Vikan


Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 31
ísfirzkir borgarar. Framhald af bls. 9. Nú datt mér aldrei annað í hug, en að við yrðum yfirheyrð t.d. i Reykjavík. Styrkti það mig mikið að hugsa til þess, þvi ég var svo sannfærður um, að ef ég fengi yfir- heyrslu, þá myndi þessi misskiln- ingur verða leiðréttur og við hjón- in látin fara heim aftur. En þetta fór nú ekki alveg svo. Við komum næsta dag á ytri höfn Reykjavíkur og vorum þar öll sett um borð í 20 þúsund tonna skip, sem var fullt af hermönnum, og flutt til Skotlands, þaðan til London, og kvenfólkið sett í Holloway, karl- menn Brixton fangelsi. Meðan ég var þarna i Brixton, skrifaði ég tvö bréf til brezka utan- rikisráðuneytisins og tvö til yfir- manns hers Breta á íslandi. Ásamt öðrum skýringum á máli mínu, fór ég aðallega fram á að vera yfir- heyrður, þvi hér væri um misskiln- ing að ræða. Ég hef aldrei fengið nein svör við þessum bréfum og aldrei neinn við mig talað. Allir þeir Englendingar, sem áttu að hafa eftirlit með okkur, komu mjög svo kurteislega fram. Ég lít svoleiðis á þetta mál, og hekl að fleiri mundu gera það, sem lita á réttarhöldin, sem íslenzka stjórnin lét fara fram í málinu, að þá leiki enginn vafi á því, að þessi taka konu minnar og mín sé á mis- skilningi byggð — — NÝ VIÐHORF. Réttum mánuði eftir hertöku ís- firðinganna, gerðust þeir atburðir, að Bandaríkjastjórn gerði samning við Breta og íslenzku rikisstjórn- ina um, að Bandaríkin tspkju að sér hervernd íslands, meðan á styrjöld- inni stæði. Mikill fjöldi bandarískra herskipa og flutningaskipa kom þess vegna til Reykjavíkur hinn 7. júlí, en 9. júíi kom þingsályktun þessu lútandi fyrir Alþingi, er kvatt var saman af þessu tilefni. Var þingsályktunin samþylckt. Sama dag tilkynnti Howard Smith, sendi- herra Breta, að allir þeir íslend- ingar, sem teknir hefðu verið fastir af setuliðinu og fluttir til Englands sem fangar, yrðu nú látnir lausir, samkvæmt samningi. Voru tilnefndir 10 manns, hinir 7 fyrrnefndu frá ísafirði, en auk þeirra 3 frá Reykjavik, þeiy Einar Olgeirsson alþingismaður, Sigfús Sigurhjartarson ritstjóri og Sigurður Guðmundsson blaðamaður. En þeir höfðu verið fangar Breta frá því 27. apríl þá um vorið, þegar brezka herstjórnin bannaði útkomu Þjóð- viljans og flutti þessa starfsmenn hans til fangavistar i Bretlandi. Nokkur töf varð þó á því, að föngunum yrði sleppt, en þeir komu allir til hinn 3. ágúst þetta suraar. FRÁ RANNSÓKN MÁLSINS. Þær fjórar vikur, sem liðu frá þvi að Isfirðingarnir voru handteknir og þar til samningurinn, sem leysti þá úr haldi, var gerður, hafði nokk- ur rannsókn á máli þeirra farið fram. Pétur Benediktsson var þá sendi- fulltrúi í London. Hann heimsótti fangana, skömmu eftir að þeir voru komnir til Englands. Tók hann af þeim skýrslu og sendi símleiðis til utanríkisráðuneytisins. Brezki sendiherrann í Reykjavik sendi ríkisstjórn íslands skýrslu um málið frá sinni hlið. Tilnefndi hann þar noklcra menn, er viðriðnir voru mál Lehrmanns, auk þeirra, er hand- teknir voru. Bæjarfógetinn á ísafirði, Torfi Hjartarson, hóf því rannsókn í mál- inu og yfirheyrði marga ísfirðinga. Réttarhöld í málinu héldu svo á- fram, þegar hinir herteknu komu heim aftur. Allir þeir, sem hertoknir voru, að undanteknum Tryggva Jóakimssyni og konu hans, viðurkenndu að hafa talað við Lehrmann eða veitt hon- um hjálparliönd. En það er augljóst af réttarhöld- unum, að þeir, sem veittu Þjóðverj- aiium aðstoð eða fyrirgreiðslu, hafa gert það af vorkunnsemi við ein- stæðings flóttamann, en ekki af póli- tískum orsökum eða af andúð við Breta. Hins vegar var öllum Ijóst, eftir að fyrsta sporið var stigið, að nokkuð var í lnifi. En í rauninni varð ekki aftur snúið, nema á þann eina hátt að framselja skjólstæðing sinn, en lítill drengskapur þótti það. Samkvæmt réttarhöldunum kveðst Jóhann Byfíirðingur „aldrei hafa unnið á móti Bretum og alls ekki hafa tekið á móti Lelirmann til að skaða þá á nokkurn hátt eða vinna inóti hagsmunum þeirra, heldur hafi hann hjálpað Lehnnann aðeins af þvi, að hann hafi kennt í brjósti um hann, og af því, að hann hafi fundið, að Lehrmann leitaði til lians vegna þess að liann var eini maðurinn ut- an Reykjavikur, sem Lehrmann hafði áður þekkt, þar sem hann hefði dvalið á heimili sínu viku- tíma haustið 1939.“ Jóliann sagði ein,nig, að hann hefði „strax fyrstu nóttina og dag- inn, sem Lehrmann var á hcimili hans, fyrir sitt leyti sannfærzt um, að Lehrmann væri ekki hættulegur maður, og að í farangri hans væri ekki neitt, sem bent gæti á, að hann hefði nokkurs konar njósnir með höndum.“ RÆÐISMAÐUR BRETA. Aldrei mun hafa verið gefin við- hlítandi skýring á handtöku Tryggva Jóakimssonar. Hann var að visu kvæntur þýzkri konu, svo að hægt var að vekja grunsemdir um að henni rynni blóðið til skyldunnar þar sem samlandi hennar átti í hlut og var í vanda staddur. En hvort tveggja var, að það sannaðist, að hún hafði aldrei við Lehrmann talað, og hins vegar liefði það verið meira en litið glapræði hjá ræðismanni Breta að lialda hlífiskildi yfir hinum svokallaða óvini húsbænda hans. Eftir því, sem kemur fram í réttar- höldunum, ber hinum yfirheyrðu saman um, að ólíklegt sé, að þau hjónin hafi haft vitneskju um Þjóð- verjann og því síður veitt lionum stuðning. Virðist aðför Breta að þessum opinbera starfsmanni Bretlands hafa verið frumhlaup eitt og allhastar- legt, þar eð þeir sviptu hann opin- berum trúnaði. Hitt var svo i beinu framhaldi, að þeir hristu höfuðið vlð þeim framburði, sem Tryggvi hafði til að sanna hlutleysi sitt í hinu af- drifarika máli. Og þar við sat. PREMT- §IHIÐJM HILNIR hf RAUÐI ÞRAÐURINN í viðskiptum yðar er viðleitnin til að efla og auka framgang fyrirtækisins og veita um leið viðskiptavinum yðar þá þjónustu og fyrirgreiðslu sem unnt er. HILNIR Samkeppnin á markaðnum verður æ meiri og krefst þess að staðið sé á verði gagn'- vart þeim þáttum viðskiptalífsins er snerta á einhvern hátt fegurðarsmekk fólksins. HILNIR hf Vönduð vinna á ölluni prentuðum gögnum fyrirtækisins ber því fagurt vitni, um leið og það vekur á sér athygli og örvar á þann hátt viðskiptin í hvívetna. HILNIR hf 1 Vér höfum um árabil unnið í sívax- andi mæli að hvers kyns prentverki svo sem: Prentun bóka, blaða og um- búða, ásamt skrifstofu- og verzlunar- gögnum ýmissa tegunda. Jafnframt því veitum vér viðskipta- vinum vorum alla þá aðstoð og leið- beiningar, sem með þarf þar að lút- andi. LNIR i Skipholti 33. — Sími 15320. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.