Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 94

Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 94
54 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Camerarctica Hafnarfjarðarkirkju, föstudag 18. desember kl. 21.00 Kópavogskirkju, laugardag 19. desember kl. 21.00 Garðakirkju á Álftanesi, sunnudag 20. desember kl. 21.00 Dómkirkjunni í Reykjavík , mánudag 21. desember kl. 21.00 Miðasala við innganginn, miðaverð kr. 2.000 / 1.000 Mozart við kertaljós Kammertónlist á aðventu 2009 Ellefta Grasrótarkvöld gogoyoko og Reykjavík Grapevine verður haldið á Hemma og Valda í kvöld. Í tæpt ár hefur þessi mánaðarlegi viðburður staðið fyrir því að veita ungum og efnilegum listamönnum góðan vettvang til að fremja sína list, auk þess sem að á kvöldunum geta tónlistaráhugamenn kynnt sér ferska nýja strauma í íslenskri tónlist. Á tónleikum kvöldsins koma fram Nolo og Hypno, auk þess sem SLÁTURmennirnir Áki Ásgeirs- son, Guðmundur Steinn Gunnars- son og Þráinn Hjálmarsson troða upp saman, en hver í sínu lagi. Nolo er ung og efnileg hljómsveit úr Menntaskólanum við Hamra- hlíð og samanstendur af tveimur strákum á hljómborð og gítar. Þeir hafa getið sér gott orð fyrir tón- list sína síðustu mánuði og komu meðal annars fram á Iceland Air- waves við góðan róm og fögnuð áhorfenda. Hypno er listamannsnafn hins unga Kára, en hann spilar raftón- list bruggaða úr hinu lævísa bili milli dubstep og house-tónlistar. Þremenningarnir Áki, Guðmund- ur og Þráinn munu síðan leika sér með ýmis hljóðfæri og hljóðgjafa auk þess sem heyrst hefur að þeir muni leyfa áhorfendum að taka þátt óski þeir þess. Að vanda er frítt inn á tónleik- ana, en þeir hefjast um klukkan níu og standa til miðnættis. - pbb Grasrótin mæti í kvöld NOLO Ívar björnsson og Baldur Lorange. FRETTABLAÐIÐ/ANTON Létt Bylgjan kemur þér í jólaskap Bragi Guðmundsson og Jóhann Örn Ólafsson spila uppáhalds jólalögin þín, alla virka daga frá 8 - 18 > Ekki missa af menningarveislu í Gallerí Ágúst milli 17 og 19 í dag. Rithöfund- arnir Oddný Eir Ævarsdóttir (Heim til míns hjarta) og Jón Karl Helgason (Mynd af Ragnari í Smára) munu koma og lesa fyrir gesti úr verkum sínum. Í kjölfarið koma tónlistarmennirnir Jón Tryggvi og Uni til þess að spila fyrir gesti ljúfa og notalega tón- list. Þau eru bæði að senda frá sér nýjar hljómplötur um þessar mundir. Veigar og veitingar verða í boði og því tilvalið að koma við í galleríinu og styrkja sig áður en haldið er í jólarölt um bæinn, en verslanir í miðbænum verða opnar fram á kvöld. Ath. kl. 14 á morgun Hjördís Frímann málari býður gest- um á opna vinnustofu sína á morg- un í Aðalstræti 16 á Akureyri, sem er næsta hús við „gamla spítalann“. Hjördís Frímann er fædd á Akureyri 1954. Hún lauk námi frá The School Of The Museum Of Fine Arts í Bos- ton 1986 og hefur málað síðan. Á sýn- ingunni eru bæði eldri verk og glæný beint af málartrönunum og sýningin teygir sig um veggi hússins, sem jafn- framt er heimili listamannsins. Uppselt er á þrenna Jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í dag og á morgun og nú hefur verið bætt við þeim fjórðu vegna fjölda áskorana. Aukatónleikarnir verða í kvöld kl. 19. Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru löngu orðinn fast- ur liður í jólaundirbúningnum. Að þessu sinni verður leikið fallega ævintýrið um snjókarlinn eftir Raymond Biggs með tónlist eftir Howard Blake og Páll Óskar mun bæði segja söguna og syngja af sinni einstöku list. Tveir ungir og efnilegir fiðluleikarar, þær Rannveig Marta Sarc og Sólveig Steinþórsdóttir leika þátt úr hinum gullfallega konserti fyrir tvær fiðlur eftir Bach og síðan sér Gradualekór Langholtskirkju um að koma öllum í rétt skap með jólalögum undir styrkri stjórn Jóns Stefánssonar en hljómsveitinni stjórnar Bernharður Wilkinson. Þá er á efnisskránni að auki Jólaforleikur eftir bandaríska tónskáld- ið Leroy Anderson. TÓNLIST Páll Óskar kemur fram með sinfóní- unni í dag og á morgun. Nú standa yfir æfingar á sviðsetningu Vesturports og Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi á Faust. Leikmyndina fyrir sýn- inguna gerir Axel Hallkell Jóhannesson en hún er afar sérstök og mótar í raun þessa aldagömlu arfsögn vestrænnar menningar alveg upp á nýtt. Sá Faust sem leikhúsgestir munu sjá frá frumsýningunni þann 15. janúar verður allt allt öðruvísi en leikhúsgestir hafa til þessa séð og þótt víðar væri leitað. Faust er kunnastur í gerð Goethes hins þýska sem samdi verkið í löngum bálki sem sjaldan sést. Þá hafa óperuhöfundar leitað í sög- una um fræðimanninn aldna sem selur sál sína djöflinum og þiggur æskuna fyrir. Marlowe vann einn- ig eina útgáfu verksins fyrir svið, samtímamaður Shakespeares. Þegar hópurinn tók að skoða sög- una ákváðu menn að semja sína eigin útgáfu og eru þau Björn Hlynur, Gísli Örn, Nína Dögg og Víkingur skráð höfundar verks- ins. Sagan gerist bæði á jörðu og eins og leikmyndin er – á himni: „Þau voru með einhverja hugmynd um að nota net, þegar ég kom að þessu,“ segir Axel. Og í sam- vinnu þeirra Gísla, sem leikstýrir sýningunni, varð það úr að leitað var að almennilegu sirkusneti og það fannst í Kanada hjá aðila sem framleiðir net fyrir fjölleikahús og reyndar fleiri aðila. Það trúir því enginn nema hann sjái það – en yfir aðalsal Borgar- leikhússins og vel inn á svið er nú strengt net, fest í bakhlið salar- ins og langt inn í sviðið. Það er strengt á vírum og þurfti að leita að burðarpunktum í húsinu með aðstoð verkfræðinga, festa allt víraverkið upp með sérstökum burðarbitum á sérpantaða strekkj- ara með öryggislokum því netið fer undir brunatjaldið og verður að vera mögulegt að fella það á augabragði ef þörf krefur. Á netinu rétt eins og framsvið- inu fer atburðarás sýningarinnar fram. Axel er ekki margmáll um hvað gerist á netinu sjálfu en af aðstæðum má ljóst vera að leik- hópurinn hefur í þessari sýningu möguleika á að koma áhorfendum sínum heldur betur á óvart. Axel segir að síðustu vikunnar hafi hann lagt nótt við dag: hann er líka að vinna leikmynd á sama tíma fyrir fjórða ár Listaháskól- ans á nýju verki Sigtryggs Magna- sonar eftir nokkurt hlé: „Þau vilja koma í kippum verkefnin,“ segir hann. „Ég veit varla hvað ég heiti lengur. Það var svo mörgu ósvar- að þegar hugmyndin tók að þró- ast, en núna er þetta farið að sýna sig.“ Það er ekki fyrir lofthrædda leikara að vinna í þessari leik- mynd og verður gaman að sjá þá fóta sig. Leikarar í sýningunni eru Björn Hlynur Haraldsson, Þorsteinn Gunnarsson, Hilmir Snær Guðnason, Unnur Ösp Stef- ánsdóttir, Nína Dögg Filippus- dóttir, Hanna María Karlsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Víkingur Kristjánsson og Jóhannes Níels Sigurðsson. Þórður Orri Péturs- son fær það spennandi verkefni að lýsa sýninguna en Filippía Elís- dóttir gerir búninga og Sigríður Rósa Bjarnadóttir gervi. Tónlistin er eftir þá Nick Cave og Warren Ellis, en Frank Þórir Hall er tón- listarstjóri og Thorbjørn Knudsen hannar hljóðheim verksins. Frumsýning er eftir rétt mánuð, þann 15. janúar og mun vekja mikla athygli þegar himinn og helvíti takast á um sálirnar. pbb@frettabladid.is Milli himins og jarðar LEIKLIST Axel Hallkell Jóhannesson á útjaðri netsins yfir sviðsbrún Stóra sviðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Uppselt á þrenna tónleika
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.