Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 69
 • 13 Opið: Alla daga til jóla frá 11 til 22 Sími 578 9400 *Gildir ekki af DVD-diskum og hlaupahjólum. Afslátturinn er alfarið á kostnað MerkjaOutlet. KORPUTORGI TAX-FREE DAGAR Vörum er hægt að skipta í aðrar vörur til 31. desember 2009. ALLAR VÖRUR VE RSLUNARINNAR ÁN VSK!* TIL JÓLA! Outlet verð kr. 4.995 TAX-FREE VERÐ kr. 4.012Outlet verð kr. 4.995TAX-FREE VERÐ kr. 4.012 Outlet verð kr. 1.695 TAX-FREE VERÐ kr. 1.361 Outlet verð kr. 1.695 TAX-FREE VERÐ kr. 1.361 Outlet verð kr. 11.995 TAX-FREE VERÐ kr. 9.634 Outlet verð kr. 4.995 TAX-FREE VERÐ kr. 4.012 So ft sh el l j ak ki m eð h et tu , 8. 00 0 m m v at ns he ld ni M yn da bo lu r, bi nd i H et tu pe ys a, m /á le tr un H et tu pe ys a, m /á le tr un M yn da bo lu r, H om er Æ fi n ga bu xu r fy ri r dö m ur The Saboteur er sandkassaleik- ur í stíl við Grand Theft Auto, Mercenaries og Saint’s Row. Í leiknum fara menn í hlutverk írska drullusokksins Seans Dev- lin þar sem hann hjálpar frönsku andspyrnuhreyfingunni að berj- ast gegn hernámi nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Spilun leiksins samanstendur af því að flakka um gríðarstórt leiksvæði leiksins, t.a.m. París, og sinna verkefnum fyrir hina og þessa meðlimi and- spyrnuhreyfingarinnar. Það er margt sniðugt við Saboteur, svo sem notkun lita til að gefa til kynna sterk ítök nasista á mismunandi svæðum. Einnig er það skemmtileg til- breyting að fá að vafra um París þó það sé ekki nema bara til að kíkja á Eiffel-turninn. Því miður eru gallar leiksins ívið fleiri en kostirnir. Aksturshlutar leiksins eru hægir og þunglamalegir, vopnin eru frekar óspennandi og slagsmálakerfið er í besta falli slappt. Saboteur er leikur sem hafði alla burði til að verða fram- úrskarandi leikur, en því miður hefur eitthvað farið úrskeiðis og eftir stendur leikur sem er dæmdur til meðalmennsku. Vignir Jón Vignisson POPPLEIKIR: THE SABOTEUR MEÐALMENNSKAN ER SVO SEM ÁGÆT NASISTAR Leikurinn notar svart/hvítt litaskema til að tákna sterka nærveru nasista. NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 3/5 3/5 3/5 4/5 Í Assassin’s Creed II heldur áfram saga Desmond Miles, og er hann nú endurfæddur sem Ezio Auditore di Firenze í Florens, Ítalíu. Eftir fráfall föður síns fyllir Ezio hans stað sem launmorðingi, og er byrjaður að stráfella spillta menn hægri vinstri í þeim tilgangi að uppræta forna reglu. Assassin’s Creed II er sand- kassaleikur (e. sandbox), líkt og forveri hans, og með nokkr- um borgum. Útlit leiksins er mjög flott og umhverfi litríkt og lifandi. Stjórnunin á PS3 er þægileg þrátt fyrir ansi margar mismunandi hreyfingar. Leikur- inn sjálfur er sá prýðilegasti. Það reynist ótrúlega skemmtilegt að vera innan um margmenni og áætla hvenær sé best að láta til skarar skríða, drepa menn og reyna síðan að falla inn í mannfjöldann. Líkt og í öðrum sambærilegum leikjum þá eru margir möguleikar á verkefnum sem eru ekki hluti af sögunni, en þjálfa mann og auka þyngd peningapyngjunnar. Ending leiksins er vægast sagt góð, með rúmar 26 klukku- stundir að baki og litlum sem engum tíma eytt í að eltast við aukaverkefni. Assassin’s Creed II er frábær spilun frá byrjun og til enda og á eftir að vera ofarlega á árslistum spilara. Vignir Jón Vignisson POPPLEIKUR: ASSASSIN’S CREED II Í FÓTSPOR LAUNMORÐINGJA BLÓÐ! Leikurinn er ansi blóðugur. NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 4/5 4/5 4/5 5/5 Kelly Rowland hefur lýst því yfir að hún hafi mikinn áhuga á að verða einn af dómurum breska söngþáttarins X-Factor á næsta ári. Áhugi hennar á dómarasætinu mun vera kom- inn til af því að Simon Cowell, hugmyndasmiður þáttanna, vill hafa fimm dómara í stað fjög- urra til að koma í veg fyrir að úrslitaákvörðun um hver dettur út hverju sinni fari eftir greidd- um atkvæðum almennings. Samkvæmt breskum fjölmiðl- um reyndi Simon Cowell að fá Robbie Williams til að setjast í eitt dómarasætið, en hann af- þakkaði boðið sökum anna og í kjölfarið bauð Kelly Rowland sig fram. Auk þess hefur Simon Cowell boðið David Bowie, Eminem og Dr. Dre að koma fram í þáttunum á næsta ári. Pink segist vera pirruð á því þegar poppstjörnur syngja ekki „live“ þegar þær koma fram. Í viðtali við tímaritið Women´s Health segist söngkonan forðast að fara á tónleika þar sem listamaðurinn hreyfir bara varirnar við tónlistina. „Þegar maður elst upp við tónlist Janis Joplin vill maður ekki fara á tónleika og sjá einhvern mæma,“ útskýrir Pink. Þá seg- ist hún ekki hafa neitt á móti Britney Spears þrátt fyrir að hún sé þekkt fyrir þetta á tónleikum sínum. „Ég hef alltaf sagt að ég kann vel við Britney, við höfum rætt það okkar á milli. Það á bara ekki að bera okkur saman því við erum svo ólíkar,“ segir Pink. Liam Gallagher er nú að vinna að heimildarmynd um nýju hljómsveitina sína. Söngvarinn stofnaði nýtt band með fyrr- verandi meðlimum Oasis eftir að Noel bróðir hans yfirgaf sveitina í fyrrasumar og er Liam sagður vilja kvikmynda ferlið í kringum stofnun nýju hljómsveitarinnar til að sýna að hann sé sköpunarkraft- urinn í bandinu. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Daily Star segist Liam ekki vera búinn að finna nýtt nafn á sveitina. Ekki er ákveðið hvenær heimildar- myndin verð- ur sýnd, en hann útilokar ekki að hún komi út á DVD með væntan- legri plötu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.