Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 38
TÍZKUNEF.
Hin töfrandi nýja forsetafrú
í Ameríku, Jacqueline Kennedy,
hefur þegar skapað nýja tízku.
Ungar stúlkur fyrr á tímum leit-
uðu til skurðlækna til að fá eins
nef og Grace Kelly eða Sophia
Loren, segir einn af frægustu
skurðlæknum Bandaríkjanna, dr.
Oscar J. Becker, en nú vilja þær
allar fá forsetafrúarnef.
ERFIÐAR STJÖRNUR.
Fox kvikmyndafélagið er að
gera kvikmynd um munkana í
Alpafjöllum og vini þeirra og
36 VIKAN
hjálparhellur St. Bernhards-
hundana. Áður en kvikmyndun
gæti hafist, ráku menn sig á al-
varlegan erfiðleika. Hundarnir
skildu ekki ensku. Kvikmyndun
var frestað og hundarnir urðu
að setjast á skólabekkinn.
Perry Como, sem ieikur aðal-
hlutverkið og hefur þar að auki
mest með hundana að gera, tal-
aði þær setningar, sem hundarnir
þurfa að skilja inn á grammófón-
plötu, og nú hafa þeir verið að
læra ensku síðan um jól.
Framleiðandinn, Walter Reisch,
bjó í sex vikur í Sviss, til að
fylgjast betur með hundunum og
hann segir að þeir séu mjög al'-
þýðlegir. Þó að ég tali mjög góða
frönsku, segir hann, tóku þeir
strax eftir enskublænum og áttu
erfitt með að skilja mig, eða
að minnsta kosti létu þeir, eins
og þeir ættu erfitt með það.
Leikstjórinn Billy Wilder, sagði
einhvern tfma um Marilyn Mon-
roe: — Ég gerði mér ekki ljóst
hvað hún var rniikl óreglumann-
eskja, fyrr en ég sá baksætið í
bílnum hennar. Það er eins og
öllu sé hent þar af handahófi,
eins og það væri verið að gera
innrás og fjandmennirnir væru
alveg á næsta leiti. Þarna liggja
blússur og sportbuxur, kjólar og
sokkabandabelti, gamlir skór og
farseðlar, og kannski einnig
gamlir elskhugar, við hverju á
maður að búast. Ofan á öllu
saman liggur svo bunki af sekt-
artilkynningum frá umferðarlög-
reglunni.
Varir eru skapaðar til að kyssa,
en hvaða mann langar til þess
að kyssa varalit.
Mylene Demongeot.