Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 23
— En aðeins, James, ef þeir hafa
klefa á fyrsta farrými með baði.
— Og hverju safnið þér svo öðru
en frímerkjum og fiðrildum, óvenju-
legi ungi maðjir,,
FERÐASKRIFSTOFUR
Á seinustu árum hafa risið upp ferða-
skrifstofur hér á landi til mikils hagræðis
fyrir alla þá, sem ætla að ferðast til út-
landa. Við heimsækjum eina þeirra, Lönd
og leiðir, sem. er til húsa i Austurstræti 8.
Þar hittum við fyrir Valgeir Gestsson, en
hann annast daglegan rekstur á fyrirtæk-
inu. Forstjóri og aðaleigandi er Ingólfur
Örn Blöndal.-
— Þetta er nýtt fyrirtæki, Valgeir?
— Það er rétt búið að koma Því á lagg-
irnar.
— Var ekki minnzt á það i sambandi við
ykkar ferðaskrifstofu, að þið útveguðuð
foreldrum, einhverja gæzlu fyrir börnin
þeirra, meðan þau væru erlendis. Hvernig
átti eða á það að vera?
— Það hugsum við að leysa þannig, að
við höfum haft samband við ákveðið barna-
heimili og við reynum að koma börnum
þeirra foreldra, sem fara í okkar hópferðir,
á heimili.
— Er ekki mikil samkeppni í þessum við-
skiptum, Valgeir?
— Jú, en við höfum farið vel af stað
samt.
— Hvernig er það með útlendinga, sem
hingað koma. Er það eingöngu á vegum
Ferðaskrifstofu ríkisins, sem veitt er fyrir-
greiðsla?
— Það er mikið spurzt fyrir hjá okkur
af hálfu erlendra aðila, en við megum ekki
greiða fyrir þeim öðruvísi en benda
þeim á FerðaskrifstofU rikisins, sem veitir
þeim svo fyrirgreiðslu.
Og það er greinilegt að Valgeir er ekki
alls kostar ánægður með þessa tilhögun
ferðamála. Það munaði litlu að hann hefði
komið manni á þá skoðun að Lörid og leiðir
væri eiginlega miklu heppilegri aðili til
allrar fyrirgreiðslu fyrir ferðamenn mn-
lenda og erlenda, heldur en nokkur annar.
ÞÓRARINN Á EIÐUM
— Þórarinn, má ég rétt eiga við þig orðastað?
Ég hleyp á eftir Þórarni Þórarinssyni skólastjóra
á Eiðum, en eins og kunnugt er, þá brann þar í fyrra
og varð t.jónið mjög tilfinnanlegt bæði fyrir Þórarin,
en íbúð hans og eigur brunnu til kaldra ltola, og
eins fyrir skólann sjálfan, sem er eini skóli sinn-
ar tegundar fyrir austan.
— Já, hvað var það, værii?
Ég flýti mér að kynna mig sem gamlan nemanda
hans og núverandi blaðamann Vikunnar.
— Ég ætlaði að forvitnast um það hvernig gengi
að endurreisa skólann. Hvernig gekk þetta i vetur?
— Við gátum komið öllum fyrir, svo það gekk
mjög vel. Bæði var hægt að innrétta hæð í kvenna-
vistinni og svo var nýtt Verknámshús, sem við gátum
tekið undir svefnsali. Og þar sem allt gamia húsið
brann ekki, eða steinsteypti hlutinn, þá var líka hægt
að nota það að einhverju leyti.
— Hvaða frámtíðaráform eru nú uppi varðandi
nýja skólabyggingu?
—- Það verður byggt nýtt hús, þar sem skólastjóra-
íbúðin og kvennavistin verður.
— Svo þú eigir hægara með eftirlit á kvenfólkinu?
— Já, það er sami áhuginn núna og var hjá ykkur.
Við brosum. Hann vissi sjálfsagt meira um það allt,
heldur en okkur nemendur grunaði.
— Svo verður hátíða- og samkomusalur í einni
álmunni. Þannig að nóg eru áformin.
Það er óþarfi að telja upp öll smáatriði, en af þvi
sem Þórarinn segir mér, verður ljóst, að Eiðaskóli
verður glæsilegri og betri en nokkurn tíma fyrr, þeg-
ar búið er að framkvæma áformin. Og vonandi verða
kennarar þar eins góðir og í fyrri tíð, en hvergi hef
Þórarinn
ég rekizt á jafngóðan kennarahóp
og þar. Það má bæta því við, að af
eliefu nemendum sem þreyttu lands-
próf i vor, náðu tiu framlialdsein-
kunn. úa
Þegar Ólafur Noregskonungur kom
hingað mátti víða sjá erlenda diplómata
og erindreka á vappi. Þessum þremur á
myndinni sást bregða fyrir víða við höfn-
ina og í miðbænum eittkvöldið og spjöll-
uðu þeir á frönsku. Ekki vitum við hvaða
hlutverki þeir hafa gegnt, en auðséð var,
að þetta voru einhverjir framámenn,
sem biðu eftir einhverri konungsveizl-
unni.
22 VIKAN
AU sátu þögul um stund.
fj — Ilún er undarleg stúlka.
Stundum dansar hún ósköp
venjulega, en í önnur skipti alveg
dásamlega, eins og á föstudagskvöld-
ið og núna. Hún hefur mikla hæfi-
leika — gæti jafnvel orðið ein af þeim
ódauðlegu.
— Ef tækifærið býðst, sagði Ger-
ard hægt.
—• Hverskonar tækifæri, spurði
Jim samanbitinn.
— Hún þarfnast manns, sem skil-
ur hana fullkomnlega.
— Meinarðu André Lamartine?
sagði Jim.
— Ég er ekki viss um að hann
væri sá rétti, sagði Gerard. Hann skil-
ur fegurðina og skapar hana með
tónlist sinni, en Tessa þarf ástúð,
eitthvað til að örva og gefa henni
metnaðarþrá. Tessa kom brosandi til
þeirra.
Jim var þreyttur og vonsvikinn.
Hvað gat hann gefið henni,.annað en
sjálfan sig.
Þegar þau komu til London, skildu
Tessa og Jim við Wegghjónin og fóru
á lítið veitingahús í Tottenham Court
Road. — Þetta hefur verið dásamlegur
dagur, sagði Tessa.
— En þér hafið séð svo margt
skemmtilegt og verið svo víða, sagði
hann.
—■ En ég hef lítið séð nema leikhús
og æfa allan daginn og dansa á
kvöldin.
— En þér skapið fegurð með vinn-
unni og það hlýtur að gefa henni
gildi.
Allt i'einu datt henni André i hug.
en aldrei þessu vant hafði hún ekki
hugsað um hann allan daginn —
Stundum er það skemmtilegt, það er
ekki hægt að neita því.
— Þér sögðuð um daginn, að við
tilheyrðum sitt hvorri veröldinni, og
ég skildi það í dag ... þegar þér
dönsuðuð, sagði hann.
— Ég skil yður ekki fullkom-
lega .. .
—- Ég elska yður. Munið þér eftir
fjöðrinni úr væng eldfuglsins? Ég
hef ekki náð henni, því þá væruð þér
ástfangnar af mér.
— Jim, bíðið svolítið, við erum i«ý-
orðnir vinir.
— Ég get ekki beðið, því á morgun
fer ég heirn til Yorkshire og eítir
þrjár vikur eruð þér ekki lengur hér
í Englandi. Ég vissi það um leið og
ég sá yður í fyrsta sinn, að ég elsk-
aði yður. Þér eruð það fallegasta,
sem ég hef séð. En ég veit ekkert
um leikhús eða listir og hef ekki haft
æðri drauma en að lifa góðu lífi og
vinna. En þér getið orðið heimsfræg-
ar og ég veit, að ég á ekki að trufla
líf yðar ...
— Góður vinur truflar ekki, Jim.
— Ég óska að verða meira en vin-
ur yðar, en ég get ekkert boðið nema
ástina, ég mun elska yður eins lengi
og ég lifi. Viljið þér koma og heim-
sækja okkur í Granthorpe?
— Eruð þér viss um að móðir yðar
kæri sig um það?
— Auðvitað, það er lika mitt heim-
ili. Ég vil gjarnan að þér sjá.ið hvernig
minn heimur er, og síðar munuð þér
kannski minnast hans og þess ör-
yggis, sem hann býður — og Þá mun-
uð þér líka minnast mín.
— Á heimleiðinni sagði hann: —
Munið mig um það, að ef þér ein-
hverntíma þarfnist min — ef Þér
einhverntíma verðið veikar og þurfið
á hjálp að halda — þá látið mig vita
og ég mun koma hvenær og hvert
sem er.
Þegar þau komu að húsinu sáu
þau að bíll André Lamartine stóð fyr-
ir utan. Jim heyrði hvernig hún tók
andköf og byrjaði að laga á sér
hárið.
André kom brosandi á móti þeim.
— Tessa, ég hef verið að leita að þér
í allan dag.
— Ég hef verið á fundum síðan á
föstudag, sagði André.
— Þetta er Jim Renshaw, vinur
Geralds og Gerdu, og Jim, þetta er
André Lamartine.
— Ég vona að þér fyrirgefið mér,
að ég tek Tessu frá yður, sagði
André.
— Þetta er Jim Renshaw, vinur
Geralds og Gerdu, og Jim, þetta er
André Lamartine.
— Ég vona að þér fyrirgefið mér,
að ég tek Tessu frá yður, sagði André,
en það er mjög áríðandi fyrir mig,
að hitta hana í kvöld.
Jim kvaddi í skyndi og André sagði
við Tessu: — Hvaða ungi maður er
nú þetta?
— Þetta er vinur minn.
— Vinur? Hann tók harkalega um
handlegg henni og leiddi hana að
bílnum.
Hann sagði Pepe að aka um
skemmtigarlðinn. Andlit Tessu var
fölt og brúngyllt hár hennar straukst
við vanga hennar.
Hann sagði reiðilega: — Þú til-
heyrir mér, Tessa, skilurðu það ? Hann
tók hana í faðm sér og kyssti hana
hart og krefjandi. Hann hafði aldrei
kysst hana fyrr, og hún var óvið-
búin þeim djúpu tilfinningum, sem
það vakti hjá henni. Svo urðu varir
hans allt í einu blíðar og viðkvæmar.
— Ég hef hrætt þig, Tessa. Fyrir-
gefðu mér ... ég varð svo afbrýði-
samur ... og hræddur.
— Hræddur vegna Jim Renshaw?
—■ Hann er ungur og laglegur, og
hann er ástfanginn af þér.
— En þú?
•—■ Ég elska þig líka, ástin mín. Og
hlustaðu nú á, ég hef góðar fréttir.
Nú hef ég fengið nóga peninga.
— Peninga? sagði hún undrandi.
— Það verður frumsýning á „Þessi
maður elskar þig“ i London í októ-
ber. De Mayanaballettinn frá Ame-
ríku leikur með okkur og æfingarn-
ar byrja í ágúst. Þú átt að leika
Silfurblómið, litlu prinsessuna. Það
er aðalhlutverkið.
— Ég?
— Já, þú ástin mín. Við verðum
að fara heim á hótelið og drekka
glas af kampavíni.
— En André, ég sem get ekki
sungið.
— Þú getur sungið, ég hef heyrt
þig syngja ...
— Já, aðeins fyrir sjálfa mig, bara
að gamni, en aldrei á sviðinu. Ég
kann ekkert annað en að dansa, ég
er balletdansmær.
— Heyrðu nú litla mín, þú verður
eftir hér í London og færð tíma í
söng — allan daginn verðurðu að
læra, þangað til æfingarnar byrja i
ágúst. Hvað segirðu við því? Tessa
min, þú verður mikil stjarna.
VIKAN 23