Vikan


Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 6
ÞAÐ ER alltaf raunalegt þegar manni eru sagðar lygasögur af svo dæmaíausri innlifun að augljóst verður áður en lýkur að sögumaður trúir jafnvel betur en maður sjálfur, svo oft hefur hann farið með þulu sína að skilin milli sannleika og skáldskapar eru horfin. Einkum er þetta raunalegt þegar maður finnur að sannleikskorn leynist í frásögninni; hún vekur forvitni, hún er ekki öll þar sem hún er séð og maður hefði þar af leiðandi gjarn- an kosið að heyra hana ýkjulausa og slétta. Mér verður i þessu sambandi fyrst hugsað til íslendingsins R. Thorkelssonar sem ég hitti á veitingahúsi i Færeyjum fyrir nokkr- um árum. Hann var fæddur á íslandi, þvi kenni ég hann við landið. Hann settist við borðið andspænis mér, næst glugganum. Hann tók dósarkorn úr vestisvasanum, káfaði ofan í það, rak puttana upp að nösunum og saug upp í nefið1. Þó að ég sæi ekká hvað fór upp í nefið á honum, þá þóttist ég vita að það væ.ri neftóbak. Ég hafði séð svipaða tilburði á bíómyndum af frönsku byltingunni til dæmis; mikið hvort hin annálaða Rauða akurlilja notaði ekki snúss; en tíu Rauðar akurliljur takandi í nefið í kór hefðu ekki gert það með jafn miklum gauragangi og íslendingur- inn R. Thorkelsson. Thorkelsson lokaði dósinni og horfði út um gluggann. Siðan opnaði hann gluggann og þefaði út um hann. Hann var dapur i bragði þegar hann sneri sér að mér og sagði formálalaust: „Finnurðu lyktina?" „Já,“ sagði ég og brosti. „Veiztu, hvað hún þýðir?“ „Nei.“ „Okkur verður ekki vært hérna öllu lengur, lagsmaður." „Hvað áttu við?“ „Þú veizt, hvernig fór á íslandi, vænti ég.“ „Veit og veit,“ sagði ég. „Eitthvað las ég um lykt á sinum tima ef ég man rétt. En naumast var það hún sem flæmdi ykkur burtu.“ „Ójú, lagsmaður,“ sagði Thorkelsson, „og ef þú ert ekki að flýta þér, skal ég segja þér söguna eins og hún leggur sig yfir einu koníaksglasi.“ Ég pantaði hálfflösku af koníaki og Thorkelsson kom með boll- ann sinn að borðinu mínu og drakk þrjú koníaksglös í strik- lotu og sagði: „Það er aldrei svo lítið að það ylji manni ekkiJ“ Síðan hóf hann frásögnina. Ég var stráklingur í Winnipeg (sagði hann), tólf ára snáði, röskur og pattaralegur, þegar pabbi sagði mér þessa. Það var nokkrum árum eftir að við fluttum til Ameríku. Kelling ein í Kleppsholtinu rak höfuðið út um svefnherbergisgluggann einn fagran veðurdag og spurði kallinn sinn, sem ekki var kominn á fætur: „Finnurðu lyktina?“ Kallinn fór fram úr og stjakaði kell- ingunni frá glugganum og fann lyktina. Svona byrjaði það. Nú verðurðu að hafa það hugfast að þegar hér var komið ís- landssögu, voru íslendingar orðnir fínir menn. Þeir liöfðu grætt morð fjár á Hitlersstríðinu, þeir höfðu þegið framfærslustyrki austan og vestan og þeir höfðu komið sér upp bjúikflota sem hvergi átti sinn líka nema kannski í Ameriku. Þeir voru greifar. Reykvíkingar voru auðvitað greifarnir. Þeir höfðu vesturbæjar- aðalinn, þeir höfðu þingið, þeir höfðu stjórnarráðið, þeir höfðu sendiráðin, þeir höfðu Reykvíkingafélag svo fínt að menn þurftu helzt að vera gengnir i barndóm til þess að komast i það. Allir embættismenn sem einhvers máttu sin sátu í Reykjavik; allir smærri þjónar ríkisins sátu í Reykjavík ellegar reru að því öllum árum að komast til Reykjavikur. Allir pólitiskir þræðir lágu um Reykjavík. Það var kórónan á pólitískum ferli útkjálka- kalla þegar þeir fluttu með hyski sitt til Reykjavíkur. Allir læknar læknuðu í Reykjavík, allir sem einhver töggur var í. Svo komu prestarnir. Það var aum gata, sem ekki átli sina kirkju. Jafnvel þjónandi prestar úli á landi settust að í Reykjavík. Og loks gerðist það, sem hvergi hefði getað gerzt nema á íslandi þeirra daga: sálnahirðir eins reykvíska -safnaðarins tók sér bólfestu í London. Ég vænti þess þú skiljir hvað ég er að fara; allt vald var í Reykja- vík, þar var fjöregg þjóðarinnar hvort sem henni líkaði betur eða verr, hún var sá ás sem ríkishjólið snerist um. „Hvaða lykt er þetta?“ sagði kellingin og tróð hausnum út um gluggann við hlið bónda síns. SMÁS5Q5 EFTIR QfSLÆ 7 5STÞÓRSSON Stúlka frá Eyrarbakka var staðin að því að reykja. „Ég held það sé fisklykt,“ sagði kallinn. „Fisklyktl" hrópaði kellingin. „Guð hjálpi mér!“ Kallinn fór á fætur, og það var sunnudagur og fisklykt á stofuglugganum allan daginn. Þau gátu ekki opnað stofugluggann allan dag- inn, svo römm var lyktin; og um kvöldið urðu þau að aflýsa sunnudagsboðinu. Daginn eftir bilar kallinn sig niður á bæj- arskrifstofu í stóra bjúiknum sínum heldur þungbrýnn. „Það er fisklykt í Kleppsholtinu,“ segir hann. „Ætli ég viti það!“ segir fulltrúinn. „Sim- inn hefur ekki stoppað i allan morgun.“ „Hvað ætlið þið að gera?“ segir kallinn. „Við ætlum að rannsaka málið,“ segir full- trúinn. „Það er ekkert að rannsaka," segir kallinn. „Heldurðu að ég sé idjót? Lyktin kemur úr fiskvinnslustöðinni sem þið leyfðuð honum Valda Keflvíking að setja upp í gömlu brögg- unum niðri í fjöru illu heilli.“ „Við ætlum að rannsaka málið samt,“ segir fulltrúinn, „því það var komin nefnd í mál- ið.“ Fisklyktin var frá fiskvinnslustöðinni eins og kallinn sagði; það var fisklykt af fiskin- um. Jlún hóf sig upp úr fjörugrjótinu vestan við braggana, og þegar hann var á vestan, smeygði liún sér milli bragganna, lyfti sér yfir brotajárnsportið, leikfangasmiðjuna og bjúikverkstæðið og stakk sér niður i Klepps- hollið. Kleppshyllingar vissu ekki sitt rjúk- andi ráð, þó að þeir vissu sannarlega hvaðan á þá stóð veðrið þegar hann var á vestan. Bæjarstjórninni var um og ó að banna fisk- vinnslustöðina og rikisstjórnin hafði líka nokkurn beyg af málinu. Bæjarstjórnin var hrædd um, að það þætti ekki fallegt afspurnar; kannslti mundi fólkið úti á landi spyrja livort Reykvikingar væru búnir að fá mikilmennskubrjálæði eða hvað. En rikisstjórnin kveið fyrir viðbrögðum manna 1 sjávarplássunum sem bjuggu við all- ar tegundir fislyktar árið um kring. „En þeir veiða fiskinn,“ sögðu Reykvikingar; „við eyðum bara andvirðinu.“ „Við skulum samt fara að öllu með gát,“ svöruðu bæjarstjórnarmenn. „Kannski er hægt að leysa þetta leiðindamál án þess að banna fiskvinnsluna, og nú skulum við í rólegheitum skipa nýja nefnd í málið og biðja hana um tillögur.“ Nefndin réð sér framkvæmdastjóra og verkfræðing og skrifstofumann og vél- ritunarstúlku, og þegar hún var búin að fara í eina heimsókn í fiskvinnslustöðina, þá réð hún líka þefara vegna annrikis. Nefndin skilaði áliti sínu í tviriti tiil bæjarstjórnarinnar og þrlriti til ríkisstjórnarinnar og lagði til að Valda Keflvíking yrði gert að reisa sjö metra háa þefþétta bárujárnsgirðingu kringum fiskvinnslu- stöðina. „Tillögur vorar,“ sagði í álitinu, „byggjast auðvitað á reykháfsprinsípinu svokallaða; því hærri sem girðingin er því minni líkur eru fyrir því að Reykvík*- ingar hafi óþægindi af þeim lofttegundum sem myndast við efnabreytingar í hráefninu." En girðingin kom ekki að gagni. Þá var reynt að hraða vinnslunni: „Með þvi að gerlamyndun með tilheyrandi ódaun er þvi örari sem hráefnið liggur lengur, þá leggur nefndin til við hæstvirta rikisstjórn að hún vindi bug að því að gefa út bráðabirgðalög, þess efnis að starfsfólk vinnslustöðvarinnar sé skylt að skila þrjátíu prósent meiri afköstum en nú miðað við nýjan fisk, en sextíu prósent meiri afköstum miðað við leginn fisk eða skemmdan. Eftirlitsmenn, sem sjávar- útvegsmálaráðherra skipar að fengnum tillögum landlæknis, sjá um að ákvæðum laganna sé framfylgt; en brot á þeim varðar allt að þrjú hundruð þúsund króna sekt og kemur einfalt fangelsi i staðinn sé hún eigi greidd innan þriggja vikna frá uppkvaðningu dómsins.“ Maður skyldi ætla að plágan léti sér segjast við þetta, en ekki aldeilis; og er það ljósasti vottur þess hve forhert hún var i vestanátt. Tveir flatningsmenn voru dæmdir i hundrað þúsund króna sektir fyrir að koma of seint til vinnu og stúlka af Eyrarbakka, sem staðin var að því að reykja í vinnutímanum, sat af sér tvö hundruð þúsund króna sekt austur á Litla Hrauni. En allt kom fyrir ekki,. Það var venja á íslandi að kveðja til útlenda sérfræðinga þegar i óefni var komið eða íslendinga sem numið höfðu fræði sín erlendis. Nú var leitað til þeirra verkfræðinga innborinna sem höfðu vottorð upp á að þeir hefðu ekkert lært heima. Þeir réðu til sín framkvæmdastjóra, skrifstofustjóra, gjaldkera, bókhaldara, þefara og vélritunarstúlkur, tóku efstu hæðina í Bændahöllinni á leigu til fimm ára, keyptu Axminster-teppi á gólf og veggi og liéldu fund með ríkisstjórninni. Að honum lokn- um — og eftir ánægjulegt skilnaðarhóf — var gefin út fréttatilkynning til útvarps og blaða og boðað að fiskvinnsla i fiskvinnslustöð Valda Keflvikings hefði verið bönnuð nema frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Þá höfðu verið gerðiar ráð- stafanir til að hefja framleiðslu á nefklemmum fyrir Kleppshyltinga, svokölluðum svefnklemmum. Nafnið skýrir tilganginn. Þær voru af ýmsum gerðum. Algengasta tegundin var úr plasti, en silfurklennnur komu brátt á markaðinn og tízlcubúðin Sjikk auglýsti silkiklæddar klemmur með minnkaskinnspjötlum á nefijlötunum. Þær runnu út eins og heitar lummur. Nú var ástæða til að ætla að vandinn væri leystur, og formaður verkfræðinga- nefndarinnar fékk fálkaorðuna og Háskólinn útnefndi hann heiðursdoktor í bók- menntasögu. Mönnum fannst lausnin geníöl, og hróður islenzkra verkfræðinga barst víða um lönd. Life sendi fréttaritara og fréttaljósmyndara til Reykjavikur og birti forsíðumynd af borgarstjóranum með nefklemmu, og franska sjónvarpið sendi sjónvarpsmenn og sjónvarpaði þætti sem hét: Ein nótt með íslenzka nefklemmu. Um svipað leyti tilkynntu Rússar að prófessor Vasilij Vladimir Iljuskin, sem fann upp flugvélina, skriðdrekann, kafbátinn, bílinn, hakkavélina og naglaþjölina, hefði lika fundið upp svefnklemmuna. Betur að íslendingar hefðu látið kyrrt liggja í staðinn fyrir að skjóta mál- inu til Alþjóðadómstólsins. Elzti borgarinn i Klepps- holtinu kafnaði í svefni og var of sterkum gormi í nef- klemmu lians kennt um. Nokkrum vikum seinna andaðist finasta frúin i hverfinu með sviplegum hætti: uppáhalds-nef- klemman hennar losnaði af nefinu á henni í svefni og nefklemmu þegar klemma sem i baklás og nefbraut hann. Það var ekki um að villast að þessi verkfæri voru stórhættuleg. Þá var eklci annað ráð vænna en að banna fiskvinnslustöð Valda Keflvikings. Nokkru síðar var fisk- Framhald á bls. 32. íslendingar höfðu grætt morð fjár á stríðum, komið sér upp buickflota og voru fínir menn. Þá kom lyktin------- árökk ofan í liana. Enn varð ljótt slys af völdum iingur efnispiltur hafði fengið í fermingargjöf hljóp 6 VIKAN VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.