Vikan - 27.07.1961, Síða 42
r
Paul V. Michelsen:
Kaktusar og þykkblöðungar
aítur í tízku
Engar jurtaœttir hafa eins
margar tegundir upp á að bjóða
til rcektunar í stofum og glugg-
um eins og einmitt fjölskyldun
Cactaceae, sem er upprunnin i
Ameríku og hinu regnfátœka landi
Mexico.
Það sem aðallega fær fólk
til að safna og rcekta þessar
einkennilegu jurtir, er fyrst og
fremst nœgjusemi plöntunnar, til
að þrifast við hin mismunandi og
oft ófullnægjandi skilyrði, eins og
ójafna vökvun, þurrt loft og mis-
hátt hitastig.
Kaktusar eru auðvitað misfall-
egir og margir þeirra bera mjög
falleg blóm. Og getur verið mjög
skemmtilegt að planta mörgum
saman í icer, og velja þá ólíkar
tegundir, sem fara vel samo.n Á
milli kaktusanna má svo leggja
mislita steina, skeljar, kufunga
eða annað slíkt.
Þegar kaktusum er plantað í
ker, er bezt að láta pottdbrot,
grófan sand eða viðarkol í botn
kersins, þá er minni hætta á að
ofvökvun skaði plönturnar. Mold-
arblandan þarf að vera mjög lét.t
og sandblendin. Síðan er kaktus-
unum raðað í kerið eftir smekk
og moldarblöndunni rennt á milli
plantnanna og vökvað lítillega á
eftir. Kaktusa má ekki vökva
nema mjög lítið, og fer það eink-
um eftir staðsetningu þeirra í
stofunni.
1 flestum tilfellum er nóg að
vökva þá einu sinni í viku, ef þeir
standa í gluggum, þar sem þeir
þrifast mjög vel í sólinni, en sjaldn-
ar standi þeir innar í stofunni. Á
vetrum er betra að vökva mjög
sjaldan.
Áburðarþörf kaktusa er mjög
lítil, og má nota litla potta eða
ker fyrir margar plöntur.
Notið oðeins hið fró-
biern dnnsba pr/ónngnrn
JSero roölur f«r ekki graaidað
Garnið er mölvarið og þarf því ekki að
óttast að mölur valdi á því skemmdum.
Fæst í ýmsum litum, af mörgum gerðum.
jSelt um nllt Innd
pórður Sveinsson & Co. h§.
SKIN OG SKÚRIR
Framhald af bls. 26.
Ég kom í gær og mig langaði rétt
að koma og óska þér til hamingju,
Jim.
—• Takk, sagði hann. Nú skulum
við fá okkur að drekka.
— Ættum við ekki að hafa Það
kampavín, sagði Janet. Það fengum
við alltaf áður á afmælinu þínu.
Þá verð ég að fara niður i kjallara.
Afsakið mig andartak.
Hann fór og stúlkurnar urðu einar
eftir. Janet leit illilega á Tessu.
— Þér eruð þá hérna ennþá? Það
virðist ekki vera, að þér hafið mikið
á móti því að lifa á hjálpsemi ann-
arra.
— Frú Renshaw og Jim hafa verið
mér svo elskuleg. Hún var rjóð í
íraman.
— Því farið þér ekki burt? Jim
elskar yður ekki í raun og veru.
Hann elskar mig. Við höfum þekkst
alla okkar ævi og ef þér væruð ekki
hérna, mundi hann elska mig aftur. . .
Tessa leit á Janet og sá að hún trúði
þessu sjálf. Hún kenndi i brjósti um
hana.
— Ef Jim elskar yður, breytir það
engu, hvort ég er hér eða ekki, sagði
hún.
Jim var að koma. Janet hvíslaði bál-
ill: Farið í burt . . . farið þangað,
sem þér eigið heima. Þér eruð óvel-
komnar hér.
Um leið og Jim kom inn, fannst ilm-
urinn af miðdegisverðinum, sem frú
Renshaw var að búa til. Janet brosti,
þegar hún sá kampavínsflöskuna.
— Vitið þér Tessa, að við stönzuð-
um í London, pabbi og ég Og við
bjuggum á sama gistihúsi og André
Lamartine. Hún sá að svipur Jim
breyttizt. — Við vorum í boði með
honum og hittum þar Léontine og
Rani Hilliard. Hún er trúlofuð og
Lamartine hafði mikinn áhuga á að
frétta af yður. Ég gaf honum upp
símanúmerið hérna. Mér fannst, að
ef Tessa væri orðin hraust, mundi
þetta hjálpa henni til að fá hlut-
verk aftur. ...
Síminn hringdi inni í skrifstofunni
og Jim fór i símann.
— Það er til þín Tessa, það er
André Lamartine.
Þegar þau voru orðin ein, sagði
Janet, að faðir hennar hefði verið
að spyrja um verksmiðjuna og hvort
hann myndi vanta fé í hana.
— Okkur hefur gengið vel hingað
til. En faðir þinn getur komið og
litið á þetta og við getum talað sam-
an. Gæti hann komið á morgun um
fjögur leytið?
— Já, gæti ég komið með?
— Já auðvitað, ef þig langar til
þess.
Inni í skrifstofunni stóð Tessa og
gat varla fengið sig til að taka sím-
ann.
— Hailó, er það Tessa? Þegar hún
heyrði djúpa rödd hans, var eins og
hún væri komin átta mánuði aftur i
tímann. — Þú hefur sjálfsagt haldið
að þú mundir aldrei heyra frá mér
oftar.
— Já.
Hann hló. — Það er eins og Þú sért
hrædd, Tessa.
Já, ég er það vist.
— Þú skalt ekki vera Það Tessa
litla. Nú veizt þú allt um mig — bæði
gott og illt. Gætum við hittst og borð-
að saman i Leeds á morgun? Eg
þarfnast Þín.
— Meinarðu, að þig vanti leikkonu.
Ég hef heyrt, að Rani Hilliard ætli
að fara að gifta sig.
— Það er aukaatriði. Það er svo
margt, sem við þurfum að tala um.
Kemurðu þá?
Hjarta hennar barðist ákaft. Hún
vissi að hún átti að segja nei. öll
hamingjan og sársaukinn við það að
elska hann, gagntók hana að nýju.
Hún vildi ekki byrja aftur á þe^su.
Hér var hún í friði og ró. En Jim hafði
sagt að hún yrði að taka ákvörðun.
Hún ætlaði að hitta hann og þá mundi
hún vita hvað hún ætti að gera.
Þegar Tessa daginn eftir gekk inn
í íburðarmikið hótelið, fann hún hve
breytt hún var. Þetta var heimur
André — og einu sinni hafði þetta
haft mikil áhrif á hana, hafði eins og
dáleitt hana.
Hann opnaði dyrnar sjálfur, þegar
hún kom að þeim og tók hana í faðm
sér og um leið vissi hún að hún var
frjáls. Hann leit undrandi á hana og
kyssti hana svo aftur ástríðufullt.'
Þegar hún leit í augu hans, sá hún
hann í fyrsta skipti vandræðalegan og
ráðalausan. Hann hafði fundið að
hann hafði ekki vald yfir henni lerig-
ur — og hann gat ekki skilið það.
—• Þú getur þá ekki fyrirgefið mér?
sagði hann biðjandi.
— Ég elskaði þig svo mikið. Ekkert
hefði getað eytt ást minni. Ég hugs-
aði um það eitt, að gera þig hamingju-
saman. Það varst þú sjálfur, sem eyði-
lagðir ástina.
Þessu var öllu lokið. E'n hann reyndi
að leika hlutverkið til enda.
— Tessa, þegar þú slasaðist var
eins og ég hefði drepið þig, ég þorði
ekki að koma til þín. Ég hefði aldrei
komið, ef Renshaw hefði ekki neytt
mig til þess kvöldið sem ég var að
fara.
— Jim! Líka þetta. Skulda ég hon-
um þá allt?
Eitthvað í rödd hennar sagði hon-
um sannleikann. í
— Þú elskar hann þá, sagði hann
og hún roðnaði þegar hún skyndilega
gerði sér það Ijóst.
— Já, ég elska hann, en ég vissi það
ekki fyrr en núna. Ég á honum allt
að þakka. Hann hefur gefið mér allt
.... einnig lífið.
Hann tók um hendur hennar. -—
Tessa, við skulum ekki tala um ást-
ina. Við skulum tala um framtið þína
sem leikkonu. Þú ert orðin hraust og
ég vil fara með Þig til London, þar
sem þú átt heima. Þú átt að leika
Silfurblómið þar til leikritið hættir
og síðan set ég nýtt leikrit á svið.
Ég er þegar byrjaður á því, Þú fórnar
þessu ekki fyrir húsmóðursstörfin út
í sveit?
— Ég veit það ekki. Ef Jim vill
mig ekki . . . það getur alveg eins
verið . . . þá neyðist ég til að taka
þessu. Þetta er eina starfið, sem ég
kann.
—- Þú getur ekki meint, að þetta
hafi ekki aðra þýðingu fyrir þig. Að
það sé ekki annað og meira en at-
vinna? Eftir alla okkar glæstu
drauma um frægð. Þú hefur verið
grafin of lengi þarna út í sveit. . .
þú hefur gleymt öllu.
— Ég man allt of vel eftir öllu,
André. Ég er fegin að ég kom. Hún
tók hringinn upp og fékk honum.
Það er bezt að þú takir við þessu hér,
sagði hún.
Janet og faðir hennar voru að
skoða verksmiðjuna með Jim. Þau
gengu út í enda nýju byggingunnar
við gafl gamla hússins. Þar loguðu
lugtir í háifrifnu gamla húsinu. —
Þið ættuð að rífa sem fyrst gamla
húsið. Það er hættulegt að hafa þetta
svona. En það er vonandi vel tryggt,
sagði faðir Janet.
— Já, en ég er nú samt feginn, þegar
þetta er búið. Það var ánægjulegt, að
Framhald á bls. 47.