Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 108

Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 108
68 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR Regína Ósk Óskarsdóttir heldur tvenna jólatónleika um helgina. Þar mun hún koma fram ásamt stúlkna- og barnakór auk þess sem eiginmað- ur hennar og dóttir munu syngja á tónleikunum. „Þetta eiga bara að vera skemmtilegir tónleikar þar sem fólk getur farið í kirkju og upplifað sanna jólastemningu,“ segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona sem heldur tvenna jóla- tónleika um helgina. Tónleikarnir fara fram í Lindakirkju á laugardag og í Víðistaðakirkju á sunnudag og hefjast klukkan 17 báða dagana. „Ég ákvað að hafa litla tónleika í Lindakirkju og fékk til liðs við mig gamla kórstjórnandann minn, Áslaugu Bergsteinsdóttur sem er með stúlkna- og barnakór í Víðistaðakirkju. Þá fannst prestinum sniðug hugmynd að hafa líka tónleika þar, svo þetta urðu allt í einu tvennir tónleikar,“ segir Regína. „Ég var í kór hjá Áslaugu í tíu ár þegar ég var yngri og hún er frábær stjórnandi,“ bætir hún við. Auk Áslaugar og kórsins hefur Regína fengið fjölskyldu sína til liðs við sig og ætlar eiginmaður hennar, Svenni Þór Árnason, og dóttir hennar, Aníta sjö ára, bæði að syngja á tónleikunum. „Svona til að krydda þetta og gera þetta skemmtilegra ætlum við Aníta að syngja dúett og svo syngur hún líka ein. Hún er búin að vera þrjár annir í Söngskóla Maríu Bjarkar og finnst rosalega gaman að syngja. Svenni ætlar svo að taka lagið og spila á gítar og trommur,“ útskýrir Regína, en Pálmi Sigurhjartarson spilar undir á píanó. Regína viðurkennir að æfingar fyrir tónleikana fari gjarnan fram heima. „Við fjölskyldan höfum verið að æfa í stofunni með Pálma. Svo förum við út í kirkjuna enda sé ég Lindakirkju út um gluggann.“ Eini fjölskyldumeðlimurinn sem syngur ekki á tónleikunum er Aldís María, enda aðeins hálfs árs gömul. Hún verður þó ekki fjarri góðu gamni því hún verður meðal tón- leikagesta um helgina. „Bæði mamma og barnapíurnar mínar langar svo að koma að það getur enginn passað. Hún verður því bara með, enda verða þetta fjölskylduvænir tónleikar og ég vil endilega fá fullt af krökkum,“ segir Regína. Að sögn Regínu eru efnistökin á tónleikunum fjölbreytt. „Þetta eru lög sem ég var að syngja í kór þegar ég var yngri og hef gert að mínum, í bland við klassísk jólalög sem ég hef verið að syngja út um hvippinn og hvappinn. Við ætlum að hafa þetta lágstemmt og þægilegt og fylla kirkjuna af kertaljósum,“ segir Regína sem vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum. Miðar verða seldir við innganginn, en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. alma@frettabladid.is FJÖLSKYLDAN SYNGUR MEÐ REGÍNU FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR Svenni Þór, eiginmaður Regínu, og dóttir hennar, Aníta sjö ára, ætla bæði að syngja á tónleikunum með Regínu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hljómsveitin Stóns heldur tvenna tónleika um helgina. Þeir fyrri fara fram í kvöld á Græna hatt- inum á Akureyri og þeir seinni annað kvöld á Sódómu í Reykja- vík. Blaðamaður hitti þá á Þremur frökkum og lét þá smakka kæsta skötu. Enda ekki á hverjum degi sem Stóns fá sér skötu. Það eru þeir Bjarni Sigurðarson (Keith Richards), Frosti Runólfs- son (Charlie Watts) og Björn Stef- ánsson (Mich Jagger), sem bíða spenntir eftir matnum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum á Akureyri og í annað sinn sem við spilum á Sódómu. Við erum þar með búnir að brjóta þá reglu að spila aldrei á sama stað oftar en einu sinni,“ segir Frosti, trommu- leikari sveitarinnar. Þegar skatan er borin á borð slær þögn á hópinn. Hvorki Frosti né Bjarni hafa bragðað á þessum þjóðarrétti Íslendinga og virðast tregir til að smakka. Það er aðeins Björn sem tekur strax til matar síns enda vanur maður á ferð. „Það er sama lykt af þessu og var af hárinu á mér þegar ég aflitaði það síðast. Það er einhvers konar ammoníak-lykt af þessu,“ segir Frosti sem smakkar einn bita. Bjarni samsinnir þessu. „Þetta er algjör viðbjóður. Þá kýs ég held- ur gömlu góðu smalabökuna. Við erum greinilega ekki nógu miklir menn fyrir þetta.“ Þegar hér er komið sögu hefur Björn lokið við fyrri skammtinn og biður kurteislega um meira. „Ég er að fíla þetta. Þetta er hollt og hreinsar líkamann af óþverra og svo hef ég heyrt að þetta bæti ónæmiskerfið,“ segir hann. Þegar blaðamaður spyr hvort þeir telji að þeir muni einhvern tímann bragða skötu aftur útiloka þeir það ekki. „Þetta er gott sport. Ég verð líka búinn að gleyma deginum í dag á morgun,“ segir Bjarni Tónleikarnir á Græna hattinum hefjast 22.00 í kvöld og tónleikarnir á Sódómu Reykja- vík hefjast klukkan 24.00 annað kvöld. - sm Stónsmenn bragða kæsta skötu ROKKARAR BORÐA SKÖTU Piltarnir í hljómsveitinni Stóns borðuðu kæsta skötu á veitingastaðnum Þrem frökkum og þótti þeim sitt hvað um réttinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Emma Watson er hæst launaða leikkona áratugarins. Watson leikur Hermione Granger í kvik- myndunum um Harry Potter sem hófu göngu sína 2001. Hún er með hærri laun en leikkonur á borð við Juliu Roberts, Halle Berry og Cameron Diaz og er nú komin í heimsmetabók Guinness fyrir vikið. Leikkonan, sem er 19 ára, hefur leikið í sex kvikmyndum auk þess sem hún talaði inn á teiknimyndina The Tale of Despereaux. Í viðtali við breska fjölmiðla sagði Watson vinsæld- ir Harry Potter-myndanna hafa komið sér á óvart, en hún var aðeins níu ára þegar hún fór í prufu fyrir hlutverkið árið 1999. „Ég hafði ekki hugmynd um stærðargráðu myndanna. Ef ég hefði vitað það hefði ég orðið agndofa,“ segir hún. Watson með hæstu launin EFNUÐ Emma Watson er hæst launaða leikkona síðustu tíu ára, en hún er aðeins nítján ára gömul.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.