Vikan


Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 20
ÞEKKTU SjALFAN t>IG Dr. Matthías Jónasson: Norn nútímans er skaðræðisgripur eins og áður. Hún er engum heil, á marga kunningja en enga vini, og allir eru fegnastir, þegar hún fer. Hún veit um alla snögga bletti á kunningjum sínum, og eiturörvar hennar hitta venjulega í mark. Áður fyrr voru nornir brenndar á báli, en í dag ganga þær lausar, og óheillaverk þeirra h ra ekki undir nein lög. Nornargervi þjóötrúarinnar. „Hún kemur yfir þig eins og útsynn- ingsbylur. Og þegar hann er liðinn hjá og þú áttar þig, þá sérðu, að mannorð þitt er ekki lengur á sínum stað.“ Það var gainli stýrimaðurinn minn, lireiðfirzkur sægarpur, sem lýsti þannig höfuðnorn þorpsins. Lýsing hans er hvorki margorð né nákvæm, en í henni felst þó sá óhugnanleiki, sem jafnan fylgir norninni. Þjóðtrúin liefur húið nornina i ein- kennilegt gervi, eins og hún ætti að vera auðþekkjanleg af ytra útliti. í íslentlinga sögum finnum við hæði ljótar og brosleg- ar lýsingar á Iienni. Óvenjulegur er þá orðinn skyldleikinn við hinar alvöldu örlaganornir norrænnar heiðni, sem hjuggu við rætur veraldartrésins og strengdu örlagaþræði manna undir miðj- an mánasal. Samt ber hún svipmót þeirra og ræður enn yfir þeirri töfrakynngi að geta með orðum einum gripið liarkalega inn í líf annarra manna. Örlagaþræðirnir eru festir á margan veg. Nútímánornin þarf ekki spáganda né önnur töfratól. Orðið eitt er henni nógu máttugt, ineðan við trúum á for- lagamátt þess. Fyrr á tíð trúðu menn því staðfastlega, að orð úr munni ó- freskra manna yrðu að áhrifsorðum. Því þóttu hrakspár hið inesta óvinarbragð og voru ósjaldan metnar sem dánarsök. Enn þá á þessi trú nokkur ítök i okkur. Árnaðarorð og bölbænir eru leifar af henni. í nornarmunni magnast áhrifa- máttur orðanna. Ilvort sem hún ber þau fram af reiðiþrunginni ógn, mælir þau i meðaumkunartóni eða með bros á vör, — ávallt smjúga þau djúpt inn í hug- skot okkar og verða virk öfl i sálarlif- inu. Af orðum nornarinnar drýpur i sál okkar sú óhamingja, sem þau boða. Því rætast svo margir lævísir spádómar. Eiturskeyti nútímanornar. Nútimanornin hefur lagt niður alla forneskju í ytra gervi; við hittum hana á vinnustað og lnin birtist skrautklædd og brosmild í samkvæmum ættingja og kunningja. Við þurfum að skyggnast dýpra inn i sál hennar sjálfrar til þess að koma auga á nornareðlið. Þá verður fyrst fyrir okkur tilfinningatómið og einmanaleikinn. Éngum manni er liún tengd heilum og lieitum tilfinningum. Hún á marga kunningja, en enga vini. Hún telur allar dyr standa sér opnar, cn gestgjafinn er fegnastur þegar hún fer. Jafnvel þeir, sem hún þykist elska og vill vera góð, fá að kenna á kald- lyndi hennar og grimmd. Um kunningja sina veit hún allt, sem henni þykir nokkru máli ski]ita, ýkir það ótrauð á hinn meinlegasta hátt og ber svo fróðlcik sinn áfergjulega í eyru hvers manns, sem hún talar við í svip- inn. Hún er næm á tækifærin til þess að skjóta eiturörvum sínum og hittir oft- ast beint í mark. Nýtrúlofaðri ungri „vin- konu“ óskar liún til hamingju með þess- um eftirmála. „Mér lízt svo vel á kær- astann þinn. Ég er reglulega stolt af honum l'yrir þína hönd. Það er einhver niunur eða ræfillinn hann Pétur, sem fór svo illa með þig.“ íslenzk skáld liafa lýst norninni i margs konar gervi, ungri og ellimóðri, auðugri og snauðri Fáir liafa þó dregið eðli hennar ljóslegar fram en Einar H. Kvaran hjá Guddu („Vitlausa Gunna“). Gudda er sjálfselsk, beizk og haturs- gjörn. Helzta gleðin í lífi hennar cr vitneskjan um óhamingju annarra. Iiún lifnar öll við og færist í aukana við það ólán, sem Gunna stallsystir hennar ratar í. Og þegar Gunna er í þann veginn að sturlast eftir heitrof Þorvulds og Framhald á bls. 37. NORNIN 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.