Vikan


Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 28

Vikan - 27.07.1961, Blaðsíða 28
I>etta er sagan, sem Kalli fugla- liræða, sagði Maju og Pésa einn sói- ríkan sumardag, þegar þau höfðu komið að heimsækja hann út á ak- urinn. _ — Eins og ]>ið vitið, sagði Kalli ** fuglahræða, vorkenna ailir mér mjög mikið. Ég verð að standa hér dag og nótt, jafnt i regni og sól, ég KALLIFUGLAHRÆÐA stend hérna einsamall og hef aðeins nokkrar smájurtir í kringum mig. — Þið vitið áreiðanlega, hvers vegna ég stend hérna, hélt hann áfram. Ég er hér til að líta «eftir gróðrinum, svo að krákur og aðrir fuglar éti hann ekki. Og krákunum og hinum fuglunum geðjast alls ekki að mér. Þeir sitja á grindverkinu og stara á mig, en þora ekki að koma nær. Og það gera heldur eng- ir aðrir. — Hvers vegna ekki? spurði Pési. — Já, það þætti mér gaman að vita, sagði Kalli fuglahræða. — Þið haldið kannski að ég eigi marga vini, þó að krákunum og hinum fuglunum geðjist ekki að mér. Ein- staka fuglar koma og setjast á hatt- ínn minn eða pípuna til að hvíla sig, en ég reyki aldrei pipuna. Öðru hverju eiga einnig nokkrir vegfar- endur leið fram hjá og heilsa upp á mig, eins og þið núna. — En það voru ekki dagarnir, sem ég hafði mestar áhyggjur af, það voru langar og einmanalegar næt- urnar. Stundum hefði ég gert hvað sem var til að heyra einhverja vin- gjarnlega rödd tala til mín utan úr myrkrinu. En hvað átti ég að gera? Ég stóð hér einmana og gat ekkert aðhafzt. — En einn daginn kom nokkuð einkennilegt fyrir, sagði Kalli fugla- hræða og hló íbygginn. — Dag nokkurn fyrir fácinum vikum komu tveir spörvar fljúgandi yfir akurihn. Þeir settust á aðra öxlina á mér, og ég heyrði, að ann- ar sagði við liinn: —■ Já, vina mín, þetta er rétti staðurinn. — Og svo sá ég að þeir liöfðu mikið að gera og flugu fram og aftur yfir höfuðið á mér. Já, satt að segja byrjuðu þeir að byggja eitthvað ofan á gamla hattinn minn. Ég gat ekki séð, hvað það var, því eins og þið vitið getur enginn séð hattinn á sjálfum sér. — Jú, ef maður lítur i spegil, sagði Maja. — En það eru engir speglar hérna á akrinum, sagði Kalli fuglahræða og andvarpaði. Og svo dag nokkurn gerðist nokkuð dásamlegt. Þar sem ég stóð þarna og fannst ég vera mest einmana fuglahræðan í öllum lieiminum heyrði ég í fjórum veik- byggðum og tístandi röddum: Kalli, Kalli, Kalli. — Hvaðan kom tíslið, spurðu Pési og Maja bæði í einu. — Það kom frá fjórum litlum spörvaungum,, sagði Kalli fugla- hræða. Og getið þið imyndað ykkur hvar þeir bjuggu? Pési og Maja ætluðu að fara að svara, en þögnuðu skyndilega, þeg- ar þau heyrðu tístandi hljóð frá hatti Kalla fuglahræðu. Og á næsta augnabliki stnngu fjór- ir litlir fuglsungar höfðunum út um fjórar holur á hattinum hans Kalla. — Góða kvöldið, vinir mínir, brópaði Kalli fuglahræða. Já, þarna sjáið þið, hélt hann áfram og sneri sér að Pésa og Maju. Þeir búa í hatt- inum mínum, er það ckki dásamlegt, nú þarf ég aldrei að vera einmana framar. ★ Þetta litla seglskip á vatn- inu á að sigla í kringum eyj- una og aftur til hafnarinnar án þess að stanza eða stranda, en það er góður meðvindur, svo þið skuluð reyna. Þessi litli hvolpur hefur komið auga á eitthvað úti á túninu. Þið getið hjálpað honum við að finna það, með því að draga linu á milli punktanna í réttri röð. KARTÖFLUSTIMPILL. Þið getið búið til skemmtilegan stimpil úr stórri, stinnri kartöflu. Skerið fyrst af henni stykki, þannig að annar endinn Ilve giögg eruð þiö? Hér eru tvær eins myndir, að því er virðist. En neðri myndin er frábrugðin þeirri efri í sex atriðum. Reynið nú að finna þessi atriði, og verið ekki lengi. — Lausnin er á 'i£ 'siq verði'sléttur. Síðan skerið þið á hann mynztur t. d. stjörnu, og fjarlægið það, sem er i kringum liana, þannig að mynztrið sé uppliækkað. Þá og verið ekki lengi. — Lausnin er á bls. 27. kaupið þið yenjulega stimpilpúða í hvaða lit, sem þið viljið og stimplið svo eftir vild á bæk- ur, blöð, bréf, einkennisbúninga og annað þess háttar, t. d. i sambandi við félagsstarfsemi. 2B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.