Vikan


Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 5
því að oflof er sama og háð, en frambærilegir listamenn eiga tví- mælalaust kröfurétt á vinnulaunum eins og aðrir verkamenn í víngarði lands og þjóðar. Þeim verða aðeins búin starfsskilyrði með þeim hætti. APLEIÐINGAR MARGSKIPTING- ARINNAR. Listamannalaun verða sennilega aldrei óræk viðurkenning. Hún fæst aðeins í endurminningu eða til- hlökkun. Hins vegar geta þau komið að gagni sem kaup fyrir unna vinnu eða til þess_að tryggja góða starfs- krafta. En sé það sjónarmið látið ráða, þá er margskipting fjárins fjarri lagi. Afköst verkafólksins til sjávar og sveita eru vissulega mis- jöfn, en stéttasystkin fá eigi að síð- ur sömu laun. Hvers vegna þá að gera upp á milli listamannanna eins og nú er gert? Þeir verða hvort sem er aldrei flokkaðir sanngjarnlega eftir getu og afköstum, því að löng- um sýnist sitt hverjum um verk þeirra. Eina ráðið mun, að alþingi reyni að sjá þeim fyrir nauðsynleg- um starfsskilyrðum, en láti einstak- lingana í nútíð og framtíð um að skammta þeim listræna viðurkenn- ingu. Þar með er ekki sagt, að allir, sem kalla sig listamenn, eigi að kom- ast á ríkislaun, enda mætti þá æra óstöðugan. Margskipting verðlítilla króna leiðir hins vegar til þess, að þiggi- endur listamannalauna þurfa ekki að fullnægja ströngum kröfum. Mörg- um er gerð úrlausn af misskilinni góðsemi til þess að kitla fáfengileg- an hégómaskap. Afleiðingin verður svo sú, að hlutaðeigendur telja sig listamenn og vilja gjarna hækka í metorðastiganum. Við þessu er var- að af því að þessarar öfugþróunar gætir allt of mikið á fslandi. Sumir sjá hana eingöngu í fari unglinga, sem dfepa tímann við kaffidrykkju á veitingastöðunum í Reykjavík, en hún leynist víðar og spillir meira að segja fólki, sem hefur alizt upp við framleiðslustörf og sveitamenn- ingu. HELZT TVEIR, EN KANNSKI ÞRÍR. Úthlutunarflokkar listamanna- launa ættu helzt að vera tveir, og fleiri en þrfr mega þeir alls ekki verða að lokinni endurskoðun þess- ara mala. Listamenn, sem enginn dómbær aðili neitar viðurkenningar, skulu njóta viðunandi afkomuör- yggis og eiga þess völ að lifa og starfa frjálsir af daglegum áhyggj- um brauðstritsins. Jafnframfc er nauðsynlegt að gefa minni spámönn- um einhvern kost þess að vinna að list iSÍnni, þó að framlag þeirra orki tvímælis, og efnilega byrjendur verður að styrkja og eggja, meðan vonir eru við þá tengdar, en liðveizla þeim til handa ætti jafnan að vera af gefnu tilefni bókar, listsýningar eða tónleika. Þó kemur fleira til greina í þessum efnum en lista- mannalaunin svokölluðu. Skreyting opinberra bygginga er til dæmis myndlistarmönnum okkar kjörið verkefni, einkum myndhöggvurun- urn og þeim málurum, sem glíma við stórvirki á löngum tíma. Því máli ætti að hrinda í framkvæmd með löggjöf. Sömuleiðis þarf að prýða sögustaði fögrum listaverkum. Hins vegar á að banna að reisa minningu merkra manna eða góðra málefna níðstengur á almannafæri. Nokkuð munu á reiki skoðanir um, hvað gera skuli til eflingar túlk- andi list, sem svo er nefnd. Þó virð- ist einsýnt, að þjóðleikhús og sin- fóníuhljómsveit eigi að sjá starfs- fólki sínu farborða og gera minnsta kosti eins vel til íslendinga og út- lendinga. Að öðru leyti ber fremur að líta til heildar en einstaklinga, þegar um er að ræða starfsskilyrði tónlistarmanna og leikara. Gegnir til dæmis furðu, að leikfélögum lands- ins skuli gert að láta blóðdropa skemmtanaskattsins drjúpa í tekju- lind þjóðleikhússins, sem býr við batnandi hag og vaxandi gengi, með- an þau berjast sárfátæk í bökkum. Einnig mun tími til kominn að skipuleggja og samræma starfsemi tónlistarskólanna úti um land, svo og að kenna mörgum kirkjukórum mennskan og kristilegan söng. HEIMSMETIN EKKI ÍSLENZK. Ungum og efnilegum listamönnum er vorkunnarlaust að þiggja ríkisfé með dálitlum skilyrðum, þó að gæta verði hófs um tilætlunarsemi. Þeim er rík nauðsyn að kynnast menningu annarra þjóða og sjá sig um í heim'- inum. Kannski er mun farsælla að styrkja þá til náms og lífsreynslu þroskandi utanferða en að leggja þeim til nokkrar máltíðir hér heima? Sjónarmiðið ætti minnsta kosti að koma til álita. íslendingar eru stoltir af fornum og nýjum bókmenntum sínum og kunna vel að meta aðrar þær listir, sem hér hafa komið til sögunnar síð- ustu áratugi. Samt fer þvf fjarri, að heimsmetin muni íslenzk. Lista- menn okkar eiga því rnikið erindi í menntasetur víðrar veraldar. Þar geta þeir flest lært — og líka að finna sjálfa sig. Hins vegar deyr snilldin í einangrun eins og blómið fellur í skugganum. Þau döpru ör- lög þurfa íslendingar að forðast. Mesta fagnaðarefni íslenzkrar list- ar í dag er andblær veraldarhafsins og ilmur heimsálfanna. En okkur er ekki nóg að hafa opna glugga í átt til suðurs, vesturs og austurs. Listamenn okkar þurfa að sigla út- sæinn og ganga löndin til þess að verða reynslunni ríkari. ÞAKKARSKULDIN VIÐ LISTA- MENNINA. Síðasta alþingi fjallaði um úthlut- un listamannalauna, en afgreiðsla málsins fórst fyrir í annríki loka- sprettsins. Þar lagði menntamála- ráðherra til, að horfið yrði í megin'- atriðum að þeim breytingum, sem hér er mælt með. Úthlutunarnefnd listamannalauna gekk og til móts við það sjónarmið í vor með fjölgun í heiðurslaunaflokki. Vonandi setur alþingi lög um þessi efni fyrr en síðar, ákveður úthlutunarflokka og upphæðir og ræður úthlutunarnefnd til lengri tíma en eins árs í senn. Þannig er unnt að færa þessi mál til skipulags. Þar fyrir er ekki sagt, að nýja skipunin eigi að gilda um ár og eilífð. Viðhorfin breytast, og fyrirkomulag listamannalauna þarf vitaskuld að vera í samræmi við þró- un tímans. En sá háttur, sem nú tíðkast, er úreltur og hvimleiður, og þess vegna sjálfsagt að breyta til. Enginn skyldi samt ætla, að út- hlutun listamannalauna gerist þar með svo vandlaus, að allir verði á einu máli. Deilurnar halda áfram, meðan ríkisvaldið ákveður ekki list- smekk þjóðarinnar. Sjónarmiðin verða þess vegna mörg, og sambýli þeirra mun löngum reynast ábóta- vant. Því ber þó að fagna, ef drengi- lega er deilt um athyglisverðar skoðanir. Og úthlutunarnefnd lista- inannalauna er sannarlega ekki of góð til þess að sæta heiðarlegri og rökstuddri gagnrýni. Hitt er auð- vitað æskilegt, að viðtnælendur hennar kunni mannasiði. Aðalatriði þessa máls er sú stað- reynd, að íslenzkir listamenn þarfn- ast fulltingis samfélagsins til þess að geta starfað að hugarefnum sín'- um. Og kröfuréttur þeirra í því efni er ótvíræður. Bókmenntir okkar og listir hafa gert fslendinga sjálfstæða þjóð með sögu, tungu og menningu. Sá árangur fékkst ekki fyrirhafnar- laust, og þeirri sjálfstæðisbaráttu má aldrei linna. Þess vegna stendur fs- lenzka þjóðin í þvílíkri þakkarskuld við listamenn sína, að hún má aldrei stjúpmóðurlega skammta þeim laun- in. HELGI SÆMUNDSSON. Alþingi hefur drjúgum skert lífeyri listamanna, samtímis því sem kölluð- um og útvöldum í heimi listarinnar hefur fjölgað og kröfurnar aukizt. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.