Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 15
Gunnar S. Þorleifsson. Jón Gunnarsson. Guðmundur Jakobsson. ÍSLAND í DAG Fyrir nokkru síðan kom út bók á vegum útgáfufélagsins Landkynning b.f., er nefnist Island í dag, og mun að mörgu ekki eiga sér hliCstæðu meðal íslenzkra bóka. Eins og nafnið ber með sér, er bókinni fyrst og fremst ætlaö aö vera kynningarrit um landið — en það er ekki hiö sérstæða viö bókina, bvi margar slíkar hafa séð dagsins ljós — heldur hitt á hvern hátt takmarkinu er náö í Þessu tilfelli. Bókin er rúmlega 500 blaðsíður að stærö i stóru broti, og skipt í tvo aðalkafla. Mun það að flestra áliti vera síöari kaflinn, sem er nýstárleg- astur, en þar eru kynnt um 300 fyrirtæki víðsvegar um landið, saga þeirra skráð í stuttu máli, lýst starfsemi þeirra, stofnenda eða ráðamanna getið. Allt er þetta prýtt með mörgum myndum. Fyrirtækin sjálf hafa veitt þessar upplýsingar og i sumúm tilfellum eru greinarnar skrifaðar af starfsmönnum fyrirtækisins, svo að þar er margur rithátturinn og misjafn. Allt um það er þessi hluti bókarinnar óvana- legur og jafnframt fróðlegur, bæði í dag og um alla framtíð. Fyrri hluti bókarinnar samanstendur af 21 grein, rituðum af þjóðkunnum mönnum sem flestir eru forystumenn hver á sínu sviði. Fjalla greinar þess- ar um hina ýmsu þætti þjóðlífsins og eru að sjálfsögðu merk heimild um framvindu ýmissa þjóðmála og stöðu þeirri í nútíð. Ritstjóri bókarinnar og jafnframt framkvæmdastjóri félagsins, er Guð- mundur Jakobsson, sem um langan tíma hefur starfað að útgáfu ýmissa bóka, en með útkomu þessarar bókar má hiklaust segja að bezt hafi tekizt, enda mun hann hafa starfað að henni undanfarin þrjú ár. 1 stjórn félagsins eru einnlg þeir Gunnar S. Þorleifsson forstjóri Félagsbókbandsins og Jón Gunnarsson skrifstofustjóri hjá vélsmiðjunni Hamar. Gunnar mun eiga hugmyndina að útgáfu þessarar bókar. Island I dag er nú í prentun á ensku, og kemur út á því máli upp úr áramótum, og gera útgefendur sér vonir um að sem slík verði bókin mikið notuð til gjafa frá Islenzkum fyrirtækjum og stofnunum, sem hafa við- skiptasambönd erlendis. Uigubílstjóri í 46 nr Það hafa margir setið í bíl hjá honum Magnúsi Ólafssyni, sem um fjölda ára hefur verið leigu- bílstjóri á BSR, og öllum kemur einhig saman um að liprari, kurt- eisari og þægilegri leigubílstjóra er vart að finna. Magnús hefur ekið bíl hér í bænum allt frá 1915, en hann var vörubílstjóri til ársins 1942, er hann fór að aka fólks- bil hjá BSR. Þótt starfsaldur Magnúsar sé orðinn langur, læt- ur hann það ekkert á sig fá og þótt hann sé orðinn 73 ára gamall, ekur hann bifreið sinni hvern dag eins og maður á bezta aldri. Hann segist líka vera á bezta aldri — og því til sönnunar bendir hann á að yngsta barn hans er aðeins tveggja ára gamalt. Pétur Hoffmann Salo- mónsson sýnir okkur hér nýjustu tízku í klæðaburði karlmanna, og er hann sjálfur höf- undurinn. Pétur er snyrtimenni mikið og hefur yndi af fallegum fötum, og helzt vildi hann ávallt vera samkvæmis- klæddur. Til þess að samræma notagildi hvers- dagsfata og glæsileik smokingsins, hefur hann látið sauma sér fötin, sem myndin sýnir. Á vestinu er svartur smokingskragi úr silki og samskonar silki- rönd á buxnaskálmunum. Þessi föt kallar Pétur hversdagssmoking. Okkur datt í hug að spyrja Pétur um afl hans, sem hann stundum hefur gumað af. Svo sem kunn- ugt er var bróðir hans, Gunnar mikill kraftajöt- unn og ferðaðist víða um lönd lil að sýna afl sitt og nefndi sig ÍJrsus. „Ég var sterkari en Gunnar hróðir,“ sagði Pétur „enda hafði ég hann í venju- iegum aflraunum begar ég var á þrítugsaldri, og hafði hann þá undir ef því var að skipta. En eftir að Gunnar fór að æfa sig, varð hann mér fremri á því sviði, því ég æfði ekki. jf Hversdags- smóking VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.