Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 106
66 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR
Hljómsveitin Dikta er á miklu
flugi þessa dagana. Nýja platan,
Get It together, er uppseld frá
útgefanda en nýtt upplag er vænt-
anlegt í dag. Hljómsveitin smekk-
fyllti Vídalínskirkju í Garðabæ
á dögunum og spilaði þar með
Ourlives og Pétri Ben. Í kvöld
spilar Dikta á Xmas-tónleikum
Xins á Sódómu og heldur svo
útgáfutónleika á Græna hattinum
á Akureyri annað kvöld.
Dikta á flugi
DIKTA Fyrsta upplag uppselt.
Tónlist ★★★★
Á langri leið
Jóhann G. Jóhannsson
Vellíðunarpopp popp-
meistarans
Þrátt fyrir að vera einn af helstu lagasmiðum
íslenska poppsins og hafandi verið að í meira en
fjörutíu og fimm ár, er platan Á langri leið ekki
nema fjórða sólóplata Jóhanns G. Ef tilraunaverkið
Þrír pýramídar er undanskilið, var Jóhann síðast
á ferðinni árið 1988 á sólóplötunni Myndræn
áhrif. Á áttunda áratugnum hóf hin stórgóða plata
Langspil sólóferil Jóhanns með trukki. Þar var
einmitt „Don‘t try to fool me“, sem menn bundnu
lengi vonir við að myndu gera Jóhann að alþjóð-
legri stórstjörnu. Sólóplatan Mannlíf kom þar á
eftir og svo var Jóhann allt í öllu í hinni Meatloaf-
ísku Íslensku kjötsúpu. Svo ekki sé
nú minnst á snilldartímabilið sem
hann átti með Óðmönnum. Þeirra
tvöfalda albúm er svo rosalega gott
að menn eru enn að slefa yfir því
víðsvegar um heim.
Aðal Jóhanns hefur lengi verið að
semja lög sem aðrir flytja. Nægir að
nefna Eina ósk, Fiskurinn hennar
Stínu, Traustur vinur og Hjálpum
þeim, sem dæmi um lög eftir hann,
sem allir þekkja. Það er sem sé alveg á tæru að
Jóhann kann að semja lög sem hitta í mark.
Á langri leið safnar hann saman áður útgefnum
lögum frá ferlinum, eins og nafnið gefur til kynna.
Þarna eru nokkur lög sem ættu með réttu að rata
í „best of“ pakka framtíðar. Vellíðunarsálarpopp-
ið „Taktu þér tíma“, „Ástin“ í Paul Simon-legum
fílingi og hið ólgandi hvítsálarpopp „Von um betri
veröld“ eru mjög góð lög. Annað framúrskarandi
er skilnaðarsálmurinn „Kveðjuorð“, sem minnir á
strengjaknúnar ballöður Pauls McCartney, kannski
engin furða því Liverpool spilar
hlutverk í hnyttnum textanum.
Svona dælist eðalpoppið áfram yfir
hinn þakkláta hlustanda og varla
kusk að sjá, nema ef vera skyldi
blúslumman „Góðan blús“, sem er
öfugu megin við blöðru.
Jóhann syngur af öryggi og vanir
menn undir stjórn Péturs Hjalte-
sted sjá um undirleik. Þrátt fyrir að
innihalda einungis óútkomið efni
lítur veglegur bæklingurinn út eins og við safn-
plötu, með myndum frá ferlinum og sögulegu yfir-
liti eftir Jónatan Garðarsson. Í heildina litið kemur
lítið á óvart við þessa plötu, enda er Jóhann löngu
búinn að finna upp hjólið. Þetta er góð plata og
stendur undir öllum þeim væntingum sem maður
gerir til hins 62 ára poppmeistara. Dr. Gunni
Rapparinn P. Diddy fór um víðan
völl í nýlegu viðtali við tímaritið
Playboy. Þar segist hann hafa
misst sveindóminn þrettán ára
og að hann hafi verið heltekinn af
stúlkum og kynlífi á þeim aldri. Í
viðtalinu viðurkennir hann einn-
ig að hafa átt í ástarsambandi
við fræga leikkonu en neitar að
segja hver hún er. „Hún er fræg.
Ég var mjög hrifinn af henni og
var tilbúinn til að gera hvað sem
er fyrir hana. Ég eltist lengi við
hana og loks fórum við að hittast
en við vorum fangar frægðarinn-
ar. Við gátum ekki sést saman á
almannafæri, en við fórum einu
sinni út að borða saman. Hún
hætti svo með mér og bauð mér
far heim á hótelið mitt,“
sagði rapparinn.
Margir vilja meina
að leikkonan sé engin
önnur en Cameron
Diaz því orðrómur
þess eðlis var
á kreiki fyrir
nokkru.
Hrifinn af
leikkonu
HRIFINN AF
LEIKKONU
P. Diddy segist
hafa verið
hrifinn af
frægri leikkonu
í nýlegu viðtali
við Playboy.
FORMA
MÓTORKROSSSTÍGVÉL
Full búð af nýjum og vönduðum vörum!
ALLT Í MÓTORSPORTIÐ
GARÐABÆ - Sími 563 5411
Útivist og sport
Opið 10 til 22 til jóla
MICHELIN OG MAXXIS
MÓTORKROSSDEKK
DRIFREIMAR, TVÍGENGISOLÍA
OG AÐRIR AUKAHLUTIR
MÓTORSPORT OG BRETTA-
FATNAÐUR
MÓTORSPORT FATNAÐUR
MIKIÐ ÚRVAL
AF HJÁLMUM
SIXSIXONE
ÖRYGGISFATNAÐUR
Peaches Geldof, dóttir tónlistar-
mannsins Bob Geldof, var á leið
til Disneylands ásamt vinum
sínum þegar þau lentu
í hörðum árekstri.
Bíllinn skemmdist
illa en vinahópur-
inn slapp þó með
skrekkinn og eftir
að hafa skoðað
skemmdirn-
ar tóku þau
til Twitt-
ersins og
deildu
reynsl-
unni með
umheiminum.
„Ég trúi ekki að
við skulum enn
vera á lífi. Bíll-
inn er skemmd-
ur en við höldum
ferðinni áfram
til Disneylands,“
ritaði stúlkan.
Keyrði á
KEYRÐI Á
Peaches Geldof lenti í
harkalegum árekstri.
Niðurstaða: Veglegur skammtur af eðalpoppi frá
einum helsta lagahöfundi þjóðarinnar