Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 43

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 43
frrrr HÖRPU MALNING // Jtaxpa h* greiðslu. Það er ef til vill örlítill slæðingur í einstaka verzlunum, af gömlum „kúnnum“, sem gera svo alltaf upp mánaðarlega, en það virð- ist óðum að hverfa, sem betur fer. Einstaka verzlanir hafa þó meira af sliku, en það eru þá helzt þær veTzlanir, sem selja mikið til stærri fyrirtækja, svo sem útgerðarfélaga. f kjörbúðum er lánsverzlun ó- þekkt fyrirbrigði, enda þýðir ekkert að fara fram á slíkt þar. Yfirleitt — segja kaupmenn — er mikið þægilegra að komast hjá láns- verzlun, ef kaupmaðurinn er ekki sjálfur við afgreiðslu. Viðskiptavin- ir vita að það þýðir ekkert að fara fram á slíkt við afgreiðslufólk, því það segir bara eins og satt er: „Þvi miður. Okkur er alveg bannað að skrifa.“ Einn kaupmaður hafði það lagið á ef einhvern vantaði nokkrar krón- ur til að geta borgað, að hann sagði því miður leyftói bókhaldið ekki neina lánsverzlun, en það væri al- veg sjálfsagt að lána upphæðina — 10 — 20 krónur — úr eigin vasa. Svo tók hann upp veskið og borgaði það sem á vantaði í kassann. Reynsla hans er að slikar skuldir eru mikið frekar greiddar en hinar, — sem því miður vilja oft gleymast. Nokkru öðru máli gegnir með verzlanir víðsvegar í smærri kaup- stöðum út um iandið. Þar er nokkuð oft um töluverða lánsverzlun að ræða, — en þó með öðru sniði en ætla má. Þar sem mikið er um kvikfjár- rækt, t.d. fer mikill hluti verzlunar við kaupfélögin fram á þann hátt, að þau lána framleiðendum (bænd- um) og útgerðarmönnum út á af- urðaverð i næstu sláturtið. Þar er því raunverulega um nokkurskonar vöruskiptaverzlun að ræða. Öðrum en framleiðendum lána kaupfélögin yfirleitt ekki, en þess 1 stað er tölu- vert um föst reikningsviðskipti hjá öðrum kaupmönnum úti á landi. Þar er það ýmist svo að reikningar eru gerðir upp við hver mánaðarmót, eða að viðskiptavinur hefur nokk- urskonar hlaupareikning, sem hann greiðir inn á, og fær svo yfir- lit hjá verzluninni einu sinni eða tvisvar á ári. Annars láta kaupmenn yfirleitt vel af því hvernig fólk stendur i skil- um, þegar það fær vörur með af- borgunarskilmálum. Það eru aðeins undantekningar, sem ekki greiða á réttum gjalddaga. Einstaka sinnum hefur það þó komið fyrir að verzlanir hafa þurft að fara á staðinn og taka vörurnar aftur, eftir að itrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að fá fólk til að standa við gerða samninga, en þá er því oftast gefinn kostur á þvi að Ijúka skuldinni, en varan — hvort sem það eru húsgögn, teppi eða heimilistæki — er geymd í verzlun- inni og siðan afhent aftur, þegar skuldin er greidd. En þetta eru sem sagt undantekn- ingar. Þú ert engin undantekning, kunn- ingi, því þú ert eins og annað fólk, borgar þinn mat við móttöku — og kaupir Vikuna — eins og annað fólk. G, K, ...allir þekkja KIWI gljáann O. JOHNION ð> KAABER H/F, REYKJAVIK VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.