Vikan


Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 47

Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 47
SKIN OG SKÚRIR Framhald af bls. 43. sýna yður betta herra Greenoch, en ég verð að biðja yður afsökunar á, að ég hef eytt tíma yðar til ónýtis, því ég var að tala við félaga minn í London og okkur kom saman um, að við vildum helzt eiga betta einir. — Greenoch brosti. — Já, já, en þetta mundi nú samt verða áfram í fjölskyldunni, Þó að ég hjálpaði svolítið til. Við höfum nú þekkst svo lengi, Jim, að við getum talað hreinskilnislega saman. Þegar þetta er nú allt búið með dansmeyna, þá finnst mér, að þið getið alveg eins gift ykkur strax. Það mundi aðeins gleðja mig. . . . Hann þagnaði þegar hann sá hve vandræðalegur Jim varð. — Janet, þú hefur logið að mér sagði hann eldrauður af reiði. — Hef ég það, pabbi? — Þú sagðir að stúlkan væri farin frá Granthorpe, og að þú og Jim ætl- uðuuð að gifta ykkur. — Janet hló skrækum hlátri. — Þú veizt vel, pabbi, að ég hef aldrei sagt neitt þvílíkt. —- Janet, þú steinþegir meðan ég spyr Jim um dálítið. Segðu mér hrein- skilningslega Jim, hefur einhvern tima verið eitthvað á milli ykkar Jan- et — eitthvað sem hægt væri að skilja sem giftingarloforð ? Jæja, þú þarft ekki að svara, ég get séð það á þér, að það hefur ekki verið. Hann leit á Janet. Stolt hans var sært og það gerði hann grófan. — Nú, svo þú hélzt að þú gætir keypt hann, fyrst þú gazt ekki fengið hann á annan hátt! Hann tók hatt sinn og þaut út af skrifstofunni. Janet leit á Jim og hrópaði: Þú heldur að hún komi aftur? Þú held- ur kannski að þú sért henni eitthvað? Geturðu ekki séð, að hún er bara að nota þig af því hún hefur ekkert ann- að I bili. Nú er hún farin að hitta André. Hún var ástmey hans og þegar hann hætti við hana kom hún hlaup- andi til þín. Og nú fer hún aftur til hans, það gerir hennar tegund alltaf. Sg hata þig — ég hata hana, öskraði hún. Hún þreif töskuna sína og hljóp út. Hún var viti sínu fjær af reiði. Það var engin manneskja sjáanleg og hún gekk að gömlu byggingunni og kast- aði steini í eina lugtina og braut hana. Siðan henti hún henni niður í sagíð á góifinu. Hún stóð um stund og horfði á oliuna renna út og eldinn breiðast um allt, svo fór hún að tína pappír og allt sem hún fann til að glæða eldinn. Svo hljóp hún út úr húsinu og ók burt. Þegar áætlunaribíllinn stanzaði í Granthorpe, heyrði Tessa brunaflaut- urnar og sá logana niður við vatnið. Það er gamla húsið Kenshaw, heyrði hún éinhvern segja. Hún fór að hlaupa, og fólksmergð- in varð sífellt þéttari og hún varð að ryðjast i gegn. Loks kom hún að lögregluverði og komst ekki lengra. — Ég vona bara að enginn sé inni á skrifstofunni, heyrði hún að maður sagði bak við hana, því ef þessi gafl fellur .... Hún sá vatnið frá brunabílunum á þaki hússins og svo heyrðist brak og hún tók fyrir augun. . . Hái maðurinn við hlið hennar sagði: Hanri'féll inn, fröken, svo Það er ekkert að óttast. Þá kom hún auga á Jim, sem stóð inni í portinu, svartur í framan og skítugur. Án þess að vita hvað hún gerði, skautst hún inn á milli Lögregluþjónanna og til Jim. Hann tók hana í faðm sér og lengi horfðu Þau í augu hvors annars. — Jim, ég elska þig svo mikið! Ég var svo hrædd! Hvernig hefur eldurinn komið upp Jim, spurði frú Renshaw, þegar þau komu aftur til Wykeham húss. —■ Það veit ég ekki, sagði hann. En hann vissi Það vel. Þegar elds- ins varð fyrst vart, hafði hann hlaup- ið út og þá hafði hann séð skinnslá liggja á jörðinni við gamla húsið. Hann hafði tekið hana upp og hent henni inn í logana. Þegar móðir hans skildi þau Tessu ein eftir í stofunni, sagði hann: —■ Þú ert þá búin að tala við Lam- artine? Hún lagðist á kné viö fætur hans. Það er allt búið. Hann er mér ekkert lengur. Hann dró hana til sín. — Og hvað er þetta hér, Tessa? — Þetta er veruleikinn. Þú og ég! Ástin! — En dansinn, leikhúsið og frægð- in? Hún hristi höfuðið. — Það hefur aldrei verið það, sem ég óskaði mér. Það var bara það eina, sem ég kunni. — Eri nú veiztu hvað þú vilt? — Ég elska þig og ég vil vera hjá þér, ef þú vilt hafa mig, Jim. •—■ Hvort ég vil, sagði Jim. Úr einu í annað. Framhald af bls. 16. Notið tvo liti af „make up“ til að draga fram góðar hliðar og til að skýla göllum. Til dæmis mun dólítið dekkra púður á nefbroddinum en annars staðar stytta langt nef. Og ljósara púður undir augunum hylur dökka skugga. Notið aldrei dökkt púður á dökka húð. Það gerir línurnar í kringum munninn og ennið of skuggalegar Notið heldur fyrst ljóst og síðan dökkt ofan á. Ljóslampann er hægt að nota til annars en eingöngu til að brúna sig. Hann er ágætt vopn í bardag- anum gegn hrukkunum. Þið berið hæfilegt lag af hrukkulcremi á and- litið fyrst og sólið ykkur svo. Nýjasta tizkan i París eru dragtir með jakka, sem fóðraður er úr sama efni og blússan. Þetta getur verið mjög fallegt, sérstaklega ef hvort tveggja er úr blúnduefni. Þó er einn ljóður á þessu, helzt verðið þið að veifa jakkanum til og frá öðru hverju, svo að sjáist i fóðrið. Dragt- irnar eru að sjálfsögðu kraga- lausar. 1111 Nýtt útlit Ný tækni Málmgtuggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiöiubyggingar, gróður- hus, bílskúra o fl. /ZZ7 Lækjargötu, Hafnaifirði. — Sími 50022. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.