Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 112
72 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR
Undanfarið ár hefur einkennst af heimsóknum fólks
sem hefur viljað leiðbeina hinni gjaldþrota þjóð
hvernig hún eigi að haga lífi sínu. Fréttablaðið rifj-
aði upp nokkra af þeim helstu og gestgjafa þeirra.
ANDLEGIR LEIÐTOGAR ÞJÓÐARINNAR
EGILL HELGASON
OG EVA JOLY
Auðvitað er ekki rétt að þakka sjónvarps-
manninum Agli Helgasyni einum og sér
fyrir nærveru Evu Joly því Jón Þórisson arki-
tekt lagði ekkert síður sitt af mörkum við að
fá hana til landsins. Hins vegar er það
staðreynd að Eva hafði varla sleppt
síðasta orðinu í þætti Egils, Silfri
Egils, þegar ríkisstjórn Samfylk-
ingar og Vinstri grænna kallaði
hana á fund til sín og óskaði
eftir því að hún aðstoðaði
við rannsókn bankahruns-
ins. Frá því að Eva lenti á
Íslandi hefur skapast sú
víðtæka skoðun að allt
sem hún segi er satt og
rétt og hún hefur því
orðið hálfgerður andlegur
leiðtogi sérstaks hóps.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SAMTÖK DALAI LAMA
OG DALAI LAMA
Mikið fjölmiðlafár varð þegar andlegur leiðtogi Tíbeta, Dalai Lama,
heimsótti Ísland í sumar. Að sjálfsögðu lýstu Kínverjar sig andsnúna
þessari heimsókn enda hafa þeir haft horn í síðu þessa vinalega
Tíbeta sem hefur búið í útlegð á Indlandi nánast allt sitt líf. Uppselt
var á fyrirlestur hans í Laugardalshöll þar sem dýrasti miðinn var á
7.900 krónur og fullt var út úr húsi í hátíðarsal Háskóla Íslands þegar
Lama talaði þar. „Það er alltaf upplifun að hitta jafn merka menn og
Dalai Lama er. Ég hef ekki kafað djúpt ofan í málefni Tíbets en þessi
fundur vakti áhuga minn enn frekar á þeim málum,“ sagði Katrín
Júlíusdóttir um kynni sín af Dalai Lama.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KARL ÁGÚST ÚLFSSON OG
ÁSDÍS OLSEN OG TAL BEN-
SHAHAR
Ein óvæntustu tíðindi þessara bókajóla urðu í vikunni
þegar sjálfum Arnaldi Indriðasyni
var steypt af stóli á metsölulista
Eymundsson. Sá sem tók við
hásætinu var þó ekki einn
af þungavigtarhöfundum
bókaþjóðarinnar heldur Tal
Ben-Shahar og bók hans,
Meiri hamingja, sem Spaug-
stofumaðurinn Karl Ágúst og
kona hans, Ásdís Olsen, gáfu
út í sameiningu. Karl sagði í sam-
tali við Fréttablaðið að þessi góða
sala væri vísbending um að fólk
vildi í auknum mæli líta inn á við og
taka ábyrgð á sjálfu sér og sinni
eigin líðan. „Við getum ekki
alltaf bent á annað fólk
og kennt því um hvernig
okkur líður. Við verðum
bara að bjarga okkur
sjálf,“ sagði Karl.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SIGURJÓN SIGHVATSSON
OG DAVID LYNCH
Margir ráku upp stór augu þegar
kvikmyndaleikstjórinn David
Lynch mætti í fremur óvænta
heimsókn hingað til lands
og framleiðandinn Sigurjón
Sighvatsson var ekki langt
undan. Ekki var Lynch að kynna
nýja bíómynd heldur hugmynd-
ir sínar um innhverfa íhugun
sem hann hefur lagt stund á í
töluverðan tíma. „Innhverf íhugun
gerir þér kleift að vekja hinn
meðvitaða huga til meðvitundar
um óendanlega möguleika sína
og leysa úr læðingi allan þann
kraft sem býr innra með okkur.
Í raun má segja að innhverf
íhugun hjálpi mannskepn-
unni að fullnýta alla sína
möguleika,“ var haft eftir
Lynch í Fréttablaðinu.
Íslenska íhugunarfélagið
gaf síðan út fyrir þessi jól
bókina Fiskað í djúpinu:
Íhugun, vitund og
sköpunarkraftur.
NORDIC PHOTOS/GETTY
JÓN ÓLAFSSON OG MAXINE GOUDINE
Í október árið 2008 birtist vatnskóngurinn Jón Ólafsson upp úr þurru með
andlegan leiðtoga sinn, Maxine Goudie. Jón hafði þá verið skjólstæðingur
Maxine í tvö ár og lært mikið af henni. Að eigin sögn: „Hennar kenningar
ganga út á það að horfa inn á við og spyrja okkur af hverju við séum eins og
við erum og hvert við séum að fara,“ sagði Jón við Fréttablaðið á sínum tíma
en bók Maxine, Ferðalagið að kjarna sjálfsins, komst á topp metsölulista
Pennans á þessum tíma.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI