Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 34
INSTANT TAN
með vitamin D
Þessi kristaltæri vökvi fer nú
sem eldur í sinu um allan heim.
Hvers vegna? Vegna þess að
þér berið hann á yður að kvöldi
til, og að morgni, þegar þér
vaknið, eruð þér orðin sólbrún,
tins og þér hafið legið á bað-
strönd, svo dögum skiptir. Flýt-
ir einnig fyrir að búðin verði
brún ef legið er í sólbaði.
Notkunarreglur:
Berið á yður í upphafi, 3svar
sinnum, með klukkustundar
millibili, að kvöldi til. Það tek-
ur um það bil 6 tíma þar til
hörundið er orðið brúnt. Nauð-
synlegt er að þvo sér um hend-
urnar eftir að búið er að bera
á sig.
Til að halda við hinum eðli-
lega brúna lit, sem þér hafið
fengið, nægir að bera á sig
einu sinni að morgni, svo lengi
sem óskað er.
Látið ekki hjá líða að kaupa
yður glas af þessum undravökva
strax i dag og sannfærast um
bæfileika hans. Er algerlega
skaðlaust fyrir húðina.
Fæst í flestum snyrtivöru- og
lyfjaverzlunum um allt land.
HEILDSÖLUBIRGÐIR
SNyRTTVÖRUR H.F.
Box 834. — Sími 17177.
eina óvini, sem enn var hægt að
hafa í fullu tré við: Gyðingum
Heimavarnarliðið stjórnaði enn
með harðri hendi þeim varnar-
lausa múgi manna, er bar gulu
stjörnuna á brjósti sér. Þá sem
drógust aftur úr, lömdu þeir mis-
kunnarlaust með byssuskeftunum
og pikkuðu þá með byssustingjum
sínum. Annað veifið kvað við skot-
hvellur Hér og þar lágu lík í
vegarskurðunum.
I Mosonmagyarovar fannst mönn-
um það hrifandi sjón að sjá vagna-
lestina með öllum hinum blaktandi,
framandi fánum. Verkaði það eins
og töfraorðið Sesam, opnist þú.
Hlið það, er daginn áþtir hafði
verið harðlokað okkur Gabor, var
nú fúslega opnað. Gyðingar stóðu
ískaldir í hópum úti i garðinum.
Þetta kom okkur Gabor og
Wallenberg ekki ókunnuglega fyrir
sjónir. Við vorum þessu svo vön.
En öðru máli gegndi um hina,
sem í förinni voru. Þeir höfðu
starfað að þvi mánuðum saman, að
bjarga Gyðingum. Þeir höfðu keypt
mat handa þeim, gefið út verndar-'
vottorð handa þeim og neytt allra
bragða stjórnmálanna i baráttunni
fyrir þeim. En þetta var í fyrsta
sinn, er þeir stóðu augliti til aug-
lits við eymd þeirra í öllum ömur-
leika.
Úti í kuldanum og nepjunni lágu
menn endilangir á jörðinni með
hálflukt augu, miðja vegu milli
meðvitundarleysis og dauða.
Koma okkar valcti athygli, litla
í fyrstu, en fregnin flaug skjótt
frá manni til manns. Örmagna
líkamir risu upp og virtust skyndi-
lega gæðast óvæntum þrótti. Þess-
ir vesalingar reikuðu til okkar,
gripu i klæði okkar og féllu á kné
fyrir okkur. Þeir fórnuðu höndum,
en tárin streymdu niður kinnar
þeirra.
— Við erum með mat handa
ykkur, sagði Wallenberg til þess
að þeir yrðu rólegri. — Nógan mat
fyrir ykkur alla.
En hann félck ekki að tala út.
Rödd hans drukknaði i gráti og
bænum.
— Hjálpið mér ... bjargið mér
.... ég hefi skilríki. Ég hefi rétt
til að vera fluttur á verndarstöð
.... farið með mig til Búdapest
aftur .... ég get ekki meira...
barnið mitt getur ekki gengið leng-
ur . ...
— Við skulum gera allt, sem
í okkar valdi stendur, svaraði Wall-
enberg. En því miður gat hann
ekki gefið ákveðin loforð. Fanga-
búðastjórinn hafði sagt okkur, að
enginn yrði látinn laus, sama
hversu mörg verndarvottorð hann
hefði. Aðgreining gæti aðeins far-
ið fram í fangabúðunum við landa-
mærin.
Bilstjórarnir komu nú með mat-
arbögglana. í þeim voru heil brauð,
dósamatur, mjöl — nóg handa öll-
um föngum, sem þarna voru. Eigi
að síður opnaði starfsfólkið frá
sendiráðunum nestisböggla sina,
tæmdi alla vasa að vindlingum og
drykkjarföngum og skipti því öllu
saman milli þessara pislarvotta
ranglætisins. Sumir gáfu þeim líka
trefla sína og vettlinga.
Flestir leiðangursmanna voru
með tárin i augunum. Það voru þó
ekki hinar likamlegu þjáningar,
sem þeir urðu vitni að, er komu
mest við þá, heldur hin ómannúð-
lega svívirða og auðmýking, sem
þessum vesalingum var sýnd og
hafði brotið niður allan þrótt
þeirra.
Wallenberg hafði verið fjarri
um hríð, en nú kom hann til baka.
Hann var brosandi.
— Ég sagði bifreiðarstjórunum
að muna eftir þvi, að gera ekki
varðliðsmennina afskipta, þegar
þeir útbýttu koniaki of> vindlingum,
mælti hann. Nú getum við verið
vissir um, að verðirnir stela ekki
matvælum fanganna.
Hvernig sem á því stóð, gleymdi
þessi ungi, sænski stjórnarfulltrúi
aldrei að beita heilbrigðri skyn-
semi.
Mosonmagyarovar lá um það bil
tíu ' mílur vegar frá landamæra-
bænum Hegyeshalom. Ég kveið dá-
lítið fyrir því að hitta aftur „vini“
okkar frá gærdeginum. En nú
hafði verið skipt um varðsveit og
nýi varðstjórinn lét fljótlega undan
síga fyrir ísköldum myndugleika
Wallenbergs. Eftir stuttar umræð-
ur var okkur leyft að fara inn í
fangabúðirnar, sækja þangað Gyð-
inga þá, sem höfðu verndarvottorð
og senda þá aftur til Búdapest.
Stundu eftir liádegi vorum við
tilbúin til brottfarar frá landa-
mærabúðunum, en skildum þar eft-
ir miklar birgðir af matvælum.
Við mundum líka eftir varðliðinu
á þessum stað. Við ákváðum að
dveljast í nágrenninu, til þess að
vera viðbúin, er fangahópur sá
kæmi til landamæranna, sem við
höfðum lieimsótt i Mosonmagyarov-
ar.
Fórum við í smáhópum lit i
sveitina til bænda, til þess að
verða okkur úti um mat, því að
satt að segja áttum við ekkert eftir
handa sjálfum okkur.
— Ættum við ekki að fara og
ná i öndina okkar? stakk Gabor
upp á.
— Ná í hvað, segið þér? spurði
einn Svisslendingurinn forviða.
— Komdu með okkur, þá færðu
að sjá.
Ég var ekki hrifin af hugmynd-
inni, því að ekki datt mér annað í
hug en að bóndakonan frá deginum
áður væri löngu hsett að vonast
eftir okkur, og búið væri að éta
öndina upp til agna. En mér skjátl-
aðist.
— Hittuð þið einhverja kunn-
ingja á leiðinni? spurði gamla kon-
an og virtist ekkert undrandi, þeg-
ar við gengum inn í unaðslega
eldhússhlýjuna.
— Það gerir ekkert til. Ég flysja
nokkrar kartöflur fyrir ykkur, og
set öndina inn í ofninn á meðan
og hita sósuna. Þetta verður allt
ágætt.
Og víst var það ágætt. Þegar
við höfðum lokið máltíð, mælti
Wallenberg, sem við höfðum að
sjálfsögðu boðið með okkur til
andarveizlunnar:
— Það lítur út fyrir, að þið
hafið þó haft eitthvað upp úr
ferðinni i gær. ★
Dauðadalurinn.
Framhald af bls. 13.
móti ekki bugast, fór Scotty allan
Dauðadal á enda að nóttu til og
stundum allt að 120 mílur á 24
klukkutímum. Þetta gerði þá
svo ruglaða og þjalcaða, að þeir
hættu leitinni.
KASTALINN:
Árið 1925 fóru að berast raddir
úr Dauðadal um, að Scotty væri
að reisa kastala í Vínberjaskarði í
efri hluta dalsins. Mat Roy Thomp-
son, þekktur verkfræðingur, og
hundruð af verkamönnum unnu
þarna.
Rafmagns- og vatnsstöð var komið
í gang. Teikningin sýndi nokkur
eldhús, baðherbergi og 18 eldstæði.
Fyrir eldivið borgaði Scotty 1500
dollara af hinum gamla Tonopah-
við, og Tidewater-járnbrautarfélag-
inu borgaði hann 25.000 dollara fyrir
að safna viðnum saman og koma
honum til kastalans. Austurrískur
tréskeri var fenginn til að sjá um
tréskurð á öllum loftbitum kastalans
ásamt fleiru. Geysifallegu pípuorgeli
með slærstu hljómpípum vestan
Chicago var komið fyrir á annarri
hæð kastalans. Scotty gat ekki spil-
að eina nótu, en á seinni ármn komu
til hans lieimsfrægir tónlistarmenn
og spiluðu fyrir hann og vini hans
Lubitil
Sputnik
vélin
770.00 Kr. Búðarverð
Heildsölubirgðir
Eiríhor Ketilsson
Garðarstræti 2.
34 VIKAN