Vikan


Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 25
E'n hún sagði auSmjúk: Ég vona að ég bregðist' ekki trausti hans. — Viljið þér ekki syngja fyrir okkur? sagði Janet. Þér hljótið að syngja mjög vel, því annars hefði André Lamartine varla látið yður hafa þetta hlutverk. Tessa varð allt í einu hrædd. Hún hafði aldrei sungið opinberlega fyrr. Hún hugsaði: Hún ætl- ast til að fólk haldi að ég sé ástmey André, og hann hafi látið mig hafa hlutverkið þess vegna. Tessa stóð upp með yndisþokka dansmærinnar. Hún var reið og hún tilkynnti hárri röddu, að hún ætlaði að syngja. Hún gekk til hljómsveit- arinnar og raulaði fyrir þá lagið. Hún söng með tilfinningu og auðmýkt og það voru innilega fagnaðarlæti eftir söng hennar. All- ir þyrptust i kringum hana, en Jim stóð einn álengdar, þar til fólkið var farið. Tessa gekk til hans. — Ég held ég fari heim núna, Jim. Á heimleidinni sagði Tessa honum allt. — Ég verð að vinna til að verða verðug þess trausts, sem hann ber til mín, sagði hún. — Ég skila ekki yður heim, sagði Jim óþolin- móður. Ástin getur ekki verið háð slíku. Karl- maðurinn elskar konuna en ekki stjörnuna. Þegar hann sá að hann hafði sært hana, sagði hann: Það getur verið að ég hafi ekki rétt fyrir mér, en munið það, að hér er maður, sem mun alltaf elska yður. Þegar Tessa kom til London flutti hún í nýja íbúð, sem Lamartine borgaði fyrir, þrátt fyrir mótmæli hennar. Næstu vikur mátti hún vera Þakklát fyrir að hún var vön að leggja hart að sér við ballett- æfingar. Á átta vikum þurfti hún að læra að syngja. Hún fór á flugvöllinn til að kveðja balletflokk- inn. — Hvernig hefur herra Lamartine það? spurði María Leontine. — Ágætt, sagði Tessa, hann er að fara til Parísar í kvöld. — Já, hann er alltaf á ferðinni. Þér leggið mikið að yður við vinnuna? —• Já, það geri ég. — Já, sagði María. Tólf tíma hvíldarlaus vinna á hverjum degi, dauðþreytt I rúmið, hver vöðvi strengdur — enginn tími til neins nema vinnu — ekki einu sinni til að elska. Tessa svaraði ekki. Hún sá hvernig allir horfðu forvitnislega á þær og heyrði hæðnishlátur. Þegar hún kom heim, hringdi hún til Gerdu og þær töluðu um barnið, sem Gerda átti von á og um húsið, þeirra. — Jim var hér í síðustu viku, sagði Gerda. Hann og Gerry eru að vinna að ýmsu viðvíkjandi nýju verksmiðjunni hans í Grant- hope-... — Spurði hann eftir mér, sagði Tessa. Það varð nokkur þögn, en svo sagði Gerda: Nei, ekki beinlinis, en þeir voru svo önnum kaínir og Jim flýtti sér heim til að byrja að vinna við þetta. Tessa vissi að Jim vildi ekki hitta hana aftur núna, en henni sárnaði það, að hann hafði komið til London án þess að hringja til hennar. Janet hafði ekki séð Jim í sex vikur, en nú hafði hún komið í bílnum sínum fram hjá bank- anum og beið Þar til Jim kom frá því að sækja laun starfsmannanna en það gerði hann á föstu- dögum. Áður fyrr höfðu þau oft borðað saman á þeim dögum. Þegar hún sá Jim koma fór hún út úr bílnum og gekk til hans. — Ættum við ekki að borða saman? sagði hann. Janet var himinlifandi. Það var einmitt það ,sem hún hafði verið að vonast eftir. — Fréttir þú nokkuð frá Tessu? spurði hún. — Nei, sagði hann og rödd hans var Þannig, að hún spurði ekki meira. Janét talaði um alla heima og geima, og þegar talið barst að fyrirtækinu, greip hún það tveim höndum. ■— Hefurðu reynt að vekja áhuga pabba á fyr- irtækinu? sagði hún. — Nei, við Gerry stöndum einir að því og viljum helzt hafa það þannig, en þakka þér annars fyrir Janet. Um kvöidið talaði faðir hennar um þau Jim, þvi hann haíði frétt að þau hefði borðað saman. — Hvað er verið að tala um einhverja ballet- dansmær? Þú manst hvað ég hef sagt, Janet, ég vil ekki að við verðum til athlægis. — Það er ekkert í Þessu slúðri um dansmeyna, pabbi — hún, sem er ástmey Andrés Lamartine, tónskáldsins. —■ Hvaðan veiztu það? — Það er á allra vörum. Jim hefur kannski verið svolítið hrifinn af henni, en hann gleymir því áreiðanlega. — Pabbi, hvað mundir þú segja, ef ég bæði þig um mikla peningaupphæð — núna strax ? — Hvað mikið? — 5000 pund — kannski meira. — Ef að það væri til að tryggja framtið Þina, mundi ég auðvitað láta Þig hafa þau, sagði hann. — Þakka þér fyrri pabbi, sagði Janet fegin. Manyanaballettinn var kominn frá Ameríku og það var á fyrstu æfingunni. André kom inn með unga stúlku og kynnti hana fyrir Tessu. — Þetta er Rani Hilliard, sem á að vera staðgengill þinn, Tessa. Og þetta er Tessa Charles, aðalleikkonan okkar. Unga stúlkan var mjög lík Tessu. — Eg hef heyrt, að hann velji alltaf stúlkur með rétt útlit, til að leika í leik- ritum sínum, og ég verð að segja, að þér eruð eins og skapaðar til að leika Silfurblóm- ið. Eg vildi bara að Lamartine hefði hitt mig á undan yður, sagði hún. ■— Það er altalað að þér séuð ástmev hans, er það rétt? — Nei, sagði Tessa. — Eruð þið bara góðir vinir? ■— Meira en það, sagði Tessa, við ætlum að gifta okkur. Rani starði á hana, svo fór hún að hlæja. — Get- ur það verið að Lamartine gifti sig? Jæja, þér hljótið að vera sannkallað dyggða- blóð. Ég get ekki hugsað mér að nokkur kona geti staðizt þann mann til lengdar. André og Tessa voru saman á hverju kvöldi og æfðu af kappi fyrir frumsýninguna. André ætlaði að kaupa handa þeim lítið hús út við ána Thames, þar sem pilviðartrén uxu og svanir syntu á vatn- inu. —- Viku eftir frumsýninguna förum við alein þangað Tessa, sagði hann. Nokkrum dögum síðar kom Júlía inn í bún- ingsherbergið til Tessu, þegar hún var að búa sig út að borða miðdegisverð. ■—. Eg er ekki viss um að það sé rétt af mér að segja Þér það, en Rani Hilliard sagði mér að María Léontine og André hafi átt ástarævintýri fyrst þegar hún byrjaði að dansa með Mayana- ballettnum. — Ég veit það vel — Því er löngu lokið. — E’n það er dálítið annað. Rani segir að þau hafi gengið í hjónaband S New York, en hætt að búa saman stuttu síðar. En þau hafa aldrei skilið að lögum. — Það getur ekki verið satt. Ég er að fara að hitta André, og ég ætla að spyrja hann um Þetta. Hann verður bálreiður -—• eða þá að hann hlær að Þessari vitleysu. Hún var að verða of sein, svo hún hljóp niður tröppurnar og út i sólskinið. André var illa við að bíða. Skyndilega mundi hún hvað María Léontine hafði sagt á flugvellinum. ,,Dauðþreytt i rúmið — ekkert nema vinna — ekki einu sinni tími til að elska.“ Þetta gat ekki verið satt. Allt í einu sá Tessa rauða bilinn fyrir framan sig. Hún heyrði einhvern veina og vissi að það var hún sjálf, en svo missti hún meðvit- undina. André Lamartine gekk um gólf og beið eftir úrskurði læknisins. — Það er mikill heilahristingur, sagði hann. Hægri fótur er tvíbrotinn ... öxlin er líka brotin. Það er óvíst að hún geti dansað framar. Jim Renshaw hafði komið til London, strax og hann heyrði um slysið og sat nú hjá Tessu. — Þér verðið að hvíla yður, herra Renshaw, sagði hjúkrunarkonan. Ég skal láta yður vita ef einhver breytig verður. — Næturhjúkrunarkonan sagði að hún hefði spurt eftir André Lamartine. Ef hún skyldi vakna, þá segið henni að hann hafi verið hér, það mun gleðja hana. Það getur gefið henni löngun til að lifa. Þegar hann kom aftur var hún vakandi. — Þetta er ekki André, Tessa, þetta er Jim. Bólgnar varir hennar brostu, og augu hennar lýstu gleði og öryggi. — Hefur André verið hér? — Já, auðvitað, skrökvaði hann. Hann tók blóm, sem André hafði sent og sýndi henni og hún brosti aftur. André er mjög önnum kafinn við frumsýn- inguna, sagði hann. Jim fór heim, en kom aftur á þriðjudegi og fór strax út á sjúkrahúsið. — Manstu Jim, sagði hún, þú sagðir að þú mundir koma til mín, ef ég yrði veik og hjálpar- þurfi. Ég vildi að André gæti komið, en hann hlýtur að vera mjög önnum kafinn. Það var eitt- hvað, sem ég ætlaði að spyrja hann um, en ég get ekki munað Það. Ég vildi, að leikritið gengi lengi, þá fær André nægan tíma. Hann er búinn að kaupa lítið hús út við Thamesána og við ætl- um að fara þangað þegar hann er búinn að vinna. Hún bað Jim að fara á frumsýninguna, svo hann gæti sagt henni frá henni. Hún hélt áfram að tala um André og húsið og svo sagði hún: — Jim. ég hef verið svo hrædd við að spyrja, en get ég nokkurn tíma dansað framar? Hann beygði sig niðuf að henni og lagði vanga sinn að hennar. — Ég veit það ekki. En ég mun alltaf elska Þig, hvað sem skeður. — Ó, Jim, ég vildi að ég gæti elskað þig ... og eiginlega geri ég Það, ekki bara eins og vin, en ... — En ekki eins og þú elskar André, sagði Jim rólega. Meira en vinátta, en minna en ást. Vertu nú róleg og hvíldu þig, því annars fæ ég ekki að koma hingað aftur fyrir læknunum. Gerry var á förum til Ameríku og Jim og Gerda fylgdu honum út á flugvöllinn. Þar stóð áberandi stór, grár bíll, og þau þekktu hann strax. — Er þetta ekki bill André Lamartine, sagði Gerda. Út úr honum kom Pepe og keypti flugmiða. — Við skulum ekki vera of fljót að draga ályktanir, sagði Gerda. Þetta þarf ekki að þýða það að André sé að fara frá Englandi. Þegar Jim um kvöldið heyrði Rani Hilliard syngja, skildi hann, hve mikið áfall það hafði verið fyrir André, að Tessa skyldi slasast. Eftir sýninguna ruddist Jim i gegnum blaða- mannahóp að skrifstofudyrum André. Þegar Jim gekk inn sat André þreyttur við borðið. — Hver eruð þér? spurði André reiðilega. —■ Ég er Jim Renshaw. Ég er vinur Tessu Charles. Það var auðséð að André kannaðist við hann — hann glotti hæðnislega. — Já, herra minn, hvað get ég gert fyrir yður? — Ekkert. En Þér getið gert ýmislegt fyrir Tessu. Þér eigið að fara til hennar og segja henni, að allt sé eins og áður var á milli ykkar. ■— Hvernig litist yður á að vera kastað héðan út? spurði Latimer kæruleysislega. — Þér gætuð reynt það, sagði Jim jafn rólega. Það verður hneyksli og leikhúsið er fullt af blaða- mönnum og ljósmyndurum. —- Svo þetta er þá siðferðileg þvingun? — Hvað vitið þér um siðferði? Ég veit bara eitt, og það er að Tessu verður að batna og þér eruð sá eini, sem getur fengið hana til þess. Lamartine hellti sér í glas og nú fyrst sá Jim að hann var drukkinn, þó ekki væri hægt að segja að hann væri fullur. Hann leit út eins og hann væri dauðþreyttur. -—- Væri þetta ekki bezta lausnin? sagði André. Nei, nú skuluð þér ekki rjúka á mig. Vitið þér, að hún getur aldrei dansað framar? Vitið þér hvað hún hefði getað orðið? Rani Hilliard söng ágætlega í kvöld, en getið þér ímyndað yður Tessu í hlutverkinu. Leikritið gengur sjálfsagt mjög lengi og verður vel tekið, en hvað er orðið af draumi mínum um það fullkomna. Hann dó það kvöld, sem ekið var á Tessu og mig mun aldrei dreyma hann aftur. Jim gekk að Lamartine og þreif i jakkahornið hans og sagði með ískaldri fyrirlitningu: Hún elskar yður og þér tölduð henni trú um að þér elskuðuð hana og ætluðuð að kvænast henni! — Kæri vinur, ég skal fara með yður út á sjúkrahúsið og leika þetta hlutverk, sem þér viljið fá mig í. — En þér ætluðuð að fara án Þess að hitta hana? — Já, ég hafði hugsað mér að fara án þess. En bíllinn minn biður eftir að aka mér út á flug- völlinn. í bílnum, sagði André: — Yður finnst ég vera skepna. En fólk er svo ólíkt. — Það sagði Tessa lika, sagði Jim. En hún vissi bara ekki að yðar heimur er eins frábrugð- inn hennar og minn er. — Hvað gætum við verið hvort fyrir annað núna, Tessa og ég? sagði Lamertine biturt. — Þér eruð sá, sem hún elskar og þér verðið að fá hana til að trúa að allt sé eins og það á að vera. André var um stund inni hjá henni og þegar Jim kom inn lýsti andlit Tessu af gleði. — André hefur verið hérna ... VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.