Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 112

Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 112
72 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR Undanfarið ár hefur einkennst af heimsóknum fólks sem hefur viljað leiðbeina hinni gjaldþrota þjóð hvernig hún eigi að haga lífi sínu. Fréttablaðið rifj- aði upp nokkra af þeim helstu og gestgjafa þeirra. ANDLEGIR LEIÐTOGAR ÞJÓÐARINNAR EGILL HELGASON OG EVA JOLY Auðvitað er ekki rétt að þakka sjónvarps- manninum Agli Helgasyni einum og sér fyrir nærveru Evu Joly því Jón Þórisson arki- tekt lagði ekkert síður sitt af mörkum við að fá hana til landsins. Hins vegar er það staðreynd að Eva hafði varla sleppt síðasta orðinu í þætti Egils, Silfri Egils, þegar ríkisstjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna kallaði hana á fund til sín og óskaði eftir því að hún aðstoðaði við rannsókn bankahruns- ins. Frá því að Eva lenti á Íslandi hefur skapast sú víðtæka skoðun að allt sem hún segi er satt og rétt og hún hefur því orðið hálfgerður andlegur leiðtogi sérstaks hóps. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMTÖK DALAI LAMA OG DALAI LAMA Mikið fjölmiðlafár varð þegar andlegur leiðtogi Tíbeta, Dalai Lama, heimsótti Ísland í sumar. Að sjálfsögðu lýstu Kínverjar sig andsnúna þessari heimsókn enda hafa þeir haft horn í síðu þessa vinalega Tíbeta sem hefur búið í útlegð á Indlandi nánast allt sitt líf. Uppselt var á fyrirlestur hans í Laugardalshöll þar sem dýrasti miðinn var á 7.900 krónur og fullt var út úr húsi í hátíðarsal Háskóla Íslands þegar Lama talaði þar. „Það er alltaf upplifun að hitta jafn merka menn og Dalai Lama er. Ég hef ekki kafað djúpt ofan í málefni Tíbets en þessi fundur vakti áhuga minn enn frekar á þeim málum,“ sagði Katrín Júlíusdóttir um kynni sín af Dalai Lama. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KARL ÁGÚST ÚLFSSON OG ÁSDÍS OLSEN OG TAL BEN- SHAHAR Ein óvæntustu tíðindi þessara bókajóla urðu í vikunni þegar sjálfum Arnaldi Indriðasyni var steypt af stóli á metsölulista Eymundsson. Sá sem tók við hásætinu var þó ekki einn af þungavigtarhöfundum bókaþjóðarinnar heldur Tal Ben-Shahar og bók hans, Meiri hamingja, sem Spaug- stofumaðurinn Karl Ágúst og kona hans, Ásdís Olsen, gáfu út í sameiningu. Karl sagði í sam- tali við Fréttablaðið að þessi góða sala væri vísbending um að fólk vildi í auknum mæli líta inn á við og taka ábyrgð á sjálfu sér og sinni eigin líðan. „Við getum ekki alltaf bent á annað fólk og kennt því um hvernig okkur líður. Við verðum bara að bjarga okkur sjálf,“ sagði Karl. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SIGURJÓN SIGHVATSSON OG DAVID LYNCH Margir ráku upp stór augu þegar kvikmyndaleikstjórinn David Lynch mætti í fremur óvænta heimsókn hingað til lands og framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson var ekki langt undan. Ekki var Lynch að kynna nýja bíómynd heldur hugmynd- ir sínar um innhverfa íhugun sem hann hefur lagt stund á í töluverðan tíma. „Innhverf íhugun gerir þér kleift að vekja hinn meðvitaða huga til meðvitundar um óendanlega möguleika sína og leysa úr læðingi allan þann kraft sem býr innra með okkur. Í raun má segja að innhverf íhugun hjálpi mannskepn- unni að fullnýta alla sína möguleika,“ var haft eftir Lynch í Fréttablaðinu. Íslenska íhugunarfélagið gaf síðan út fyrir þessi jól bókina Fiskað í djúpinu: Íhugun, vitund og sköpunarkraftur. NORDIC PHOTOS/GETTY JÓN ÓLAFSSON OG MAXINE GOUDINE Í október árið 2008 birtist vatnskóngurinn Jón Ólafsson upp úr þurru með andlegan leiðtoga sinn, Maxine Goudie. Jón hafði þá verið skjólstæðingur Maxine í tvö ár og lært mikið af henni. Að eigin sögn: „Hennar kenningar ganga út á það að horfa inn á við og spyrja okkur af hverju við séum eins og við erum og hvert við séum að fara,“ sagði Jón við Fréttablaðið á sínum tíma en bók Maxine, Ferðalagið að kjarna sjálfsins, komst á topp metsölulista Pennans á þessum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.