Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 126

Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 126
86 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. skíðaíþrótt, 6. frá, 8. forsögn, 9. pili, 11. fyrir hönd, 12. rusl, 14. veldis, 16. tveir eins, 17. einatt, 18. í viðbót, 20. tvíhljóði, 21. gefa frá sér reiðihljóð. LÓÐRÉTT 1. lengdareining, 3. í röð, 4. skynja, 5. lík, 7. sviptur veruleikaskyni, 10. mán- uður, 13. sjáðu, 15. högg, 16. þvottur, 19. íþróttafélag. LAUSN LÁRÉTT: 2. brun, 6. af, 8. spá, 9. rim, 11. pr, 12. drasl, 14. ríkis, 16. tt, 17. oft, 18. auk, 20. au, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. yard, 3. rs, 4. upplifa, 5. nár, 7. firrtur, 10. maí, 13. sko, 15. stuð, 16. tau, 19. kr. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Meiri hamingja. 2 Breiðabliks. 3 Halldór Halldórsson. BESTI BITINN Í BÆNUM „Þessa dagana er ég mjög hrif- inn af Kryddlegnum hjörtum á Skúlagötunni. Ég fæ mér yfirleitt sjávarrétta- eða kjötsúpu og salat, en stundum löngu eða hlýra í tandoori.“ Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra var á dögunum valin ein af hetjum ársins af tímaritinu Mandate, sem fjallar um málefni samkynhneigðra. Þetta er í 14. skipti sem tímaritið setur listann saman, en valdar eru hetjur og skúrkar sem voru að einhverju leyti áberandi í baráttu samkynhneigðra á árinu. Jóhanna er í góðum félagsskap á listanum, en á meðal hetja eru söngkonurnar Lady Gaga og Mariah Carey ásamt Adam Lambert, sem kom út úr skápnum í kjöl- farið á því að hafa lent í öðru sæti í bandaríska Idolinu. Danska bókaforlagið Torgard hefur keypt réttinn á bókinni Síðustu dagar móður minnar, eftir Sölva Björn Sigurðsson og áætlar að gefa hana út á næsta ári. Bókinni hefur verið vel tekið hér á landi og var til dæmis á lista bóksala yfir bestu bækur ársins. Torg- ard kann greini- lega vel að meta verk Íslendinga þar sem forlagið gefur einnig út verk Þórar- ins Leifssonar og Huldars Breiðfjörð. Talandi um bækur, þá vakti frétt Fréttablaðsins í gær, um Egil „þykka“ Einarsson og Karl Ágúst Úlfsson, nokkra athygli. Þeir eru óvæntu pennarnir á topplistunum, en bækur þeirra hafa selst vel undanfarið. Einnig þykir athyglisvert að á met- sölulista Hagkaupa hefur sjaldan verið meiri vöðvamassi. Þar er vöðvatröllið Jói Fel á toppnum og Egill „þykki“ aðeins neðar. - afb FÓLK Í FRÉTTUM Hringdu í síma ef blaðið berst ekki „Þetta breytir engu fyrir mig, ég mun rappa og rífa kjaft ef ég er í þeim gírnum. Menn munu bara sjá framan í mig þegar ég byrja,“ segir Bubbi Morthens. Stöð 2 sýnir beint frá Þorláksmessutónleikum hans en þetta verður í 25. sinn sem Bubbi spilar á þessum tíma. Tón- leikarnir eru í Háskólabíói en Rás 2 útvarpaði þeim um árabil. Því var hins vegar hætt þegar stjórn- endum í Efstaleitinu þótti tónlist- armaðurinn fara yfir strikið í töl- uðu máli. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs hjá 365 miðlum, segir hlutverk stöðvarinnar eingöngu að sjón- varpa tónleikunum beint. „Tón- listarval og efnisval verður alfar- ið í höndunum og á ábyrgð Bubba Morthens,“ segir Pálmi. Kóngurinn hefur reyndar farið mikinn á öldum ljósvakans að und- anförnu og nýverið var greint frá því að honum hefðu borist kurt- eisleg tilmæli frá dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins, dr. Sigrúnu Stef- ánsdóttur, að láta meira fara fyrir tónlist í þætti sínum Færibandinu sem útvarpað er á mánudagskvöld- um, en minna fyrir töluðu máli. „Auðvitað veltur þetta allt á því í hvernig stuði ég verð. Ég hef spil- að á þessum tónleikum án þess að segja orð. En eins og þetta ár hefur verið finnst mér það nú ekki lík- legt að ég muni þegja. Ég hef alltaf sagt mínar skoðanir umbúðalaust og það hefur stundum farið fyrir brjóstið á fólki og stundum ekki.“ Hann bætir því við að auðvitað sé þetta líka spurning um framsetn- ingu. „Maður getur gagnrýnt fólk án þess að vera andstyggilegur.“ En Bubbi kemur við sögu á fleiri stöðum hjá Stöð 2 því hann frum- flytur nýtt lag í þætti Loga Berg- manns í kvöld. Bubbi er á árinu búinn að semja þjóðhátíðarlag, Eurovision-lag og nú er komið að jólalagi, því fyrsta á löngum ferli. „Ég byrjaði að juða í Bubba strax fyrir fyrsta þátt, hvort hann ætti ekki jólalag og ætlaði ekki að gera jólaplötu og svona,“ segir Logi, sem verður að teljast ábyrgur fyrir þessari uppákomu. „Ég hélt áfram að juða í honum í fyrra en það gekk ekkert heldur. Svo hélt ég bara áfram juðinu núna og það virðist hafa skilað árangri því hann ætlar að spila jólalagið í kvöld,“ segir Logi, sem hefur ekki hugmynd um hvað lagið heitir. „Ég hringdi í hann á þriðjudaginn og spurði hvernig gengi en þá var hann ekki einu sinni byrjaður á laginu. Sagðist bara ætla að semja það á föstudagsmorguninn og var alveg svalur.“ freyrgigja@frettabladid.is drgunni@frettabladid.is BUBBI MORTHENS: BREYTIR ENGU FYRIR MIG Þorláksmessutónleikar Bubba í beinni á Stöð 2 GEFUR EKKERT EFTIR Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða í beinni útsend- ingu á Stöð 2. Kóngurinn hefur einnig samið jólalag sem verður frumflutt í þætti Loga Bergmanns í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við höfum gert þetta undanfarin þrjú ár í samvinnu við yfirstjórn fangelsisins og þetta hefur alltaf mælst mjög vel fyrir hjá föngun- um,“ segir Kristján Bjarki Jónas- son, formaður Félags bókaútgef- anda. Í dag fer fríður hópur frá félaginu með yfir þrjú hundruð bækur á Litla-Hraun. Stærstum hluta þeirra verður varið í jóla- gjafir handa fjölskyldum fang- anna því eins og gefur að skilja eiga þeir erfitt með að kaupa jóla- gjafir handa sínum nánustu. „Margrét Frímansdóttir, fang- elsisstjóri á Litla-Hrauni, hefur sagt okkur að jólin séu mjög erfið- ur tími fyrir fangana og þeir fyll- ist oft kvíða þegar þau nálgast, ein- mitt vegna þessarar staðreyndar, að geta ekki keypt jóla- gjöf. Okkur finnst því bara gott að geta lagt þeim aðeins lið,“ segir Kristján og bætir við að einhver hluti bók- anna rati einnig á bókasafn fangels- isins. Og án þess að vilja upplýsa of mikið segir Kristján að fjórar bækur standi upp úr hvað vinsældir varðar á óskalist- um fanganna. „Já, Svörtuloft eftir Arnald Indriðason var mjög ofar- lega og svo ævisögur Gylfa Ægis- sonar og Vilhjálms Vilhjálms- sonar.“ Kristján bætir því við að Heimsmetabók Guinness sé einnig vinsæl gjöf sem og Stóra stráka- bókin en þar er kennt hvernig eigi að hnýta sígilda hnúta og byggja trjákofa. - fgg Fangar gefa Svörtuloft og Gylfa Ægis JÓLAGJAFIR FYRIR FANGA Fangar eiga erfitt með að kaupa jólagjafir handa sínum nánustu en Félag bókaútgefenda leggur þeim lið og gefur þrjú hundruð bækur. Kristján B. Jónasson segir Svörtuloft og ævisögu Gylfa Ægis vera vinsælastar. Nú er víða verið að gera upp ára- tuginn sem er að líða. Þegar plöt- ur áratugarins eru teknar saman er nánast öruggt að einhver plata með Sigur Rós ratar á listann. Þótt Ágætis byrjun hafi komið út árið 1999 og tilheyri því síðustu öld í íslenskum annálum kom hún út árið 2000 á alþjóðamarkaði. Síðan komu ( ), Takk og Með suð í eyrum við spilum endalaust, auk ýmissa aukaplatna. Það nýjasta í sigurgöngu Sigur Rósar á listunum er í öðru sæti á lista Metacritic yfir þá listamenn sem hæst skor fá á áratugnum. Metacritic safnar saman á einn stað dómum víðs vegar að og er Sigur Rós með meðaleinkunnina 83,5 af 100 mögulegum fyrir fjór- ar plötur. Aðeins kanadíska hljóm- sveitin Spoon er með hærra skor. Sigur Rósar-strákarnir eru minnst að spá í þetta. „Nei, maður er nú ekkert að leita þetta uppi, en ef maður sér eitt- hvað um þetta í Fréttablaðinu er það bara frábært og gaman,“ segir Georg bassaleikari. „Við pælum satt að segja ekkert í þessu.“ Georg segir Sigur Rós í barn- eignarfríi. „Stelpan hans Kjartans er orðin eins árs, ég var að eign- ast mitt þriðja barn fyrir tveim- ur mánuðum og Orri á von á einu í næsta mánuði. Við erum bara rólegir og Jónsi er á fullu í sínu dóti. Það er bara að leyfa honum að klára það. Við njótum bara lífs- ins með börnunum á meðan.“ - drg Ekkert að spá í sigurgönguna DÆMI UM ÁRANGUR SIGUR RÓSAR ■ Ágætis byrjun (29. sæti) og ( ) (76. sæti) á lista Rolling Stone ■ Ágætis byrjun (8. sæti) á lista Pitchfork ■ Ágætis byrjun (13. sæti) á lista Emusic ■ Ágætis byrjun (97. sæti) á lista NME ■ Með suð í eyrum við spilum endalaust (25. sæti) á lista Paste Í BARNEIGNARFRÍI Sigur Rósar-strákarnir slappa nú af með börnunum, nema Jónsi sem verður á fullu á næstunni með sólóplötuna Go.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.