Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 20
ÚTDRÁTTUR. Sonja Wallin vinnur í skrif- stofu vátryggingafélags í Stokk- hólmi. Hún hefur eignazt son, en faSir hans sinnir hvorki honum né lienni, og veröur hún ein aö annast hann og vinna fyrir honum. Hann veröur henni allt í þessu lífi, og þeg- ar hann veröur fyrir vörubil og bíöur bana, veröur sorgin henni um megn — hún getur ekki sofiö nema meö svefnlyfj- um, og þegar jafnvel þau duga ekki lengur, veröur henni þaö á, aö taka of stóran skammt, og mundi þaö hafa riöiö henni aö fullu, ef vinstúlka hennar heföi ekki undrazt um Qiana, komiö aö henni i dáinu og látiö flytja hana í sjúkrahús. Þar kynnist hún geölækninum, Jan Stenlund, og rœöur þaö örlög- um beggja, en hann er heit- bundinn stúlku, Maud aö nafni, sem leggur á hann slika ofur- ást, aö hann getur ekki hugsaö til aö kvænast henni; þorir þó ekki aö slíta viöjarnar, þar sem hann óttast aö hún fái ekki af- boriö þaö. Hann býöur Sonju aö dveljast í sumarbústaö, sem hann á úti í skerjagaröinum, á meöan hún sé aö ná sér aftur, og heimsækir hana þar, einnig heimsœkir hann hana á laun, eftir aö hún kemur aftur til borgarinnar og ást þeirra verö- ur stööugt sterkari og innilegri. Þótt Maud viti ekki neitt, fær hún hugboö um aö önnur stúlka sé komin í spiliö; gerir tilraun til aö fyrirfara sér á sundi úti í skerjagaröinum, en Jan tekst aö bjarga henni á slö- ustu stundu. Hann hefur sagt Sonju aö hann sé heitbundinn. en hún finnur, aö þaö heit er honum einungis böl, og ákveö- ur aö beita öllum ráöum til þess aö þau megi bœöi veröa hamingjusöm. En þó Jan hafi sagt 'hanni þetta, segir liann henni ek\i, aö hann hafi oröiö aö heita Maud þvi aö yfirgefa hana aldrei, gegn því aö hún lofaöi aö gera ekki aftur til- raun til aö fyrirfara sér . .. Sonja bíöur þess í marga daga, aö hann komi eöa, hringi, en loks veröur biöin henni ofraun, og hún hringir til hans.... — Jan, það er ég ... Hún titraði og skalf af Þrá og eftir- væntingu, og þegar hún heyröi rödd hans, bergmálaði hún um innstu hug- arfylgsni hennar og fyllti hana heit- um, óumræðilegum fögnuði. — Sonja ... 20 VIKAN Hún heyrði að hann varp Þungt öndinni. —- Sonja . . . þú . . . þú ert heima . . . — Já. Þykir þér lakara að ég skuli hringja. Ég ... ég veit að ég á ekki að gera það. — Mér þykir vænt um að þú skulir hringja. Má ég hitta þig einhvers- staðar ? — E'f þú vilt. — I kvöld? Hvar? — Einhversstaðar þar, sem enginn sér til okkar, svaraði hún eftir and- artaks hik. — Á neðanjarðarbrautarstöðinni í Kóngsgötu, eftir stundarfjórðung? Ég skal ekki láta á mér standa. — Ekki ég heldur. — Þú kemur þá áreiðanlega? — Já, áreiðanlega. Hvernig líður þér annars? -— Ljómandi vel. Og þér? —■ Ljómajndi vel líka ... nema, nei, ... nú verð ég að fara að flýta mér. Hún lagði talnemann á, en lyfti honum svo aftur sem snöggvast og virti hann fyrir sér. Þú ert ekki nema dautt tæki, hvíslaði hún. Og þó gaztu orðið sá milliliður, sem dugði til Þess að Jan kemur til mín aftur. Löng græn lest brautarvagnanna skríður eins og eitthvert fornaldar- dýr um undirgöngin, nemur staðar i nokkrar sekúndur í bláköldu ljósi stöðvarlampanna, spýr farþegunum úr gini sinu og sogar í sig þá, sem beðið hafa á berangri pallanna. Þau fáu andartök, sem göngin í báðar áttir frá stöðinni standa auð, stara auglýsingaspjöldin frá veggjunum einbeitt og kalt í þreytt augu manns. Mjaðmabelti og viský. Ágengar aug- lýsingar um varning, sem allsstaðar er meir en nóg af. Unglingarnir aug- lýsa öryggisskort sinnar kynslóðar með háreysti og hvinum. Éinmana mannverur standa eins og steingerv- ingar og fela sig að baki dagblöð- unum; ung stúlka með barnavagn tekur i sig kjark, áður en hún ekur vagninum út á færibrúna, inn í lest- ina. Varðmaður með stóran hund í bandi gengur um pallinn á eftirlits- ferð, og þeir sem hæst hafa haft, lækka róminn örlítið á meðan, en hækka hann þeim mun meir, þegar vörðurinn og hundurinn hverfa upp stigaþrepin. Lestin andvarpar af áreynslunni, þegar dyrnar opnast. Fá- ið ykkur sæti. Dyrnar lokast. Og rauðar glyrnurnar hverfa í myrkrið úti í göngunum. Hann var kominn á mótstaðinn á undan henni, enda þótt hún hraðaði sér, sem hún mátti. Hún var dálítiö kvíðin — hvernig gengur maður til stefnumóts við þann, sem maður hef- ur þráð, heitt og brennandi dögum og nóttum saman? Hann dró hana að .sér kyssti hana, lengi og fast Þrýsti hana örmum. — Loksins, hvíslaði hann í eyra henni. Ég hef þráð þig alla eilifð. — Og ég hef þráð þig öllum stund- um. Þig ... af líkama og sál ... Hann tók i hönd henni. — Við skulum ganga upp á göt- una, sagði hann. Þau komu upp í hressandi kvöld- loftið, teygðu að sér ljósadýrð Kóngsgötunnar þyrstum augum. — Eigum við að halda á nokkurn sérstakan stað? spurði hann. Hönd hans þrýsti hennar, og það var henni nóg. Þá stóð henni á sama hvar þau reikuðu um eða hvar þau námu staðar. Hún lifði öll i hendi hans. — Við skulum ganga saman nokkra stund, sagði hún. Hvað, hugsaðir þú um mig, þegar ég hringdi? — Ég hugsaði ekki neitt, satt bezt að segja. Mér varð það eitt allt í einu Ijóst, að ég hef þráð þig óum- ræðilega síðan við vorum saman síð- ast. — Segirðu satt? — Já, ég segi satt ... Hann var svo rólegur í rödd og tali, að það var sem ekkert bil væri þeirra á milli lengur. Og henni var ljóst, að hann mælti af einlægni. Hann hafði þráð hana öllum stundum, af líkama sinum og sál, öldungis eins og hún hafði þráð hann. Þau gengu niður götuna. —- Hefur þér nokkuð komið til hugar ástæðan fyrir þvi, að ég hringdi til þín? spurði hann. -— Nei, svaraði hún. Ég hef aðeins beðið — og þráð. En ég hef ekki Ieitað svars við þeirri spurningu, því ég vil ekki vera að hnýsast í einkalíf þitt. Ekki einu sinni í hugsunum mínum ... — Má ég segja þér eitt? spurði hann. — Ef þú hefur löngun til. — Þegar ég ók hingað, kveið ég því að hitta þig ... — Ertu enn kvíðandi? — Nei, nú er það allt annað. Nú er eins og ég beri ekki lengur neina ábyrgð á því, hvað ég segi eða geri. — Annaðhvort okkar verður að taka á sig ábyrgðina. Það er þá bezt að ég geri það. Hann leit á hana, hristi höfuðið og brosti. — Viltu gera það fyrir mig að láta alla ábyrgð lönd og leið, bað hann. — Vertu eins og þú átt að þér, svaraði hún, og leyfðu mér að vera og hugsa eins og mér er eiginleg- ast. Það logaði rautt ljós við kross- göturnar. Á meðan þau stöldruðu þar við og biðu eftir grænu Ijósinu, virti hann hana fyrir sér, og það var sem skugga drægi yfir andlit honum. — Það er eitthvað annarlegt við augu þin, varð honum að orði. Eins og þú hafir grátið. — Hafðu ekki neinar áhyggjur af því. Því skyldi ekki setja að mér grát endrum og eins. Ég græt aðeins innra með mér. — Er þá eitthvað, sem þjáir þig? Hún hristi höfuðið. — Þessa stundina græt ég hið innra með mér af einskærri hamingju. Þeirri óumræðilegu hamingju, að mega ganga við hlið þér. — Hvert eigum við að halda? — Heim til mín, beina leið. Ég vil eiga þig allan, sjálf og ein ... Vekur það með þér ótta, og ég skuli segja annað eins og það? Hann nam staðar. Tók báðum höndum um vanga henni og kyssti hana. — Við ættum að finna til ótta við það, sem við eigum fyrir höndum. Bæði ... Hún hengdi kápuna sína á snag- ann, leit á hann og síðan spyrjandi inn í eldhúsið. En hann hristi höf- uðið. — Nei, þakka þér fyrir. Ég vil ekki kaffi í Þetta skiptið. Ekkert nema Þig og að njóta þín. Hún laut höfði og reyndi að vera alvörugefin á svipinn. — Ég stend tilbúin, svaraði hún. Hvernig kýstu helzt að fá mig fram- reidda? — Liggjandi inni á legubekknum með stóra svæfilinn undir höfðinu. Hún lagðist útaf á legubekkinn og reyndi að vera lokkandi eins og næt- urseiðkona. En leikurinn varð henni um megn og hún gat ekki að sér gert að hlæja. Svo hnyklaði hún auga- brúnirnar. — Þetta er síður en svo hlægilegt, sagði hann. Liggðu kyrr á meðan ég haga Ijóshlífinni þannig, að ég sjái andlit þitt eins og ég vil helzt greina það á mörkum birtu og skugga. Hann færði lampann lengra inn í hornið og fjær henni. Skíman dofn- aði. Hann settist á legubekkinn hjá henni og horfði á hana nokkra hrið. — Þú hefur margbreytilegt and- lit, varð honum að orði. Þetta er i fjórða skiptið, sem við hittumst, og þú hefur aldrei verið söm í tvö skipti. — Ef ég á að taka þetta sem gull- hamra, þakka ég Þér fyrir. En um leið vara ég Þig við. Ég er þvi óvön, að mér séu slegnir gullhamrar, svo það er ekki að vita hver áhrif það kann að hafa. Hann laut hægt að henni og kyssti hana. Þegar hann rétti úr sér aftur í sæti sínu, lá hún með lokuð augun, en vakandi bros lék um varir henni, og það var sem andlit hennar geislaði frá sér innri birtu. Hann kyssti enni hennar og gagnaugu, eyru og háls. Þegar hann virti hana síðan aftur fyrir sér, var bros hennar þrungið hita og æstri eftirvæntingu. — Ef þú færir þig lítið eitt ofar, get ég lagzt hjá þér, hvíslaði hann. Hún færði sig nær veggnum og hló lágt. — Ég beið eftir Því, að þú bæðir mig þess, sagði hún. — Þér var það þá ekki gegn skapi? — Ég þráðl að þú bæðir mig þess, svaraði hún. Þráði Það ... öll. Má ég hvíla höfuðið við barm þér? — Svona ... fer nú vel um þig?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.