Fréttablaðið - 18.12.2009, Síða 98

Fréttablaðið - 18.12.2009, Síða 98
58 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR G ylfi réð sig á Ólaf Magnús- son en Ólafur var gerður út frá Seyðisfirði. Þar lenti hann í ýmsu í landi og á sjó eins og lesa má um í eftir- farandi kafla. Ég var á þessum tíma orðinn þekktur fyrir áflog – stundum kallaður James Bond Siglufjarðar. Og satt að segja kunni ég vel að meta það viðurnefni. Þegar einni land- legunni var að ljúka var ég fullur uppi í bæ með vini mínum af Ólafi. Við vorum að verða of seinir um borð svo við pöntuðum okkur leigubíl. Þegar við vorum að setj- ast inn í bílinn kom lítill strákur hlaupandi til okkar. Hann spurði hvort við værum að fara niður að höfn og hvort hann mætti fá far áleiðis, heimili hans væri í leiðinni. Það var nú lítið mál okkar vegna svo við bentum honum á að setjast fram í. Við sjó- mennirnir tylltum okkur aftur í en þá var félagi minn orðinn ansi drukkinn – nærri dauður, og sofnaði um leið og við settumst inn í bíl. Ég sagði bílstjóranum að við ætluðum niður á höfn og svo var ekið af stað. En í staðinn fyrir að aka í átt að höfninni fór bílstjórinn í öfuga átt. Þegar ég ítrekaði að við ætluðum niður á höfn svaraði hann engu, heldur byrjaði að syngja. Þá áttaði ég mig á því að hann var blindfullur undir stýri. Skítt með það þótt hann keyrði full- ur með okkur fyllibytturnar, það var litli drengurinn í framsætinu sem ég hafði áhyggjur af. Ég bað hann að stoppa en hann hélt áfram í þveröfuga átt og jók hraðann smám saman. Lamaður ökumaður Það var því ekki um annað að ræða en að reyna að stöðva þetta með valdi. Ég beygði mig fram, þreif í bensínfótinn og rykkti honum upp. Ekkert gerðist, bíllinn hélt áfram sínu striki. Hver andskotinn? hugsaði ég og reif í hinn fótinn en ekk- ert gerðist, og bílvélin á fullum snúningi. Á örskotsstundu rann upp fyrir mér ljós: Maðurinn var lamaður fyrir neðan mitti og með allan búnaðinn í höndunum, bens- ínið, gírana og bremsuna. Þá varð mér næst fyrir að reyna að rífa í hendurnar á honum, en oft er það raunin með menn sem hafa ekki mátt í löppunum, að þeir verða ógnvænlega sterkir í höndunum. Eftir tals- verð átök náði ég loksins að stöðva bílinn og litli strákurinn hljóp út um leið. Átök- unum við bílstjórann var þó ekki lokið. Ég náði taki á hálsinum á honum og dró hann aftur yfir bílstjórasætið. Þegar ég var nánast búinn að toga hann yfir í aft- ursætið rankaði félagi minn við sér. Við honum blasti fjólublátt andlit bílstjórans og handleggirnir á mér utan um hálsinn á honum. Hann stökk út úr bílnum og öskr- aði yfir bæinn: „GYLFI ER AÐ DREPA BÍLSTJÓRANN!“ Í hamaganginum greip hann stærðarinnar grjót og henti í gegn- um gluggann á Ríkinu, líklega til að vekja athygli á sér. Loks sá ég ekki tilganginn í því að standa í þessum áflogum leng- ur svo ég sleppti takinu af bílstjóranum. Síðan hlupum við niður á bryggju og beint um borð í Ólaf. Berserksgangur á Seyðisfirði Nokkru síðar var ég aftur í stoppi á Seyðis firði í grenjandi rigningu. Þá buðu strákarnir á Hannesi Hafstein mér og Didda Dalla félaga mínum að koma í partí. Partíið var haldið á verbúð þar sem strák- arnir á Hannesi voru alla jafna þegar þeir lágu í landi. Ég mætti að sjálfsögðu í partí- ið enda ekki þekktur fyrir að hafna boði um gleðskap. Við hliðina á mér sat náungi sem var með endalaus leiðindi, blindfullur og síröflandi. Þegar þessi leiðindaskarfur gerði hlé á máli sínu í nokkrar sekúndur heyrði ég eitthvert væl innan úr skáp í her- berginu. Ég stökk á lappir og reif upp skáp- hurðina. Þar inni lá lítill hvolpur. Dauð- hræddur og háskælandi. Dýrið þekkti ég. Þetta var hvolpur í eigu Hreiðars sem gerði út Ólaf Magnússon. Þeir höfðu stolið honum og læst hann inni í loftlausum skáp. Það fauk hrikalega í mig þegar ég sá þetta því að fátt á ég eins erfitt með að þola og fólk sem fer illa með dýr. Ég spurði þá hverju meðferðin á dýrinu mætti sæta. Sá sem hafði verið hvað leiðinlegast- ur um kvöldið svaraði með skætingi og leiðindum. Ekki sljákkaði í mér við það svo ég rauk í hann og lúbarði hann. Eftir síðasta högg- ið áttaði ég mig á því að ég væri eilítið undirmannaður svo ég tók hvolpinn, setti hann undir jakkann minn og hljóp síðan af stað út í rigninguna með þrjá úr áhöfninni af Hannesi á eftir mér. Ég hljóp þar til ég kom að húsi þar sem vörubíll stóð fyrir utan. Ég barði að dyrum og spurði mann- inn sem þar bjó hvort hann gæti ekki keyrt mig niður á bryggju. Sagði honum hverju ég hefði lent í um kvöldið og hann kom mér heilum á húfi um borð í bátinn. Síðar komst ég að því að þessi maður var faðir þess sem ég hafði rotað fyrr um kvöldið. Daginn eftir var ég staddur á hótel- inu á Seyðisfirði. Ég var auðvitað fullur og hef líklega farið þangað til að fá mér í glas. Þegar ég var nýkominn inn mætti ég einum úr áhöfninni á Hannesi. Hann byrj- aði að hella sér yfir mig og reyna að æsa mig upp. Á þessum árum þurfti sjaldnast mikið til að ná mér upp og kannski hef ég á stundum verið fullsnöggur að reiða til höggs. Hvað sem því líður þá endaði þetta á því að ég rotaði hann í anddyri hótelsins. Hann var fluttur á spítala þar sem hann lá með hinum sem ég hafði lamið kvöld- ið áður. Þá var ég búinn að senda tvo af Hannesi Hafstein á spítala. Seinna sama dag fór ég aftur út á hótel. Þar hitti ég tvo til viðbótar. Og það var sama sagan. Ég sagði þeim að það væri komið nóg af þessu, en þeir hættu ekki fyrr en ég var búinn að rota þá einn af öðrum. Þetta hljómar eins og lygasaga en svona var þetta. Auk þess veitti það mér mikið forskot í slagsmálum að hafa stúd- erað þau svona rækilega. Maður var líka ekki kallaður James Bond Siglufjarðar af ástæðulausu. Þegar hér var komið sögu voru fjórir úr áhöfninni á Hannesi Haf- stein komnir á spítala af mínum völdum. Það var ekki algengt að menn lentu þar eftir handalögmál við mig. Yfirleitt rökn- uðu þeir nú bara úr rotinu og héldu áfram að drekka - sérstaklega Eyjamennirnir. Nú varð allt vitlaust í bænum. Þeir sem eftir voru af áhöfn Hannesar komu um borð í Ólaf Magnússon og hótuðu að stinga mér í poka og henda mér í sjóinn. Við strákarnir á Ólafi brugðumst þá til varnar svo ekki urðu nein átök í það skipt- ið. Hreiðar útgerðarmaður, sem átti hvolp- inn sem orsakaði öll lætin í upphafi, var brjálaður út í mig. Fannst ég vera fullgróf- ur. Kannski var ég það en oftast varaði ég menn við áður en ég lét til skarar skríða. Ég var aldrei kærður fyrir þessi slags- mál. Ástæðan var sú að stelpa sem vann á sjúkrahúsinu varð vitni að því þegar þeir komu tveir á mig í anddyri hótelsins. Hún sagði lögreglunni að þeir hefðu verið upp- hafsmenn þessara illinda. Engu að síður var ég rekinn af bátnum og sendur með skóförin á rassgatinu upp Fjarðarheiðina. /.../ Innrásin í Herkastalann Meðan ég reri á Gylfanum bjó ég um borð ásamt Stjána vini mínum. Hann var dug- legur og harður karl. Aldrei með húfu – sama hvernig viðraði. Stundum löfðu grýlukertin niður úr hárinu á honum. Einn eftirmiðdaginn vorum við alveg skelþunn- ir. Ég stakk upp á því að við steiktum okkur læri. Stjáni féllst á það; hann skyldi steikja lærið ef ég vaskaði upp. Ég fór inn í koju að leggja mig og bað hann að vekja mig þegar maturinn væri til. Ég vaknaði upp við það að reyk lagði úr skúffunni sem lærið var í. Stjáni lá stein- sofandi í koju sinni sem var fjær eldavél- inni en mín koja. Það kraumaði í feitinni. Ég greip kastarollu sem var hendi næst, fyllti hana af vatni og skvetti á kraumandi feitina. Þá vissi ég ekki að það er eins og að skvetta bensíni á eld að gusa vatni á kraumandi feiti. Upp gaus þessi svakalegi blossi sem ég náði að beygja mig undan og stökkva upp úr lúkarnum. Það kviknaði þó ekki í neinu – nema auga- brúnunum á Stjána. Þær sviðnuðu af. Nikk- an mín, sem stóð við hliðina á fatinu með lærinu, var eins og ný á eftir – enda var þetta snarpur blossi. Það þurfti auðvitað að reykræsta bátinn og þrífa sótið eftir þessa matseld okkar Stjána. Við gátum því ekki verið um borð en fengum þess í stað inni á Hjálpræðishernum á Ísafirði. Sem betur fer vorum við bara þunnir, ekki fullir, ann- ars hefðum við ekki fengið að vera þar. Ég hafði verið að dandalast með stelpu að vestan. Hún heimsótti mig oft í Gylfann og var hjá mér í kojunni. Ég plataði hana til að koma í heimsókn til mín í Herkastalann. Áður en langt um leið vorum við farin að láta vel hvort að öðru og gott betur. Meðan leikar stóðu sem hæst var hurðin á her- berginu rifin upp. Norsk kona úr Hjálp- ræðishernum stóð í dyragættinni og gapti forviða á afturendann á mér sem færðist fram og aftur á hraða kanínunnar. Síðan sagði hún á skemmtilega bjagaðri íslensku: „Þetta má ekki gera í þetta hús.“ Glaðningur á spítalann Skömmu fyrir húllumhæið á Hernum hafði vinur minn af Gylfanum lent í spil- inu og þríhandleggsbrotnað. Ég ákvað að senda honum smáglaðning upp á spít- ala. Prins Póló, malt og – verjuna sem ég notaði á stelpuna. Henni pakkaði ég inn í Prins Pólóið, sem þá var í gömlu umbúðun- um sem hægt var að taka utan af og vefja aftur utan um með sama hætti. Ég get séð það fyrir mér hvernig hann hefur bograð við að losa bréfið utan af súkkulaðinu með annarri hendi, fundið smokkinn og jafnvel lyft honum upp og skoðað hann. Þetta var þó ekki eina kynlífshneykslið sem ég varð uppvís að í Herkastalanum. Nokkrum árum seinna sneri ég aftur til Ísafjarðar og svaf þá hjá kokknum hans Jóns Kristófers sem þá var kadett í her- num. Það fór ekki vel í guðsmanninn. Hann skammaði mig þessi ósköp fyrir að vera að taka stúlkuna frá matseldinni og sænga hjá henni í ofanálag í húsakynnum drottins. Ég bara stóðst ekki mátið, þetta var flott stelpa með svakaleg brjóst. Þegar sumar- ið ‘67 gekk í garð var kominn tími til að kveðja Vestfirðina. Þar hafði ég átt við- burðaríka mánuði og yfirgaf landshlutann sáttur. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Var kallaður James Bond Siglufjarðar Lög Gylfa Ægissonar eru fyrir löngu orðin hluti af menningu Íslendinga og er því vel að ævisaga hans hafi verið færð til bókar. Gylfi fór ungur til sjós og lifði slarksömu lífi um árabil þar til hann hætti að drekka undir lok áttunda áratugarins með hjálp Guðs. Fréttablaðið grípur hér niður í kafla úr bókinni Sjúddirari rei eftir Sólmund Hólm Sólmundarson þar sem mikið gengur á. GYLFI ÆGISSON Í bókinni Sjúddírari rei greinir Gylfi Ægisson sagnaritaranum Sólmundi Hólm Sólmundar- syni frá margvíslegum ævintýrum til sjós og lands. Sögurnar eru margar hverjar býsna skrautlegar enda hefur Gylfi ekki beinlínis fetað troðnar slóðir. Ég sagði þeim að það væri komið nóg af þessu, en þeir hættu ekki fyrr en ég var bú- inn að rota þá einn af öðrum. Þetta hljómar eins og lygasaga en svona var þetta. Auk þess veitti það mér mikið forskot í slagsmálum að hafa stúderað þau svona rækilega. Maður var líka ekki kallaður James Bond Siglufjarðar af ástæðulausu. UNGUR TÖFFARI Gylfi Ægisson með greitt í píku á yngri árum. Gylfi var alla tíð mikill töffari og átti mikilli kvenhylli að fagna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.