarpið með þetta?“ Það væri náttúrlega langbest. Ósk okkar Jóhanns rættist ekki og þess vegna ertu að lesa þetta af pappír, sem er náttúrlega hneyksli. Það er gríðarlega erfitt að koma grínorkunni sem stígur frá þessum drengjum í rituð orð og þetta viðtal litast af því. Til að undirstrika það sem Bergur Ebbi sagði í upphafi viðtalsins, þá eru næstu sekúndur í upptökunni sem ég skrifa viðtalið eftir þannig, að hann talar á meðan Ari gluggar í nýjustu bók Hugleiks Dagssonar, Íslensk dægurlög, og hlær. Ég spóla því örlítið áfram. Tiger Woods er fáviti Dóri er ekki hérna með ykkur, er hann „the outsider“ í hópnum? Bergur Ebbi: „Nei nei, hann gleymdi sér. Eru ekki þrír frekar margir? Jújú. En já, ég vil hefja viðtalið á viðeigandi hátt. Hvað er með Tiger Woods, níu hjákonur!? Ebbi: „Er þetta ekki bara dæmi um flóðgátt sem er að bresta? Þegar maður er búinn að halda utan um eitthvað ákveðið lengi, þá er ekkert skrýtið að þegar það brestur, þegar það kemur lítil sprunga í stífluna, þá fer allt. Þetta verður svona í Kára- hnjúkum. Það kemur smá skemmd og þá er allt farið. Málið er líka í eðli sínu þannig að helmingurinn er lygi.“ Ari: „Það er ekkert skrýtið að hann eigi tvær, þrjár hjákonur.“ Ebbi: „Wilt Chamberlain, sem er einn farsælasti körfuboltamaður allra tíma; hann svaf hjá þrjú þúsund og eitthvað konum. Það var reiknað út, að ef þetta er rétt þá svaf hann hjá 1,3 konum á dag frá því að hann var 18 ára …“ Jóhann: „Mér finnst þetta svolítið merkilegt. Wilt Chamberlain var fá- viti, það er talað um að Tiger Woods sé fáviti líka – kaldur og leiðinlegur. Uppistandarar eru strax byrjaðir að taka þetta fyrir, eins og „Tiger Woods, we always knew he can‘t drive“. Það er góður golfbrandari. Hann verður að passa sig á trénu, ekki nota tréð mikið – vera frekar í járninu.“ Ebbi: „Þetta býður upp á enda- laust, maður.“ Áður en ég næ að breyta um umræðuefni kemur undarlegur svip- ur á Jóhann Alfreð og hann tekur ómakið af sér. Jóhann: „Ég er í ógeðslegri peysu.“ Ari: (Skellihlær) Ebbi: „Ég man þegar þú varst nýbúinn að kaupa þessa, þú varst helvíti rogginn með þig.“ Jóhann: „Ég er geðveikt ógeðs- legur í þessu viðtali, ég er búinn að vera að rífa á mér neglurnar. Þetta er hrikalegt.“ Ísland fyndnara en Liechtenstein –En strákar, af hverju uppistand í landi þar sem góðir uppistandarar eru á hverju strái? (Áður en ég leyfi þeim að svara spurningunni skal tekið fram að ég gat ekki haldið andlitinu á meðan ég bar spurninguna upp. Bergur Ebbi sagði reyndar að hláturinn stafaði af mikilli kaffineyslu, en viðtalið var tekið undir lok vinnudags: „Þú ert bara byrjaður að hlæja að öllu, skilurðu?“) Ebbi: „Ég get alveg tekið undir þetta að sumu leyti. Við erum byrj- aðir að opna fyrir þetta. Mér finnst ógeðslega margir koma til greina til að vera með uppistand. Ég sé fyrir mér að annar hver vinur minn geti stigið á svið.“ Jóhann: „Ég held að allir eigi eitt sett inni í sér.“ (Allir hlæja) Ebbi: „Ekki spurning, það eiga allir sín móment.“ Ari: „Jói talar í „sound bites“.“ Ebbi: „Við erum á reglulegan hátt að reyna að eiga okkar móment.“ Jóhann: „Íslendingar eru mjög fyndnir – ég myndi segja það, er það ekki?“ Ebbi: „Ég held að Íslendingar séu meðalfyndnir. Ég held að við séum fyndnari en Frakkar, aðeins minna fyndnir en Írar og Ástralar og aðeins minna fyndnir en Banda- ríkjamenn.“ Jóhann: „Aðeins minna? Ég held að við séum á pari við Kanann. En það er rétt, að Írar og Ástralar eru fyndnari en við.“ E b b i : „ … O g á k v e ð n a r eyjaþjóðir.“ Ari: „Ég held að við séum klárlega fyndnari heldur en Danir … ég get ekki bakkað þetta upp.“ Jóhann: „Danir eru fyndnir.“ Ebbi: „Ég hef oft pælt í þessu. Ég held að við séum aðeins fyndnari en meginlandið, Þjóðverjar og Frakkar og svona.“ Jóhann: „Erum við samt ekki eigin- lega einna fyndnastir af Skandin- övunum?“ Ari: „Við erum fyndnari en Liechten- stein, fyndnari en San Marínó og við UPPISTAND MEÐ ÞORSTEINI GUÐMUNDSSYNI Mið-Ísland ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og verður með þungavigtargrínistann Þorstein Guðmundsson með í för á uppistandskvöldi á Batteríinu í kvöld. Pakk- inn verður því grjót harður í kvöld, en ásamt Þor- steini ætla Bergur Ebbi, Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð og Dóri DNA að fara með gamanmál ásamt Hugleiki Dagssyni, sem var með sitt fyrsta uppistand á síðustu skemmtun Mið-Íslands. ORÐ: Atli Fannar Bjarkason MYND: Gunnar V. Andrésson Það er ekkert sérstaklega langt síðan uppstands- hópurinn Mið-Ísland steig fram og byrjaði að grína víða um landið. Allt voru þetta strákar sem fólk þekkti fyrir eitthvað, en mismikið þó. Berg Ebba og Dóra DNA könnuð- ust flestir við – Bergur söng og glamraði á gítar í Sprengjuhöllinni, en er hættur því núna, og Dóri rappaði sig inn í hjörtu landsmanna með hljóm- sveitinni Bæjarins bestu. Jóhann Alfreð fékk sínar 15 mínútur í auglýsingum fyrir Glitni, það var banki – ef einhver var búinn að gleyma því – og Ari Eld- járn hefur til dæmis verið á meðal handritshöfunda áramótaskaupsins. ÍSLENDIN ERU MEÐALFY GRÍNHÓPURINN MIÐ ÍSLAND Myndardrengir, frá vinstri Ari Eldjárn, Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.