Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 96
56 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 18. desember 2009 ➜ Tónleikar 21.00 Systurnar Ingibjörg, Þórunn og Dísella Lárusdætur verða með jóla- tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. 21.00 Seabear og múm halda tón- leika í Iðnó við Vonarstræti. 21.00 X-mas tónleikar X-ins verða haldnir á Sódómu Reykjavík við Tryggva- götu. Meðal þeirra sem fram koma eru Ourlives, Dikta, Agent Fresco og Mamm- út. Húsið verður opnað kl. 20. 21.00 Camerarcica heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu. Á efnisskránni verður tónlist eftir W.A. Mozart, þar á meðal „Eine kleine Nachtmusk“. 21.00 Raftónleikar í Cafe Amsterdam við Hafnarstræti. Meðal þeirra sem fram koma eru Gjöll, Evil Madness, Stillupp- steypa, Amfj, Stereo Hypnosis, Biogen og Franz Pomassl. Húsið verður opnað kl. 21. 22.00 Hljómsveitin Stóns flytur lög Rolling Stones á tónleikum á Græna Hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21. 23.00 Kór Langholtskirkju við Sól- heima heldur sína árlegu Jólasöngva- tónleika. Einsöng með kórnum syngja Eivør Pálsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. 23.30 Hljómsveitin HEK verður á bar 46 við Hverfisgötu 46. Enginn aðgangseyrir. ➜ Jólaglögg 17.00 Árlegt jólaglögg UNIFEM verður haldið í húsnæði félagsins að Laugavegi 42. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Páll Valsson lesa úr bókum sínum og hljómsveitin Pascal Pinon flytur tónlist. Allir velkomnir. ➜ Sýningar Anna Gunnlaugsdóttir hefur opnað sýningu í Gallerí Horninu að Hafnar- stræti 16. Opið alla daga kl. 11-12. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir hefur opnað sýninguna „Í gegnum tíðina“ í sýn- ingarrýminu Boganum í Gerðubergi (Gerðubergi 3-5). Opið virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 13-16. ➜ Markaðir Bændamarkaður með líf- rænar afurðir hefur verið opnaður að Nethyl 2c (hjá Græna Hlekknum). Garðyrkju-, mjólkur- afurðir o.fl. Það eru Garðyrkjustöðin Akur, Engi, Móðir Jörð, Villi- mey og Bióbú sem standa að markaðnum. Opið fös.-lau. kl. 12-18 og mán.-mið. kl. 12-18. ➜ Uppistand 20.00 Iceland Christmas Comedy Festival, aþjóð- leg grínhátíð á ensku og íslensku. Í kvöld verður uppstand á Café Cultura við Hverfisgötu 18 þar sem fram koma Helga Braga, Rökkvi Vésteins og Svavar Knútur. Nánari upplýsingar á www.uppistand.is. ➜ Dansleikir Hljómsveitin Rokk verður á Players við Bæjarlind í Kópavogi. Boogienights á skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. Dj. Fox þeytir skífum. ➜ Ljósmyndasýningar Í Skotinu, sýningarými Ljósmyndasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu (6. hæð), hefur verið opnuð sýning á ljósmyndum Laurent Friob. Opið virka daga kl. 12-19, og helgar kl. 13-17. ➜ Leiðsögn 12.00 Í Listasafni Íslands við Fríkirkju- veg mun Halldór Björn Runólfsson lesa upp úr bókinni „Iceland Art Today“ og Sigríður Melrós Ólafsdóttir verður með leiðsögn um sýningu á verkum Svavars Guðnason. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Bókmenntir ★★ Í fótspor afa míns Finnbogi Hermannsson Sögur af Njálsgötunni Finnbogi Hermannsson útvarpsmaður heldur áfram að rekja minningar sínar og sinna í þessari stuttu myndskreyttu bók og á bókarbaki er heitið þriðja bindinu. Sögusviðið er sem í fyrstu bókinni heimur fjölskyldu og vina á árunum eftir stríð í Reykjavík en hér er ekki farið af sömu nákvæmni yfir sögusviðið og í fyrri bókinni. Stuttir kaflar verða fyrir bragðið ærið skissu- kenndir og hefði Finnbogi að ósekju mátt grafast aðeins dýpra á bak við þann aragrúa persóna sem hann nefnir til sögu, oft með viðurnefninu einu, því sannast sagna hefur hann svo gott forskot á við marga aðra um þennan liðna heim að hér var gott tækifæri látið ónotað til að skýra hann betur og dýpka drættina. Finnbogi hefur afar þægilegan og notalegan samtalsstíl á bókinni, hann leiðist víða út í almennar hugleiðingar um tíðarandann, einkum hið pólitíska umhverfi og hversdagslífið sem okkur sem stöndum nálægt honum í aldri er forvitnileg upprifjun. Reykjavík eftirstríðsáranna kann fáum að þykja heill- andi heimur en Finnbogi skilar honum ljóslifandi þótt hratt sé víða skautað. Síðasti hluti bókarinnar er svo frásögn af dvöl í sveit og þá er sögumaðurinn tekinn að þroskast og taka við nýjum gildum og skilja hið stærra samhengi, þótt alltaf sé horft í baksýnisspegil. Nema hvað – Finnbogi er þar staddur í vitund og menntun að hann er gagntekinn af bíla- og vélaveröldinni og þó sá gluggi sé galopinn er ekki tekið neitt tillit til þeirra sem eru alveg fákunnandi á því sviði. En það er gaman að sjá þangað inn. Og svo lýstur heimunum saman: tveir ungir menn standa í verslunar- rekstri á Njálsgötunni í Hilmarsbúð og keyra vörur til kúnna á kvöldin – allt vestur á Hjarðarhaga og birtast þar brattir undir kvöldmat: Hilmar er ljós í minningunni, brosmildur maður og að því leyti merkilegri en aðrir að hann var að læra að fljúga. Og svo fór hann að fljúga með rekstri búðarinnar. Og einn daginn gerist það í senn á Njálsgötu og Hjarðarhaga að heimilisfólkið er slegið: Hilmar ferst í flugslysi. Hann var fyrsti maðurinn í mínu minni sem dó. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Merkilegar Reykjavíkurminningar sem máttu vera ýtarlegri og dýpri. Bókmenntir ★★★★ Hjá brúnni Kristín Ómarsdóttir Barið á margar dyr Kristín Ómarsdóttir hefur í skáldsögum sínum farið eigin leiðir. Hún setur söguefni sitt í líf okkar nútímamanna, setur okkur niður í nálægum samtíma álfunnar og segir sögur sem á yfirborðinu eru hversdagslegar og kátlegar. Hennar alvitri sögumaður á til að bregða á leik í málinu, setur upp samtöl sem gætu hæglegast átt heima í kvikmynd, jafnvel á sviði, tekur útúrdúra og leggst í hugleiðingar og stríðir bæði persónum og leikendum. Á bestu köflum hugsanaflökts höfundarins verður hún spök að viti og innsæi um samskipti fólks, sjálfsmynd karlkyns og kvenkyns og afhjúpar mannsins eðli af glettnislegu miskunnarleysi. Í nýju sögunni sinni setur hún atburðina sem eru margir og virðast lengst af vera algerlega óskyldir, bæði furðulegir og hvers- dagslegir, í borg. Þetta er einhver Evrópa, aldin og bundin í borgarlíf sem er yfirsögulegt þótt margt sé þar kunnuglegt. Það minnir um margt á flandur sögumannsins Thors á fyrri hluta ferils hans þótt stílbrögðin séu allt önnur. Lesturinn á sögunni er lengi framan af pirr- andi því þaulsetinn lesandi er í þeim stellingum að heimta þráð, þrælbundinn í báða skó af venju og skikk. Ég fór ekki að ná áttum fyrr en í öðrum hluta verksins en þá var hugurinn kominn á vald textanum og reikaði áfram uns hin óvæntu endalok sögunnar tóku að myndast og leshugurinn var kraminn af algeru miskunnarleysi. Kristín er firnafær höfundur. Hún gefur ekkert eftir, hugmyndarík í stóru og smáu og gerir ríkulegar kröfur til lesanda. Verkið Yfir brúna verður fyrir bragðið ein þeirra skáldsagna sem lesandinn er alveg viss um að taka aftur til gagngerrar endurskoðunar, lesa aftur svo hann fatti hvernig öll drög eru lögð snemma að þeim heildaráhrifum sem sagan býður upp á. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Slungin og krefjandi skáldsaga sem skilur lesandann eftir magn- þrota. Tónlist ★★★★ Flóttinn mikli Morðingjarnir Glaðir morðingjar Flóttinn mikli er þriðja plata Morðingjanna, en hinar tvær fyrri, Í götunni minni og Áfram Ísland voru báðar skemmtilegar pönkkeyrsluplötur. Sú fyrri einföld og frumstæð, sú seinni fjölbreyttari og þéttari. Á Flóttanum mikla heldur sveitin áfram að spila hratt, hrátt og melódískt pönk að stærstum hluta, en nú er tónlistin samt orðin aðeins poppaðri og yfirbragðið léttara. Á plötunni er meira að segja eitt sólskinspopplag, Sunnudagsmorgunn í Reykjavík. Fínt lag og bara jákvætt að pönkarar spili popp. Eins og fyrr má heyra áhrif frá gömlum pönksveitum í tónlist Morðingjanna, en samt finnst mér áhrifin ekki jafn öskrandi augljós eins og á síðustu plötu. Hvað sem því líður þá er Flóttinn fullur af skemmtilegum lögum og svo eru textarnir sem eru á íslensku líka stór plús. Það er að verða algjör undan- tekning að íslenskar rokkhljómsveitir syngi á móðurmálinu og maður kemst að því hvað maður saknar þess þegar maður heyrir plötu eins og þessa. Það er slatti af grípandi lögum hér sem ættu að fá greiða leið í útvarpsspilun t.d. Flóttinn mikli, Hlakka til að hitta þig, Sunnudagsmorgunn í Reykjavík, Leti- ljóð og hin frábæra Manvísa sem Katrína Mogensen syngur á móti Hauki. Það er líka bara einhver ódrepandi gleði og stuð í Morðingjunum á þessari plötu. Meira að segja sjálfsmorðslagið Hlakka til að hitta þig er djollí syngdu-með smellur. Á heildina litið stórskemmtileg íslensk rokkplata. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Grípandi pönk og popp með fínum íslenskum textum. allt hitt dótið. Sigríður Klingenberg Ve m Sm óla. jólaspá... Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.