Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 16
HNSPPSR
hnappar eru í tízku
Glitrandi hnappar eru hæstmóSins sem stendur. Glæsilegir perluþaktir
hnappar í öllum regnbogans litum eiga að fullkomna hinar einföidu linur
á kjólum og blússum í sumar. Og við skyrtublússuna eru saumaðir út
fal^egir „mansjettuhnappar".
<1
1. mynd. Klippið út tvær hringmyndaðar
pappaskífur, í sömu stærð og hnappurinn
á að vera, við mundum stinga upp á 6%
cm í þvermál. Klippið svo hringlaga bita
innan úr báðum skífunum (u. þ. b. 2 cm
í þvermál).
2. mynd. Þræðið ullargarnið, eða garnið
sem á að nota í stoppunál og saumið hring-
inn í kringum pappaskifurnar sem lagðar
eru saman. Saumið gjarnan með tvöföldu
garni, þá er þetta fljótlegra. Og saumið
þangað til ekki er rúrn fyrir meira garn í
miðjunni. Því þéttar og þykkar sem þið
saumið, þvi fallegri verður hnappurinn.
3. mynd. Klippið garnið i sundur með-
fram ytri kanti skífanna. A milli þeirra
bindið þið svo sterkt band, vel og vandlega,
og síðan má fjarlægja skífurnar. Klippið
upp í Þær hér og þar, þá er auðveldara
að koma þeim i burtu. Síðast klippið þið
hnappinn til ef að einhverjir þræðir hafa
orðið lengri en hinir.
Hér eru tveir fallegir hnappar, sem
einnig er hægt áð nota sem skraut-
nálar, en Það fer eftir stærð og gerð.
Ef að þeir eru búnir til á pappaskífu,
er auðvitað hægt að fá það lag sem
bezt hentar, t. d. stjörnuformað, fer-
kantað o. s. frv.
Dúskhnappar, stórir og loðnir, eiga
að vera á vordragtinni. Og þeim verð-
ur ekki ofaukið, þar sem dragtin er
eins einföld í sniðum og mögulegt er
og algjörlega kragalaus. Þar sem það
er ekki erfiðara en þetta að vera
samkvæmt nýjustu tízku, sprettið Þið
auðvitað gömlu hnöppunum strax af
og byrjið að búa til dúskhnappa. Á
teikningunum hér að neðan sjáið þið
hvernig það er gert.
Þessa skemmtilegu hnappa er einn-
ig hægt að búa til sjálfur. Kringlótt
og stinn pappaskífa er þakin með
vatti eða skúmgúmmíi og perluút-
saumaði efnisbúturinn festur á- Ef
þið ætlið að sauma perlur á hnappa
sem keyptir eru í búð verða þeir að
vera úr grófu og laust ofnu efni, þá
er auðveldara að sauma í þá. Notið
bæði stórar og litlar perlur I litum
sem passa saman. Eigi að sauma
hnappinn út með garni, eins og einn-
ig sést hér á myndinni, saumið þið
fyrst út, og sendið hnappinn svo á
eftir til að láta festa efnið yfir.
ÚR EINU í ANNAÐ
i
Áður en keyptar eru snyrtivörur, verður að
gera sér ljóst, hvað á að draga fram og hvað
á að fela til að skapa persónuleika sinn.
Nauðsynlegt er að þekkja húðtegnnd sina.
Venjuleg húð er slétt án þess að vera feit. Þurr
húð flagnar oft við nef og höku. Og venjulega
gljáir nefið, ef húðin er feit.
Ráðfærið ykkur alltaf við afgreiðslustúlkuna,
þegar þið kaupið snyrtivörur. Þær eiga að hafa
þekkingu á þessum hlutum. Og munið, að allra
fínasta krem, sem þið getið fengið, getur borið
slæman árangur, ef það hentar ekki húð ykkar.
Talcið tillit til andlitslags ykkar, þegar þið velj-
ið kinnalit. Réttur litur af honum getur gert
kraftaverk fyrir of breitt eða of langt andlit.
Framhald á hls. 47.
1 6 VIKAN