Vikan


Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 9
HW r-M— l/'-J- *«. I - ■ FRÁ HERNÁMSÁRUNUM Eftir GUNNAR M. MAGNÚSS. Hermaður klifraði þar upp á þak hússins, en af þakbrúninni vann hann það verk, er hann hafði fengið skipun um að framkvæma. HÖPUÐSTAÐUIÍ VESTFJARÐA. ísafjarðarbær hefur oft verið nefndur höfuðstaður Vest- fjarða, og er það réttnefni. Þetta er gamall kaupstaður og verzlunarhær. Þar hefur um langan aldur verið rekinn út- gerð mikil, har var lengi miðstöð verzlunar úr báðum ísa- fjarðarsýslum. Stórverzlun Ásgeirs Ásgeirssonar á ísafirði hafði eigið gufuskip í vöruflutningum milli landa, sýnir það stórbrag verzlunar á ísafirði. ísafjörður var annar stærsti bær landsins, næst Reykja- vík, allt fram að siðustu aldamótum. Bærinn stendur á mal- areyri, er liggur því nær um Skutulsfjörð þveran, en beygir siðan i mjóan odda til suðausturs. Siglingarleiðin iiggur inn um mjótt sund milli tangans og austurstrandar fjarðarins. Þegar inn úr því er komið, blasir við ein fegursta og trygg- asta höfn landsins, Pollurinn. Nú var það laugardaginn 7. júní 1941, að starfað var í þessum útgerðarbæ að undirbúningi hátiðahalda daginn eftir, sem var sjómannadagurinn, hinn fjórði í röðinni. Margir gengu seint til náða í sumarbirtunni, en þi /ar kyrrð komin á upp úr miðnætti. SKIP SKRÍÐUR AÐ LANDI. Þá gerðist það, að brezkt skip renndi inn fjörðinn, inn á Poll og lagðist þar að bryggju. Strax er skipið var orðið landfast, steig á land 52 manna hersveit og gekk fylktu liði frá höfninni upp i bæinn. Þeir héldu undir ákveðinni leið- sögn upp í Silfurgötu, sem er i miðbæ ísafjarðar. Þar skipt- ust þeir í hópa: Nokkrir hermenn tóku varðstöðu á aðal- götunni, einn hópurinn umkringdi hús Jóhanns J. Eyfirð- ings við Brunngötu, en annar flokkurinn hélt að húsi frú Hásler við Aðalstræti. Þá seltu hermenn vélbyssur við Brunngötu, fram undan húsi Jóhanns Þorsteinssonar kaupmanns, en bak við hús Iryggva Jóakimssonar, vararæðismanns Breta. Skömmu siðar kom flokkur liermanna lieim lil Tryggva Jóakimssonar. Hermaður klifraði þar upp á þalc hússins, en af þakbrúninni vann hann það verk, er hann hafði fengið skipun um að framkvæma. En það var að skrúfa laust skilti vicekonsúlsins brezka og taka það síðan niður. Hermennirnir knúðu dyra, þar sem hertaka skyldi fólk, og fóru inn. lilkynntu þeir, að það hefði tveggja tíma frest lil að ferðbúa sig og gera nauðsynlegustu ráðstafanir, en það skyldi ekki búast við að koma aftur í bráð. Um fjögurleytið gekk hið hertekna fólk, sex að tölu, í fylgd hermanna frá heimilum sinum, eins og leið lá út í skip- ið. Sjöundi hertekni maðurinn var Þorbergur Þorbergsson vitavörður Galtarvitans, en þangað hafði skipið komið fyrr um nóttina. UMRÆÐUR ÍSFIRÐINGA Á SJÓMANNADAGINN. Bæjarbúum mörgum varð hvert við, er þeir vöknuðu við þann atgang, sem fylgdi hertökunni. Sjómannadagurinn átti að rísa með allt öðrum blæ. Það varð uppi fótur og fit snemma morguns, og menn spurðu: Ilvers vegna? Og hverjir voru herteknir? Spurningunni var svarað með því, að Bretar teldu fólk þetta hafa hjálpað Þjóðverjanum August Lehrmann til þess að dyljast sem flóttamaður í rúmt ár, en hann hafði þá ver- B VIKAN RAR HERTEKNIR í síðustu þáttum hefur verið sagt frá hernáminu og handtöku Þjóðverja, hvar sem til þeirra náðist. Einn þeirra, sem undan komst í bili var August Lehr- mann, en hjálpsemi ísfirzkra borgara við hann átti talsverð óþægindi í för með sér fyrir þá eins og hér kemur fram. ið handtekinn fyrir rúmum hálfum mánuði, þar sem liann hafðist við í tjaldi uppi í fjalli vestur í Patreksfirði. Hins vegar voru á dreif sagnir nm það, hvort fólkið væri saklaust eða sekt af þeim áburði Breta, að hafa brolið herlög, sem giltu hér á landi, með því að hylma yfir dvöl manns, sem talinn var, vegna þjóðernis sins, óvinur Bretlands. August Lehrmann hafði leynzt Bretum frá 10. maí 1940 til 21. mai 1941, og farið liuldu höfði um Vestfirði. Ilafði hann haft samband við sumt af fólki þvi, sem nú var hertekið, en annað hafði ekki komið við sögu fyrr, svo sem vararæðismaður Breta, Tryggvi Jóakimsson. Frá ferðalögum Lehrmanns og hjálpseminni við hann segir i greinni: „í felum milli Látrabjargs og Hornbjargs,“ sem birtist í Vikunni hinn 6. júlí. Nú renndi hið brezka skip út fjörðinn með hina herteknu. En flugufregnir um njósnir og nazisma gengu nú fjöllunum liærra, og margar æsilegar fréttir skutu upp kollinum. Furðaði marga á því, að hér hafði verið algjörlega gengið fram hjá íslenzkum stjórnarvöld- um, og þótti ósvinna og ofbeldi, að farið skyldi að fólki fyrirvaralaust á næturþeli, án undangenginnar rannsóknar. YFIRLÝSING BRETA UM HERTÖKUNA. En daginn eftir fékk þjóðin að heyra skýringu brezku herstjórnar- innar á þessum tiltektum. Yfirmaður herliðsins birti svohljóðandi til- kynningu í íslenzka útvarpinu:---- -----„Því hefur nýlega verið lýst yfir, að frelsi íslands væri Stóra- Bretlandi jafn mikils virði og þess eigið frelsi, og allar tilraunir, sem gerðar kynnu að verða til aðstoðar möndulveldunum, yrðu tafarlaust bældar niður. Yfirforingi setuliðsins vill láta i ljós þá von, að ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir, — en hinir handteknu karlar og konur liafa skotið skjólshúsi yfir þýzkan mann í nærri 12 mánuði og vissu vel, hvers konar maður hann var, —Þjóðverji, — og á flótta undan brezluim og íslenzlc- um lögum. Þessar persónur hafa veitt Þýzkalandi aðstoð, og hafa á vissan hátt veikt varnir íslands. Um leið og yfirforingi setuliðsins lætur í ljós, að sér þyki miður að hafa orðið að grípa til þessara ráðstafana, óskar liann, að íslenzku þjóðinni sé gert það Ijóst, að hann muni ekki þola jafnvel hina minnstu aðstoð við óvini brezka heimsveldisins eða nokkuð það, sem liklegt sé að geti stofnað brezka setuliðinu á tslandi i hættu. Ennfrcmur vill hann gera ljóst, að það er möguleiki á því, að Þjóð- verjar lendi flugvélum eða sendi niður fallhlífahermenn á ísland, og er það skylda allra að gera brezkum og íslenzkum yfirvöldum aðvart um slíka menn. Öll aðstoð við slíka útlendinga mun verða skoðuð sem fjandsamleg og tekin til athugunar þegar í stað. Aftur vill yfirforingi setuliðsins þó láta í Ijós þá von, að ekki þurfi að koma til frekari ráðstafana, en þæð sé undir íslendingum sjálfum komið.“ HINIR HERTEKNU. Hinir herteknu voru: Tryggvi Jóakimsson, vararæðismaður Breta, og frú hans, scm var þýzk. Jóhann J. Eyfirðingur kaupmaður. Sigurlaug Jóhannsdóttir Scheiter, dóttir Jóhanns Eyfirðings, gift þýzk- um umboðssala, er handtekinn var, þegar hernám Breta hófst. Gertrud Hásler, kona Ilans Hásler, bakara, er var þýzkur, en liann var handtekinn rétt eftir hernám Breta. Ilse Hasler, kjördóttir Háslerhjónanna. Hún var -7 ára, fædd hér á landi og islenzk í báðar ættir. Þorbergur Þorbergsson, vitavörður í Keflavík. Jóhann J. Eyfirðingur var norðlenzkur að uppruna, en hafði flutzt ungur vestur að ísafjarðardjúpi, stundaði sjómennsku og útgerð, en hafði mörg seinni árin rekið verzlun á ísafirði, ásamt konu sinni. Tryggvi Jóakimsson var ísfirðingur að uppruna, hóf ungur verzlun- arstörf, var meðal annars við verzlun á Flateyri, en fluttist ungur vestur um haf og dvaldist erlendis i 17 ár. Var hann lengst af i New York. Þar kvæntist hann konu af þýzkum ættum. Þau fluttust svo til íslands árið 1917 og settust að á ísafirði. Tryggvi stundaði umboðsstörf og rak verzlun. Tryggvi hafði verið brezkur vararæðismaðúr um 20 ára skeið, þegar hann var nú skyndilega handtekinn. Þorbergur vitavörður var vestfirzkur að uppruna, liafði verið við Djúp og flutzt frá Bolungarvík til Keflavíkur við Súgandafjörð. Gerð- ist hann vitavörður Galtarvitans og hafði gegnt því embælti í nokkur ár. Frúrnar G. Hásler og Sigurlaug Jóhannsdóttir Sclieiter voru þýzkir ríkisborgarar, sömuleiðis ungfrú Ilse Hásler, sem hafði hlotið þýzkan ríkisborgararétt vegna kjörforeldra sinna. UMHORF Á STYRJALDARVETTVANGI. Um þessar mundir var heimsstyrjöldin komin á hið geigvænlegasta stig. Hinn 25. marz, þetta vör, liöfðu Þjóðverjar lýst fslandi í hafnbann. Þýzka útvarpið tilkynnti þá, að hafnbannssvæðið, sem ákveðið hafði verið kringum Bretlandseyjar sumarið áður, hefði nú verið stækkað og næði nú eftirleiðis norður fyrir ísland að austan, þaðan vestur að land- helgi Grænlands og suður með henni til Angmagsalik, en frá þeim stað suður Atlantshaf fyrir vestan ísland. Þýzkar sprengjuflugvélar höfðu flogið inn yfir ísland. Ein sprengju- flugvél flaug yfir Reykjavík hinn 30. marz, en var svarað með ákafri skothrið úr loftvarnarbyssum i Reykjavik og nágrenni. Hélt flugvélin þá í austur og á haf út. Þá var það þetta vor, að einhver slórkostlegasta sjóorrusta styrjald- arinnar var háð skammt undan ströndum íslands, en þar áttust við mestu orrustuskip heims, brezka orrustuskipið Hood og þýzka orr- ustuskipið Bismarck ásamt fylgiskipum sinum. Þau hurfu bæði í liafsins djúp og er frá þvi mikil saga. Bretum var þvi heitt í hamsi um þessar mundir. FLUTT f FANGELSI f LONDON. Tryggvi Jóakimsson, vararæðismaður, lét höfundi þessarar greinar í té frásögn af hertökunni, einkum að því, er snerti hann. Hann segir svo í bréfi: -----„Er þetta skeði vissi ég ekki neitt fyrr en barið var á dyr um klukkan 2 að nóttu 8. júni 1941. Kona min vaknaði, fór á fætur og opnaði húsið. Hún tilkynnti mér, að fjórir Englendingar vildu tala við mig. Ég tók þetta ekkert alvarlega, því það var svo algengt frá þeim tíma er Englendingar hertóku landið, að þeir þyrftu minnar aðstoðar við í ýmsum útréttingum. En þarna voru þeir með þrjár tilkynningar, sem þeir afhentu mér. Tvær hljóðuðu á mig og konu mina, að við værum handtekin, og ein til mín, að consúlatinu væri lokað og skyldi ég afhenda það, er því tilheyrði. Þetta, eins og gefur að skilja, kom nokkuð flatt upp á mig, en við því var ekkert að segja. Fyrir utan húsið stóðu 10 til 12 hermenn með byssur og blanka stingi og þar að auki hraðskotabyssur á götunum. Sem sagt, okkur hjónunum (konan var 55 ára, og ég 60) voru veittir tveir timar til að tygja okkur til. — Marseruðum við síðan um borð i sk'ip við bryggjuna, og við hvora hlið okkar þessir 10 til 12 dátar, berandi byssur. Framhald á bls. 31. vikan 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.