Vikan


Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 15
Endalausar fylkingar brottnuminna Gyðinga koma til Birkenau-fangabúðanna, sem enginn slapp aftur frá. er virðast standa utan við þetta allt saman. Og ekki er óhugsandi, að skilríki þau, er Haris hefur lofað okkur, geti verið svo mikilsverð, að Wallenberg fallist á hugmyndina. Undir vissum kringumstœðum geta þýzk skjöl haft meira gildi cn ungverskur kapteinsbúningur og sendiráðsbifreið. Daginn eftir tók Hans á móti okkur af miklum virðuleik, í skrauthýsi einu i Buda, sem áður hafði verið í eigu grávörukaup- manns af Gyðingaættum, Wolfner baróns. Ég hefi íhugað málið, sagði Gabor, — og ég get heitið yður þvi að gera allt, sem hægt er, til að koma þvi i lag. Er það nóg? Ég vil bæta því við, að því betri sem skjöl þau eru, sem þér látið okkur í té, þeim mun hægra verður um vik að launa greiðann. Ég hcfi ekki eins mikið vald og þér. Mér er ekki nóg að skipa fyrir til þess að fá gefin út þau verndarvottorð, sem ég óska eftir. Einlægni Gabors virtist hafa góð áhrif. Auk þess var aðstöðu Þjóðverja þann veg háttað nú, að Hans gat naumast verið lieimtufrekur úr hófi fram. Hálfri stundu siðar höfðum við fengið í hendur sitt spjaldið hvort okkar, þar sem því var lýst yfir á ungversku og þýzku, að við störfuðum fyrir hina þýzku Abwehr, — gagnnjósnaþjónuustuna illræmdu. Hans bað okkur að sýna þessi skilríki ekki utan landamæra Ungýerjalands. Máttum við af því skilja, að ekki væru þau með öllu lög- leg og ekki mundu þau standast ýtarlega rannsókn á æðri stöðum. Trúlega hafði Hans gefið þau sjálfur út á eigin spýtur. Áður en við forum, minnti hann okkur enn einu sinni á það, hversu mikilsverð verndarvott- orðin væru fyrir fjölskyldu Babsi. Og ef peningar slciptu einhverju máli í þessu tilfelli,.... Gabor sneri baki við honum með þóttasvip, og Hans dró að sér fálmarana, lét sér nægja að óska okkur heilla og hamingju. Engin gjöf hefur nokkru sinni verið mér kærkomnari en laetta andstýggilega, þýzka spjald, með erninum og hakakrossinum. Ég hafði hugboð um, að jtessi skipun til þýzkra og ungverskra yfirvalda um að veita okkur sem allra mesta hjálp i starfinu mundi veita okkur vissa öryggiskennd, innan um allt ör- yggisleysið. Með jiessi skilriki i höndum fannst mér við Gabor vera nokkurn veginn jafn rétthá erlendum sendiráðsstarfsmönnum i Ungverja- landi. Stjórnarerindrekar hlutlausu ríkjanna liöfðu látið Szalasi-stjórnina skilja á sér, að ríkis- stjórnir þeirra myndu veita lienni viðurkenn- ingu, ef hún vildi aftur á móti draga úr brottflutningi Gyðinga. Vorum við Gabor ekki að gera nokkurn veginn hið sama með því að lofa þeim Hans og Babsí vernd, ekki þeim sjálfum til handa. heldur vandamönnum þeirra, gegn þvi að við fengjum verndarskjal til þess Höfundurinn var einn af nánustu samstarfsmönnum sænska stjórnar- erindrekans Raoul Wallenbergs, í baráttu hans við aS bjarga Gyðing- um í Ungverjalandi frá vísum bana í fangabúðum nazista. Segir hún hér frá óvæntri hjálp, er þeim barst frá háttsettum Þjóðverja, sem kom- inn var í afleita klípu. að lialda áfram björgunarstarfi Okkar? Tíminn varð að leiða i Ijós, hversu lengi nazistar jiyldu afskipti hlutlausu rikjanna — og hve lengi við Gabor gátum verið þátt- takendur í J)essu tafli um mannslífin. Einn dag i nóvember komumst við að raun um, að hlið allra flokkunarbúða frá Búda- pest til landamæra Austurríkis voru okkur lokuð. Þau voru orðin bannsvæði -—- öll nema búðirnar við landamærin. Nýjar skipanir höfðu verið gefnar út. Stjórn Szalasis hafði ekki enn lilotið hina þráðu .iðurkenningu frjálsra rikja og hafði bersýnilega álcveðið að hefna sín með þvi að leggja hindranir í götu hlut- lausra sendiráða. Og auðvitað skyldi jiað koma vesalings Gyðingunum i koll. Jafnvel þeir, sem voru svo heppnir, að hægt var að bjarga j)eim úr búðum við landamærin, urðu að ganga 120 mílur vegar aftur, til Búdapest. Aðgreiningarbúðirnar voru i bænum Iiegyes- halon, staðsettar i garði ráðhússins þar. Fanga- búðarstjórinn var ungur kapteinn úr heima- varnarliðinu. Tók hann okkur kurteislega, en gat þess fljótt, að hann hefði ekki tíma til að sinna okkur fyrr en klukkan þrjú um daginn. Við vorum soltin og sárköld, er við kvödd- um dyra á bóndabæ einum og spurðum livort við gætum fengið nokkurn mat keyptan. Bónda- konan var svo gestrisin að bjóðast til að steikja handa okkur önd, sem hun var ný- búin að slátra. Þurfti aðeins að plokka liana og matreiða. Því miður virtist það taka allmiklu lengri tíma en ráð var fyrir gert. Klukkan varð þrjú og enn var ekki farið að bcra öndina fram. — Hér hafið þér eitthvað fyrir ónæðið, sagði Gabor ergilegur og óþolinmóður um leið og hann rétti konunni peningaseðil. — Framhald á bls. 32. Alls staðar mættu hinir dauðadæmdu fangar ómannúð og hörku. Fæstir voru svo heppnir að fá þak yfir höfuðið, og þá helzt í auðum verksmiðjubygg- ingum. Þar var ekkert til varnar kuldanum, nema hálmvisk á hörðu stein'- gólfinu og slitnir ábreiðugarmar. Gripavagnarnir hafa lokið við að afferma vöru sína: dauðadæmda Gyðinga. I baksýn má greina reykháfa á tveim líkbrennslu- stöðvum Birkenau-fangabúðanna. VIKAN'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.