Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 14
14 VIKAN Umferð í Los Aogeles Þa8 er talið að bilaeign sé hvergi meiri en í borginni Los Angeles í Bandaríkjunum og nágrenni hennar. Þar er meiri umferð, en annarsstaðar eru dæmi um, sérstaklega á morgn- ana og svo síðari hluta dagsins, þegar menn aka heim úr vinnu. Þess verð- ur ninsvegar ekki vart, að meiri um- ferðarhnútar séu í þessari borg en anarsstaðar þar sem færra er um bílana og ástæða fyrir því er sú, að umferðaræðarnar þar eru mjög full- komnar eins og myndin gefur hug- mynd um. Þetta er aðalvegur i út- hverfi Los Angeles. Allar þvergötur liggja yfir hann, og hver brú er lík- lega ekki minna mannvirki en Ölfus- árbrúin. Það mundi sennilega verða lítið úr þeim að aka þarna, sem ekki geta lært hinar einföldu umferðar- reglur i Reykjavík. Qengnir guðir Fyrir fimmtán eða tuttugu árum voru þessir menn kóngar á sinn hátt ef ekki meira; fyrir fjölda manns voru þeir tilbeðnir guðir. ímynd karl- mennsku, hreysti og glæsimennsku á tjaldinu hvita. Nú eru þeir allir gengn- ir til feðra sinna; hafa fallið fyrir ald- ur fram eins og menn gera gjarna, þeg- ar lifað er hátt og lifað hratt. Þá eru menn útslitnir rúmlega fimmtugir. Þannig er það um marga fræga kvik- myndaleikara. Þeir virðast ekki ná há- um aldri. Af þessum frægu þreinenn- ingum, sem lagt hafa upp laupana fyrir aldur fram, var Clark Gable ef til vill frægaslur og mest dáður, ekki sízt hjá kvenþjóðinni. Hann lézt af hjarta- bilun, hinir tveir úr krabbameini. Þeir voru stórmenni á sínu sviði og enn um skeið munu þeir lifa 1 verkum sinum, í hundruðum kvikmynda, sem sýndar verða um allan heim löngu eftir að þeir eru komnir undir græna torfu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.