Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 68
12 •
R E Y K J A V Í K Laugavegur 56 - 101 Reykjavík - www.nikitaclothing.com
Rivers Cuomo, forsprakki Weezer,
verður fertugur á næsta ári,
en hann ætlar ekki að játa sig
sigraðan. Hann ætlar að syngja
um „homies“ og um fólk sem er
„trippin‘“ og „chillin‘ in the shack“
þrátt fyrir að fátt sé kjánalegra
en fertugir karlar sem hegða sér
eins og unglingar. Tónlist Weezer
hefur ekki breyst mikið í gegn-
um tíðina, en neistinn sem var á
tveimur fyrstu plötum hljómsveit-
arinnar er víðsfjarri á Raditude.
Raditude gæti verið konsept-
plata um gráa fiðringinn. Lög eins
og Can‘t Stop Partying, Trippin‘
Down the Freeway og In the Mall
eru til marks um að Cuomo er
með Péturs Pan-heilkenni á mjög
alvarlegu stígi og hreinlega neitar
að eldast. Hann kann samt ennþá
að semja grípandi lög og það er
erfitt að dilla sér ekki við sum
laganna á Raditude.
Þrátt fyrir það er Raditude með
því verra sem Weezer hefur sent
frá sér. Ágætissprettir hér og þar
komast ekki í hálfkvisti við snilld-
ina sem hljómsveitin sendi frá sér
um miðjan tíunda áratuginn og
ef ég á að segja eins og er finnst
mér að hljómsveitin ætti að segja
þetta gott. - afb
POPPPLATA: WEEZER MEÐ GRÁA FIÐRINGINN
KOMIÐ GOTT
WEEZER
RADITUDE
Dánlódaðu: I Don‘t Want to
Let You Go.
Pinkerton
er af mörgum
talin besta plata
Weezer. Lesendur
Rolling Stone voru
ekki sammála og settu
plötuna á lista yfir
verstu plötur ársins
árið 1996.
Avatar er dýrasta mynd
allra tíma og fyrsta
mynd leikstjórans James
Cameron frá því að hann
sendi frá sér Titanic.
Í grunninn er myndin
gamaldags ástarsaga, en
Cameron tekst að skapa
ótrúlegan heim sem
áhorfand-
inn fær
að njóta í
þrívídd.
FRUMSÝNING: AVATAR
Mamma
Eftir að
höfuðið á
mér hætti
að snúast
fannst mér
myndin
voðalega
góð. Þetta
er náttúrlega hörkuhasar, en
sagan er mjög falleg. Mér fannst
Titanic alveg frábær og Avatar
gefur henni ekkert eftir. Myndin
fékk mig líka til að hugsa um
eyðileggingarmátt mannsins og
umhverfismál.
POPPDÓMNEFNDIN
Bíónördinn
Stórkost-
leg mynd
eftir einn
merki-
legasta
leikstjóra
allra tíma.
Tækni-
brellurnar í Avatar eru ekki af
þessum heimi, en þær kæfa alls
ekki söguna – sem nýtur sín vel
í heiminum sem James Cameron
skapaði. Ein ótrúlegasta mynd
sem ég hef séð í langan tíma og
býr til ný viðmið.
Vinurinn
Hasar,
spenna
og heitar
geimveru-
gellur!
Þessi
mynd er
með allan
pakkann. Ég hafði ekki mikla
trúa á því að ég tæki bláa kalla
alvarlega, en ég hafði rangt fyrir
mér. Avatar er frábær mynd og
þrívíddin kemur svakalega vel út.
Djöfull var herforinginn flottur. Ég
hélt nánast með honum.
Stelpan
Mér finnst
þessi
mynd
alveg
ógeðslega
góð. Hún
er ótrúlega
flott og
um leið alveg rosalega rómantísk.
Það er gaman að fylgjast með
sambandi hermannsins og bláu
stelpunnar þróast og þrátt fyrir
að myndin sé rosalega löng, þá
leiddist mér aldrei, enda hasarinn
mikill.
ÓTRÚLEG MYND
Tenging við Strumpana
Í South Park-þætti fyrir
nokkrum vikum var gert létt
grín að Avatar. Myndinni var
líkt við strumpana, sem er alls
ekki galið. Í Avatar er blátt
fólk, sem neyðist til að verja
heimkynni sín fyrir ofurefli
illra manna. Spurning um að
fá Ladda til að lesa inn á allar
persónurnar í Avatar?
Topp 10 listi
desembermánaðar
Topp 10 listinn er í boði Mohawks
Kringlan | 534-2951
www.mohawks.is | facebook.com/mohawksiceland
1. Peverelist - Jarvik Mindstate (Punch Drunk)
2. dBridge - Inner disbelief (Exit)
3. Joy Orbison - J Doe (Doldrums)
4. Robot Koch - Death Star Droid LP
(Robot’s Don’t Sleep)
5. Consequence - Live for Never (Exit)
6. Original Sin - Kiss (Playaz)
7. SP:MC & Joker D - Taiko Dub (Tempa)
8. Millie & Andrea - Ever Since You Came Down
(Daphne)
9. Icicle - Cold Fear EP (Shogun Audio)
10. ASC - Porcelain (Nonplus)
Breakbeat.is er á dagskrá Xins 97.7 öll miðvikudagskvöld
23:00-01:00 • www.breakbeat.is