Vikan


Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 12
og kastalinn hans Scottys FYRRI HLUTI: JULIAN GERARD. Morgun einn árið 1900 stóð Scotty á götuhorni í New York an rammgert hlið kastalans. Á myndinni að neðan sést kastalinn allur. Fegurð Dauðadals er mikil og hrikaleg. Fjöll eru á alla vegu og mjög skörðótt og víða torfarin. Loftið er heiðskírt og tært og kyrrðin einstæð. Nálægt veginum er skiiti, sem á stendur: Óhæft drykkjarvatn. Þetta er 279.0 fet fyrir neðan sjávarmál og er lægsti staður í Norður-Ameríku og á vesturhveli jarðar. í sjónmáli frá þessum stað gnæfir Mt. Whitney, hæsta fjall Bandaríkjanna, í öllum sínum tignarleik. Nokkru norðar, í austurliluta dalsins, er Vínberjaskarð, og efst í ])ví stendur mjög dularfull bygging: KASTALI, sem herramaðurinn Walter Perry Scoít reisti langt frá öðrum mannabústöð- um inni í hrikalegri auðn Dauðadals. Hvað var það eiginlega, sem batt Scotty svo órjúf- anlegum böndum við þennan dal? Saga kastalans er sögð á þessa leið: Walter Perry Scott var fæddur í Cynthiana, Kentucky, árið 1872. Hann var stór maður vexti, yfir sex fet á hæð, og vó rúm 200 pund, er hann var upp á sitt bezta. Hann var með þykkan hárlubba og blá augu, sem kvikuðu af villtum bjarma, hvenær sem eitthvað var honum andstætt. Úti i auðninni var hann harðgerðastur ailra gullleitar- og ævintýra- manna, góður námumaður, og frábær hesta- maður var iiann og síðast, en ekki sízt, meðal iiinna síðustu söguríku vesturfara. Hann var hvatlegur, gáfaður og mjög gest- risinn, svo og geysimikill frásögumaður. Með kúrekahattinn sinn á höfði og i bláu skyrt- unni með rauða hálsklútinn og í háu leður- stígvélunum gerði hann menn orðlausa frá Los Angeles til New York. Scotty var talinn maður leyndardóms- ins, — sá, er fann hina dularfullu gullnámu Dauðadals, sem enginn vissi um nema hann einn, og hafði gefið honum þúsundir dollara í peningum. Hann hafði mikið yndi af að renna niður einhverja aðalgötu stórborganna með troðna vasa af peningum og fleygja handfylli á báð- ar hendur. Hann gaf oft 100 dollara i þjórfé og kveikti í vindlingum sinum með 50 og 100 doltara seðlum. Ef athafnir hans komu honum á fremstu síður dagblaðanna, var hann ánægður og taldi peningana hafa fallið í góðan jarðveg. Faðir hans ól upp úrvals reið- og keppnis- hesta, en Kentucky er vel þekkt fyrir hesta sína. Scotty var ekki einu sinni kominn á gelgju- skeiðið, er liann fékk 50 dollara lánaða hjá eldri bróður sínum og tók lestina til Nevada. Hann lenti að lokum í borginni Wells um miðja nótt og varð hestasveinn hjá hr. John Sparks, sem seinna varð fylkisstjóri í Nevada. Scotty var aðeins 12 ára gamall, er hann réð sig á tuttugu asna lestina í Dauðadál, sem flutti bóraxið frá Old Harmony Works til Majave. Hann bar vatn í asnana og sá um hemlana niður brekkur, en upp brekkur hljóp ■hann á eftir þeim og rótaði grjóti að þeim, til að halda þeim gangandi. Þetta var mikil og erfið vinna fyrir svona ungan dreng, og eftir nokkrar ferðir réð hann sig vatnsbera til hjáíparflokks, sem starfaði í dalnum. í þessum flokk voru nokkrir gamlir gullleitarmenn, sem kveiktu áhuga Scottys á gulli, er entist hon- um alla ævi. Eftir að Scotty fann fyrsta gull- leirinn, hætti hann ekki, fyrr en hann fann hina eftirminnilegu gullnámu sína. BUFFALO BILL-SÝNINGARNAR. Þegar lijálparflokkurinn hætti, fór Scotty aftur til Wells og þar tók hann að sér tamn- ingu og hestaumsjá aftur. En nokkru seinna fluttist hann til Idaho. Þegar þangað var kom- ið, var Scotty orðinn úrvals-hestamaður og snillingur í að sitja ótamda hesta. Starfsmaður birtist einn daginn frá Buffalo Bill sýningunum og vildi kaupa nokkrar ó- temjur. Menn Buffalo Bills voru ekki færir um að höndla þessa hesta einir og koma þeim í vagna, svo að Scotty og vinur hans fóru með þeim til aðstoðar. Þetta var byrjunin á veru Scottys í sýn- ingunum bjá Buffalo Bill. Slíkur afbragðs hesta- og reiðmaður var Scotty, að hann var settur inn sem eitt aðalnúmerið með Önnu Oakley, sem er talin mesta kven-riffilskytta Vesturríkjanna. I ellefu ár var hann með Buffalo Bill í Bandaríkjunum og Evrópu og kunni lífinu mjög vel. Það, sem vakti samt efst í huga hans, var að spara saman eins mikið og hann gat af launum sínum, en hverfa siðan aftur til Dauðadals og finna gullnámuna, sem hann dreymdi stöðugt um. Þar sem gull fannst, var hann ávallt með hinum fyrstu á staðinn, en aldrei eignaði hann sér land neins staðar. Hann flæktist til Mexikó og varð verkstjóri i timburverksmiðju í Cananea. Hann ferðaðist um öll Vesturríkin, en aðeins þó, þegar Buffalo Bill sýn- ingarnar lágu niðri að vetrinum. Það var ekki fyrr en hann missti vinnuna hjá Buffalo Bill, að hann byrjaði gullleitina fyrir alvöru.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.