Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 38

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 38
SINGER-PRJÓNAVÉLIN er nýkomin á markaðinn og nýtur þegar mikilla vin- sælda. Yélin er sjálfvirk og tveggja kamba (ekki úr plasti). Vélinni fvlgir taska og spólurokkur, einnig fá- anleg í glæsilegu borði. 6 tíma kennsla og eins árs ábyrgð innifalin. AUSTURSTRÆTI hans sjálfs, sérskilin frá öOrum, og fyrir aftan þau bæði stóð: „Magna cum laude.“ Hefði einhver spáð því fyrir ári, að það ætti fyrir honum að liggja að ljúka þessu prófi með á- gætiseinkunn, mundi hann vart hafa ráðið sér fyrir gleði, en nú virtist hann varla fagna því eins og vera bar. Klukkan var langt gengin tólf. „Þegar á allt er litið verð ég að fá mér einhverja hressingu,“ sagði hann, en vissi þó að það var ekki annað en yfirskinsafsökun. Það var eins og hann brynni allur innan rifja. Hann var allur i uppnámi í lyftunni á leiðinni, Það var sem tvö andstæð öfl toguðust á um hann; meðvitund- in um að þetta væri rangt og þráin eftir þvi, sem var svo sterk, að hann mátti henni ekki neitt viðnám veita. En jafnvel Þótt hann hefði ekki átt við neinar siðferðilegar hömlur að striða, var þetta vonlaust. Hún hafði ekki gefið honum minnstu vitund und- ir fótinn Allt benti til þess að hún ynni eiginmanni sínum lika hugást- um. Því ekki það? spurði hann sjálf- an sig, sennilega voru flestar konur hugfangnar af eiginmönnum sínum. Og hann gerði sér fyllilega ljóst, að hann stóðst ekki á neinn hátt sam- jöfnuð við Martin. Væri hann hins- vegar verðandi geimfari, kappaksturs- garpur eða þá að hann vissi ekki aura sinna tal, gegndi kannski öðru máli. En hann gat ekki státað af öðru en þessu „magna cum laude“, og henni var hægast um vik að svara honum því til: „Þakka þér fyrir, en það af- rek hefur eiginmaðurinn minn líka unnið." Hún sat inni í kaffistofunni þegar hann kom. Hann settist við borðið hjá henni án þess að spyrja hana leyfis. „Maðurinn þinn var ekki að bíða eftir úrslitunum í prófinu," sagði hann. „Ég á að segja honum þau í bréfi", sagði hún. „Hann stóð sig vel.“ „Hann stæðist ekki reiðari en ef það hefði farið á annan hátt." „Þér eigið við, að honum þyki mikið til slíks koma?" „Hann er gáfaður og metnaðar- gjarn. Vinnur öllum stundum. Hví skyldi honum þá ekki þykja mikið til slíks koma?" „Mér er sagt að hann hafi sett sér það mark að vera orðinn fullgildur prófessor þrjátíu og fimm ára?“ „Og ambassador í Frakklandi fert- ugur að aldri. Og svo — hver getur spáð um það?" „Þér eigið við. . ." Carey blöskraði beinlínis slíkur metnaður. „Woodrow Wilson var prófessor í sögu, ekki satt?" „Jú. Og hvað hafizt þér svo að á meðan hann er önnum kafinn við námið?" Hún roðnaði við spurninguna, en svaraði henni samt. „Eg snýst í ýmsu í ibúðinni. Og svo vélrita ég það, sem hann Þarf að fá vélritað og les lika " „Et yður mjög í mun að verða am- bassadorsfrú?" Hún virti hann fyrir sér eitt and- artak. Hingað til hafði hún verið vin- gjarnleg að vissu marki, en þó alltaf vör um sig. Nú gerbreyttist málróm- ur hennar allt I einu. Hún mælti blátt áfram: „Hann talar sífellt um þetta „æðra svið“ í heiminum, eins og það væri á tunglinu. Þangað þráir hann að komast. Vitið þér hvað þetta „æðra svið" er í raun og veru?" „Nei, ekki held ég það." „Það er allt mikið flókið. Miklu menninrnir, sem eru gáfaðir og icunna sig. Þeir klæða sig alltaf eins og við á. Þeir drekka það vín, sem við á. Þeir vita alltaf hvað eiginlega er að gerast. Ein af ástæðunum fyrir því, að við blöndum aldrei geði við aðra, er. . ." Hún þagnaði við. „Hann held- ur þvi alltaf fram að háskólaandrúms- loftið sé ákaflega litilmótlegt." „En hvað finnst yður sjálfri?" „Mér kemur vist ekki til hugar að vera að brjóta heilann um slíkt." i, ,Eigum við að snæða hádegisverð' saman á morgun?" Hún svaraði því neitandi, en reidd- ist þó ekki. Hann ætlaði að reyna betur, en í þá bar þar að tvo stúdenta, sem hann kannaðist við; þeir heilsuðu þeim, mösuðu kjánalega, og Carey var sannfærður um, að þeir gerðu það ■ einungis til Þess að geta gleypt Polly með augunum. Hann starði illskulega á þá, unz þeir höfðu sig á brott. „Kemurðu hingað á morgun?" spurði hann. „Ég geri ráð fyrir því. Ég verð að fá mér einhverja hressingu, og ég hef ekki efni á þvi að snæða annars- staðar . . . .“ „Er yður kannski á móti skapi að ég sitji við borðið hjá yður?" spurði hann. „Nei, ég hef ekkert við það að at- huga. En ég æski þess að þér munið, að ég er annars manns kona, það er allt og sumt." Hún hafnaði því stöðugt að snæða með honum hádegisverð, kvöldverð, eða að fara með honum í kvikmynda- hús. Það var eina helgina þegar hit- inn var sem mestur, að Carey fékk bíl að láni og bauð henni með sér til strandarinnar, en hún hafnaði því og hann skilaði bílnum. Hann vissi það fyrirfram, að hún mundi ekki þiggja boð hans, en það lá við að þetta væri orðið einskonar þrátefli hjá þeim og hvorugt vildi gefast upp. Þetta sumar varð hann fullorðinn. Fram að þessu hafði hann haldið, að maður gæti unnið hvað stúlku sem var með kurteisri þrákelkni og tillitssemi, en nú komst hann að raun um að svo einfalt var það ekki. Þarna var um ást að ræða, og ást hlotnaðist manni ekki fyrir sinn eiginn tilverkn- að; ástin var afl, sem enginn réði við og enginn gat sveigt til hlýðni við sig. Hann var ekki að sýna konu annars manns ástleitni, hann unnl henni, og- fyrir bragðið gekk hann ekki lengra en hann gerði. Hádegisstundin varð honum aðal- stund dagsins. Hann hafði ákveðið að hvíla sig sem mest frá náminu þetta sumar, en þar sem hann gat ekki notið návistar hennar nema þessa einu stund £ degi hverjum, vann hann það, sem eftir var dagsins til þess að drepa tímann þeirra stunda á milli. Það gerðist einu sinni að hún lét ekki sjá sig í kaffistofunni þrjá daga í röð. Þá fór hann þangað, sem hún vann, nam staðar á þröskuldi skrifstofunnar, heilsaði henni og spurði hvort hún hefði verið veik. „Já, ég hef verið veik," svaraði hún. Daginn eftir kom hún eins og venju- lega, svo hann gerði ráð fyrir að hún væri orðin frísk og hress aftur. Þessar hádegisstundir féll hann aldrei fyrir þeirri freistingu eins og karlmenn gera Þó yfirleitt, að ræða fyrst og fremst um sjálfan sig, en það kom einfaldlega til af því, að hann vildi sízt af öllu verða til þess að hún færi að bera Þá saman, hann og Martin, þar sem hann vissi sig skorta flest móts við hann. Þess i stað spurði hann hana um hana sjálfa. Hún var borin og barnfædd í smáborg, Þar sem göturnar voru ekki nema stígar milli trjánna. Hún hafði iðkað handknattleik og komizt í úrvalslið stúlkna í menntaskólan- um, og hún hafði verið kosin fegurð- ardrottning skólans, árið sem hún tók stúdentspróf. Árið eftir hafði hún misst báða foreldra sína i bílslysi, en liftrygging þeirra hafði þó hrokkið nokkurnveginn til, svo hún gæti lok- ið námi. Svo hafði hún kynnzt Martin, sem þá hafði getið sér mik- inn orðstir sem knattspyrnugarpur; daginn eftir að þau sáust fyrst voru þau harðtrúlofuð, en trúlofunin hafði staðið lengi, því að hann vildi ekki kvænast fyrr en hann hafði lokið fyrsta áfanga háskólanámsins. Carey spurði hana svo margs um hana sjálfa, að hún varð á stundum næsta undr- andi. „Hvers vegna hefurðu slikan ^iáhuga 6 þessu?" spurði hún. 38 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.