Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 4
SPIRAIUX Boðvogin & Þorsteinsson & (o BEZTA tækifæris- • •• /•• ffjofin BEZTA jolagjofm Fæst í verzl- unum víða um land. Verðlækkun - Verðlækkun - Verðlækkun - Verðlækkun JÓLAGJÖFIN E R PIERPOHT AítMBANDSÚR HEFUR ALLA KOSTINA: X hoggvarið vainsþétt jc glæsilegt árs ábyrgð ÍC dagatal •fc óbrjótanleg gangfjöður ★ verð við allra hæfi. Sendi í póstkröfu um allt land. Garðar Olafsson, úrsmiður. Lækjartorgi — Sími 10081. VIKAN O0 fwknin Sokknu borgirnar í „1001 nótt“ verða að, veruleika. Ýmislegt dettur manni í hug. Kannski væri réttara að segja: ýmis- legt dettur manninum í hug, og ekki hvað sízt Þegar um er að ræða að verja Þau svæði, sem Þegar eru undir yfirráðum hans eða afla sér nýrra yfirráðasvæða. Þá virðist hugkvæmni hans næstum óþrjótandi og hugarflugi hans engin takmörk sett. Skipta má sókn mannsins til svæð- isbundinna yfirráða í nokkra megin- kafla. Fyrst lagði hann undir sig löndin, síðan yfirborð hafsins, Þá loftið í grennd við jörðu — og nú stefnir hann að yfirráðum úti i geimnum og í undirdjúpunum. Sérhver sókn hefur kostað hann nýja tækni og tæki, sem krafizt hef- ur umhugsunar og undirbúnings. Þeim aðdraganda má einnig skipta i kafla eða þætti — fyrst hafa spá- menn og skáld gefið hugarflugi sinu lausan tauminn og látið gamminn geysa, siðan hafa þeir, sem raunhæf hugkvæmni er gefin, unnið úr hug- sýnum þeirra og búið í hendur hag- leiksmönnunum til framkvæmda — og loks hafa djarfir og þrekmiklir garpar, könnuðir og brautryðjendur, hafið sóknina. Þannig hefur það allt- af verið, fimbulfambararnir, eins og Þeir hafa oftast verið nefndir af sam- tíð sinni, áttu frumkvæðið að hverri nýrri sókn sem svo var leidd til sig- urs, þó sjaldnast fyrr en nokkrum öldum eftir að þeir voru allir. Þó ríkjamenn kváðu ætla að byrja að sökkva á næsta ári — er þó gamalt fim'oulfamb; við getum að minnsta kosti lesið um sokknar borgir og borgir á hafsbotni, bæði í „Þúsund og einni nótt" og fleiri gömlum ævin- týrabókum. En nú er, sem sagt útlit I fyrir að hún verði smám saman að veruleika fyrir hugkvæmni og raun- sæi, og ekki hvað sízt tæknikunnáttu nútímamanna. Fyrsta neðansjávar- húsið er þegar í smíðum, það verður kúlulaga og fimm hæðir, fyrir utan „kjallara" og „hanabjálka" og „ákaf- lega vandað að allri gerð“, eins og fasteigneisalarnir komast að orði. Þó verður það varla talið til fasteigna, þar sem því er ætlað að reka fyrir straumi. Niðri í kjallara þess verður komið fyrir kjarnorkuhlöðu, sem sér fyrir orku til ljósa og hitunar og til þess að knýja öll hin margvislegu tæki og vélar, sem þarna verða til húsa. I kjallaranum verður einnig komið fyrir blýfarmi til kjölíestu, og sjógeymum, sem hafa sama hlutverki að gegna. Utan á sjálfa húskúluna verður fest minni kúlum, sem dæla má í sjó eða tæma og fylla þá lofti, eftir því sem með þarf. Sjálf húskúlan verður á níutíu metra dýpi þegar til kemur, en tengd risastórri flotskál með víðri og ram- gerri pípu, 45 m langri, er gengur upp úr kúlunni og siðan upp um miðj- an botn flotskálarinnar, en barmar skálarinnar verða um sextán metra úr sjó. Um pípu þessa liggja svo ekki aðeins viðar loftrásir, heldur verður og komið þar fyrir hraðfara lyftu, svo séð verður fyrir öllum nýtízku þægindum. Fjögurra manna áhöfn varður að staðaldri í kúlunni, til að sinna rannsóknarstörfum og sjá um starfrækslu hinna mörgu rannsókna- og tilraunatækja. Sterkar rúður, „kýraugu“, verða á „veggjum" kúl- unnar og komið þar fyrir sterkum ljósvörpum og einnig fullkomnum kvikmyndatökuvélum. Fjölbreytt rannsóknatæki verða í kúlunni, einkum í sambandi við at- huganir á neðansjávarhljóðum og hlijóðburði, og skilyrðum fyrir radíó- j hefur það bil stöðugt verið að stytt- ast, eftir því sem tæknin varð fjöl- þættari og almennari og þróunin að sama skapi örari — og loks er nú svo komið, að blekið er varla orðið þurrt á pennaslóð fimbulfambarans — fyrirgefið forna og torskilda sam- likingu — örkin er varla runnin úletr- uð úr ritvél hans, fyrr en fimbul- fambið er orðið að raunveruleika. Borgin á hafsbotni — sern Banda-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.