Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 120

Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 120
80 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Heiðar Geir Júlíusson er þessa dagana til reynslu hjá sænska B-deildarfélaginu Jönköping. Fyrr í vikunni var hann hjá Ängelholm sem leikur í sömu deild. Þjálfara þess liðs, Roar Hansen, fannst mikið til hans koma. „Hann býr greinilega yfir mikl- um hæfileikum þó að hann sé aðeins 22 ára gamall. Hann hefur þegar spilað í sænsku úrvalsdeild- inni með Hammarby og fleiri tímabil í efstu deild á Íslandi,“ sagði Hansen. Heiðar Geir var hjá Hammarby árið 2007 en hefur verið á mála hjá Fram. Hann er nú samningslaus. „Ég hef verið að skoða mig um hér og þar en ég er nú búsettur í Kaupmannahöfn þar sem kærast- an er í skóla,“ sagði Heiðar Geir við Fréttablaðið í gær. „Sumir kannast vissulega við mig hér síðan ég var hjá Hammarby en ég hef vonandi þroskast eitthvað sem leikmaður síðan þá.“ Hann segir framtíðina óráðna eins og er en hann hefur verið duglegur að æfa, bæði sjálfur og með hinum ýmsu liðum í haust. „Landslagið er mjög erfitt þessa dagana vegna þessarar fjárhags- krísu og því hefur þetta geng- ið mjög hægt. Mér stendur þó til boða að fara til reynslu hjá félögum í Svíþjóð og Danmörku og þetta verður bara að fá að taka sinn tíma,“ sagði Heiðar. „En ég er opinn fyrir öllu. Maður hefur auðvitað alltaf stefnt að því að spila erlendis en það getur svo bara vel verið að þetta endi með því að maður spili heima næsta sumar.“ Ängelholm varð í sjöunda sæti sænsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og Jönköping í því tíunda. Heiðar Geir lék á sínum tíma ell- efu leiki í sænsku úrvalsdeildinni með Hammarby og skoraði í þeim eitt mark. Hammarby féll reyndar úr deildinni í haust og leikur því í Superettan á næsta ári. - esá Heiðar Geir Júlíusson til reynslu hjá félögum í Svíþjóð og Danmörku: Æfir með sænskum félögum HEIÐAR GEIR Hér í leik með Fram í Pepsi-deildinni í sumar. Hann skoraði fjögur mörk í 21 leik í deildinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Það verður Íslendinga- toppslagur í sænsku úrvalsdeild- inni í kvöld þegar liðið í þriðja sæti, Sundsvall, tekur á móti lið- inu í öðru sæti, Solna. Helgi Már Magnússon og félagar í Solna voru búnir að vinna tíu leiki í röð þegar þeir töpuðu naumlega á móti topp- liði Norrköping á dögunum og því mega þeir ekki við tapi á móti Jakobi og félögum í Sundsvall ef þeir ætla ekki að missa Norrköping of langt frá sér. „Við erum í fínum málum. Við viljum alls ekki tapa þessum leik því þá er Norrköping eitt á toppn- um. Þeir eru núna tveimur stig- um á undan okkur. Ef við ætlum að vinna deildarmeistaratitilinn væri gott að hanga áfram í Norrk- öping,“ segir Helgi Már en auk Solna og Sundsvall eru Norrköp- ing og Plannja Basket í hópi efstu liðanna. „Ég er mjög ánægður með stöð- una á liðinu og hvað við erum ofarlega miðað við það sem liðið er búið að ganga í gegnum. Siggi fór þarna í byrjun tímabils og við skiptum báðum útlendingunum út og fengum nýja í staðinn. Það er búið að vera mikið um breytingar hjá okkur,“ segir Helgi en Solna er búið að vinna 16 af 19 leikjum sínum á tímabilinu. Helgi Már segir Solna-liðið munu hafa sérstakar gætur á Jak- obi í kvöld. „Þeir eru þarna tveir, Jakob og Mats Levin. Það eru þessir tveir leikmenn sem þarf að stoppa því hinir þrífast á þeim,“ segir Helgi Már. Hann og Jakob urðu Íslandsmeistarar saman með KR í fyrra, spiluðu saman upp alla yngri flokkana með KR á sínum tíma og hafa spilað fjölmarga landsleiki saman. „Ég hafði aldrei spilað við Kobba áður og ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég spila við einhvern af mínum æskuvinum. Maður er búinn að æfa með honum síðan hann var þrettán ára þannig að þetta verður pínulítið sérstakt,“ segir Helgi Már. Jakob hefur verið í aðalhlutverki hjá Sundsvall í vetur og er sjöundi stigahæsti leikmaður deildarinn- ar. Helgi Már er fjölhæfur leik- maður og það sem hann leggur til liðsins sést oft ekki í tölfræð- inni. „Hann er búinn að spila svo vel hérna að mann langar að taka aðeins á honum. Ég ætla aðeins að negla hann,“ segir Helgi Már í létt- um tón en hann er með 9,1 stig og 4,4 fráköst að meðaltali á 19,0 mín- útum með Solna í vetur. „Ég hef verið að koma inn af bekknum í síðustu leikjum og er sjötti maðurinn. Það var eftir að við fengum nýjan leikmann sem hefur verið að spilað í Evrópu. Hann er 22 ára og mjög hæfileika- ríkur leikmaður sem allir héldu að væri að fara í NBA fyrst,“ segir Helgi Már um bakvörðinn Rudy Mbemba sem kom inn í liðið í tólf- tu umferð. „Hann tók mitt sæti í byrjunarliðinu. Svona menn eru ekki að fara að sitja á bekknum og ég vissi það alveg þegar hann kom,“ segir Helgi en það er gengi liðsins sem skiptir hann mestu máli. „Maður er í þessu til að keppa um titlana. Mér líður vel hérna og það er gaman að því að það er fullt af leikjum. Við erum að spila fjöru- tíu leiki fyrir úrslitakeppni. Ég hef aldrei spilað svona þétt á ferlinum. Það eru tveir og stundum þrír leik- ir í viku. Fyrir leikmann er þetta alveg æðislega gaman, sérstaklega þegar maður er að vinna. Ég veit ekki hvernig þetta er þegar maður er að tapa en það er örugglega ekkert gaman,“ segir Helgi. Fram undan er jafn og spenn- andi leikur og það verður gaman að sjá hvor vinanna hefur betur í þetta skiptið, Helgi Már eða Jakob. „Síðasta leik unnum við með þremur stigum þar sem þeir klikkuðu á þristi á lokasekúndun- um. Þetta verður hörkuleikur því þeir eru með mjög gott lið og verða örugglega erfiðir viðureignar.“ ooj@frettabladid.is Ég ætla aðeins að negla hann Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson mætast í kvöld með liðum sínum í sannkölluðum topp- slag í sænsku úrvalsdeildinni. Lið Helga, Solna, vann fyrsta leik liðanna með tveimur stigum en nú eru Jakob og félagar í Sundsvall á heimavelli. Fréttablaðið heyrði í Helga Má fyrir leik kvöldsins. MEÐ KR Í FYRRA Helgi Már Magnússon sést hér skora í leik með KR-ingum í fyrra- vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Fernando Torres skoraði sitt 61. mark fyrir Liverpool í 2- 1 sigri á Wigan á miðvikudags- kvöldið en þetta var hans hundr- aðasti leikur fyrir félagið. Aðeins þrír aðrir leikmenn hafa skorað fleiri mörk í fyrstu 100 leikjum sínum fyrir Liver- pool. Roger Hunt (68), Sam Ray- bould (68) og Jack Parkinson (64) skoruðu fleiri mörk en Spánverj- inn en John Aldridge og Albert Stubbins skoruðu jafnmikið. Torres skoraði hins vegar fimm mörkum meira en Ian Rush, sem skoraði sex mörkum færra í sínum fyrstu 100 leikjum sínum fyrir Liverpool. - óój Markaskorara-saga Liverpool: Torres skorar meira en Rush 35 MÖRK Í 37 LEIKJUM Fernando Torres raðar inn mörkum á Anfield. MYND/AFP KÖRFUBOLTI Íslandsmeistaralið Hauka í kvennakörfunni hefur tapað fjórum leikjum í Iceland Express deildinni á sárgrætileg- an hátt. Haukaliðið hefur tapað þrisvar sinnum með aðeins einu stigi og síðan einum leik í fram- lengingu eftir að hafa verið 12 stigum yfir í lokaleikhhlutanum. Haukar töpuðu 64-65 fyrir Hamri á Ásvöllum á miðvikudags- kvöldið þar sem Heather Ezell, frábær bandarískur leikmaður liðsins, klikkaði á tveimur af þremur vítum sínum í blálok leiksins. Haukar töpuðu líka fyrri leiknum við Hamar með einu stigi. Haukaliðið er nú í 6. sæti deild- arinnar en ef liðið hefði klárað þessa fjóra leiki væri liðið fjórum sætum ofar og næsta lið á eftir KR. Það hefur því svo sannarlega vantað alla meistaraheppni í Haukaliðið í vetur. - óój Kvennalið Hauka í körfunni: Engin meistara- heppni í vetur ÖFLUG Heather Ezell hefur haldið Haukaliðinu uppi í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Iceland Express karla Breiðablik-Stjarnan 74-89 (34-41) Stig Breiðabliks: Jonathan Schmidt 25, Jeremy Caldwell 15, Þorsteinn Gunnlaugsson 13, Aðalsteinn Pálsson 8, Hjalti Friðriksson 6, Daníel Guðmundsson 3, Gylfi Már Geirsson 2, Sæmund- ur Oddsson 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 25, Jovan Zdravevski 25, Fannar Freyr Helgason 10, Magnús Helgason 10, Birkir Guðlaugsson 8, Kjartan Kjartansson 7, Birgir Björn Pétursson 2, Ólafur Aron Ingvason 2. Njarðvík-FSu 99-47 (59-25) Stigahæstir: Guðmundur Jónsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 16, Magnús Þór Gunnarsson 16 (9 stoðs.), Hjörtur Hrafn Einarsson 13, Kristján Sigurðsson 8 - Kjartan Kárason 13, Dominic Baker 11, Aleksas Zimnickas 9, Dominik Peter 8. Tindastóll-Fjölnir 90-75 (39-41) Stigahæstir: Svavar Birgisson 22, Helgi Rafn Viggósson 20 (9 fráköst), Amani Bin Daanish 19 (9 fráköst), Axel Kárason 6, Michael Giovacchini 5 (10 stoðsendingar) - Christopher Smith 20 (13 fráköst), Tómas Heiðar Tómasson 16, Ægir Þór Steinarsson 15 (10 stoðsendingar, 8 fráköst), Magni Hafsteinsson 11, Arnþór Freyr Guðmunds- son 7. ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI Stjarnan og Njarðvík unnu bæði sína leiki í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi og komust því bæði upp fyrir Íslandsmeistara KR sem höfðu komist í toppsætið með sigri á Snæfelli á þriðjudagskvöldið. Öll þrjú liðin eru jöfn að stig- um en Stjörnumenn sitja í topp- sætinu yfir jólin þar sem Garð- bæingar unnu innbyrðisleiki sína við bæði Njarðvík og KR. Stjörnumenn hafa auk þess unnið alla fjóra leiki sína á móti liðun- um í 2. til 5. sæti deildarinnar. Blikar héldu í við Stjörnumenn í fyrsta leikhluta og staðan var 20-20 eftir hann. Stjörnumenn voru komnir með sjö stiga forskot í hálfleik, 34-41, og stungu síðan af í upphafi seinni hálfleiks. Blikar náðu að koma aðeins til baka og minnkuðu muninn í níu stig, 55-64, fyrir lokaleikhlutann. Þeir komust þó ekki mikið nær Stjörnuliðinu sem vann á endan- um með fimmtán stigum. Stjörnumenn unnu þarna sinn fjórða leik í röð eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð um miðjan nóvembermánuð. Justin Shouse og Jovan Zdravevski fóru að vanda fyrir liðinu en þeir voru báðir með 25 stig í gær. Sigurinn í gær kórónar frá- bært ár Stjörnumanna undir stjórn Teits Örlygssonar en liðið vann fyrstu tvo titla sína undir hans stjórn á þessu ári, bikarinn í febrúar og meistarakeppni KKÍ fyrir tímabilið. Tindastóll komst upp að hlið Hamars í 8. sæti Iceland Express-deildar karla eftir 90- 75 sigur á Fjölni á Sauðárkróki. Fjölnismenn áttu ágæta spretti en Tindastólsmenn tóku völdin í þriðja leikhlutanum og unnu að lokum fimmtán stiga sigur. Amani Bin Daanish lék þarna sinn síðasta leik með Stólun- um en Tindastóll hefur ákveðið að láta hann fara alveg eins og Grindavík gerði í októbermánuði síðastliðnum. FSu skoraði aðeins 47 stig á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni og tapaði því öllum ellefu leikj- um sínum í fyrri umferðinni. Njarðvíkingar hafa unnið alla sex heimaleiki vetrarins í deild og bikar og það sem meira er hafa þeir haldið andstæðingum sínum undir 70 stigum í síðustu fjórum deildarleikjum sínum í Njarðvík. - óój Stjarnan og Njarðvík unnu bæði í gær og sendu KR niður í 3. sætið í Iceland Express-deildinni: Stjörnumenn sitja á toppnum um jólin 25 STIG Í GÆR Stjörnumaðurinn Jovan Zdravevski hefur spilað mjög vel fyrir Garðbæinga á þessu tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.