Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 7
sjálfan sig um leið og hann vaknaði, hvar hann ætti helzt að leita hennar í dag. Það vr eins og fyrir tilviljun, að hann mundi eftir því, að hann átti að mæta til prófs. Hann hélt þangað i bezta skapi. Hann varð undr- andi þegar hann komst að raun um hve vel hann stóð sig. Þetta virtist vera auðvelt próf. Og svo svaraði hann rólega, miðað við allt annríkið og kvíðann áður, þegar einhver spurði hann hvernig honum hefði gengið: „Ég held sæmilega." Slikt lét enginn sér um munn fara. Það var ætlazt til að maður væri hógvær og varfærinn. Það var föst venja að gera sér glaðan dag þegar fyrsta prófraunin var afstaðinn. Um kvöldið söfnuðust allmargir sagnfræðinemendur saman heima hjá Harry Day. Sumir höfðu tekið konur sínar með sér, en þær sátu einar sér inni i dagstofunni, karlmennirnir héldu sig frammi i eld- húsinu og drukku bjór. Fyrst í stað snerust samræðurnar eingöngu um spurningarnar og svörin, sem þeir höfðu gefið við þeim; þegar áhrif bjórsins fóru að segja til sín, voru þeir hinsvegar allir vissir um að þeir hefðu allir staðizt raunina. Carey stóð upp við kæliskápinn með bjórglasið i annari hendi og kex smurt lifrakæfu í hinni, hann tók ekki mikinn þátt í samræðunum. Með sjálfum sér var hann viss um að hann hefði svarað hverri einustu spurningu rétt, en hefði hann látið það uppskátt, mundi það hafa kallazt grobb. Stúlkan stóð hon- um enn fyrir hugskotssjónum — hafði fylgt honum stöðugt eftir við prófborðið, staðið I sínum ljósa kjól meðal riddaranna að Runnymede, setið með krosslagðar fætur á fremsta bekk í réttarsalnum að Warren Hastings, geispaði á áheyrendasvölum parla- mentisins þegar Russel ræddi um stjórnar- skrárbreytinguna, hún hafði jafnvel verið ein í hópnum sem tók á móti Chamberlain á flugvellinum, þegar hann kom frá Munc- hen. Nú þegar hann var orðinn rólegri, sá hann að hann átti það henni fyrst og fremst að þakka hve vel hann hafði staðið sig. Hann hafði unnið eins og þræll allt undan- farið ár. Og hann kunni nægilega mikið fyrir sér í sálfræði til þess að hann skildi það, að þessi gerbreyting þrjá síðustu dag- ana hefði orðið honum til góðs. Stöðug um- hugsun um hana hafði komið í veg fyrir að hann kviði prófinu, en nú, þegar saga Eng- lands sat ekki lengur að völdum í kolli hans, tók stúlkan Þar öll völd, töfrandi falleg, töfrandi aðlaðandi. Hann tók að brjóta heilann um einhver ráð til að finna hana, en gaf það upp á bátinn og fór að fylgjast með samtali hinna. „Fékkstu háan styrk?" spurði einhver. „Ekki nógu háan. Enginn styrkur er nokkru sinni nógu hár.“ Hann hafði aldrei áður séð þann, sem varð fyrir svörunum, sem ekki var heldur að undra þar eð þetta var fjöl- mennur háskóli, en þetta var maður hár vexti og myndarlegur. „Hvar í Frakklandi ætlarðu að dveljast?" var hann enn spurður. 1 Aix- en-Provence. Þar eru beztu kaffihús í Evrópu. Borgin á glæsilega bygg- ingu með tveggja stjörnu veitingahúsi í öðrum endanum, en næturklúbb, kvikmyndasal og spilaviti í hinum. Þetta er ekki nema tuttugu mílur frá Rivierunni, og ef maður er illa á sig kominn eftir nóttina, þá er hressingar- heimili með heitum laugum skammt frá aðalgötunni.“ „Ákjósanlegur staður til náms? Er ekki svo til ætlazt að þú stundir námið við einhvern háskóla?" spurði einhver hæðnislega. „Þar talar afbrýðisemin fyrir munn þinn“, svaraði hávaxni, myndar- legi maðurinn. „Þú veizt vel að ég slæ ekki slöku við. Ég verð bæði við háskólann í Aix og Marseilles." „Þið Polly komið til með að skemmta ykkur," varð enn einum að orði. „Hvenær haldið þið af stað?“ „Ég fer á morgun." < „Og kemur Polly á eftir þér?“ „Polly fer ekki.“ „Hvað ertu að segja? Fer hún ekki með þér?“ Sá hávaxni drakk bjórinn og lét sér hvergi bregða. „Það var það, sem ég meinti, þegar ég sagði að styrkurinn væri ekki nógu hár. Pollý verður eftir og vinnur fyrir afborgununum á bílnum." Henry Day, húsráðandinn, kom þangað sem Carey stóð og opnaði ísskáp- skápinn, og Carey spurði hann I hálfum hljóðum, hver hann væri þessi náungi, sem hygðist fara til Frakkalands og skilja konuna eftir heima. „Martin heitir hann." „Nokkuð mikill á lofti, þykir mér?“ „Hann hefur fulla ástæðu til þess. Þó hann sé að ljúka prófi í ár, birtust eftir hann þrjár sagnfræðiritgerðir árið sem leið, þar af ein á írönsku i „Revue d'Histoire." Það er sagt að hann vinni fjórtán stundir i sólarhring, eins og þýzku menntamennirnir gömlu. Þess vegna sér maður hann aldrei á mannamótum. Hann staðhæfir það I fullri alvöru, að hann verði orðinn fullgildur prófessor hálffertugur." „En ætlar hann þá í raun réttri að fara til Frakklands og skilja konuna sina eftir?“ „Styrkurinn er lágur. Hann hefur ekki verið veittur í níu ár vegna þess að enginn hefur sótt um hann. En Martin hefur sérstakan hæfileika til að nasa uppi slíka námsstyrki. Styrkurinn nægir ekki fyrir uppihaldi þeirra beggja, að því er Martin segir, og því fer hann einn, en Polly verður kyrr hér í starfi sínu. Það er þó talsverð áhætta fyrir hann." „Hvers vegna?" „Þú þekkir hana ekki? Hún tekur ekki mikinn þátt í skemmtanalífinu. En ekki er ég frá því, að þeir hafi sumir lagt við eyrun, þegar þeir heyrðu að hún yrði hér ein sins liðs sumarlangt. Hún er ritari í sál- fræðideildinni. Væri ég ókvæntur, mundi ég líka hafa lagt við eyrun. Glæsileg kona." Carey gerðist þreyttur. Hann spurði sjálfan sig hvort Þessi Polly mundi jafnast á við stúlkuna hans. Hann var ekki heldur einn af þeim, sem elta annarra manna konur á röndum. Hann vaknaði ekki fyrr en klukkan hálftólf morguninn eftir. Þetta var í fyrsta skiptið í meir en ár, sem hann þurfti ekki að sinna neinum störfum. Sumarnámstíminn hófst ekki fyrr en að tíu dögum liðnum. Hann gat því sofið sem hann lysti, en hann brá sér samt fram úr, rakaði sig og hélt sér til eftir megni. Og á slaginu tólf gekk hann vonglaður inn í kaffistofuna. Hún kom nokkrum minútum siðar með samlokur í pakka, bað um kaffi og tók sér sæti við næsta borð gegnt honum. Hann hafði fengið sér kaffi; ekki var hann með neina bók í þetta skiptið og samlokunum hafði hann gleymt. Hann hafði því ekki öðru að sinna en að stara á hana, bg Það gerði hann líka, svikalaust. Hún leit varla á hann. Hún virtist föl og döpur, en ekki síður töfrandi fögur fyrir það. Hún borðaði seinlega og horfði löng- um niður á borðplötuna. Carey gaf henni stöðugt gætur og spurði sjálfan sig“. Hvers vegna er ég ástfanginn af þessari stúlku?" Og allar fyrirætlanir hans ruddust úr skorðum! Hún var honum mun mikilvægari en nokkurt próf gat verið, nokkurt starf eða staða. Það var alls ekki víst að hann gerðist kennari. Hann gæti eins orðið læknir, lögfræðingur eða framkvæmdastjóri, hvað sem með Þurfti til þess að hann mætti vinna ást hennar. Hann var að safna í sig kjarki til þess að rísa úr sæti, ganga að borðinu til hennar og segja umsvifalaust: „Ég verð að fá að tala við yður," þegar Martin kom inn, og Carey komst að raun um það, sem hann hafði eigin- lega hálfvegis grunað. Martin bar ferðatösku, og hann hélt á grænum Alpahatti í hendinni. Það glaðnaði yfir henni, þegar hann kom inn úr dyrunum. Carey sat þarna og komst ekki hjá þvi að heyra allt og sjá, og verða þess þannig vísari að Martin var þangað kominn til að kveðja eiginkonu sína áður en hann lagði af stað til Frakk- lands. Hann vildi bersýnilega ekki að hún tefðist frá vinnu einn einasta dag; það voru peningarnir og aftur peningarnir, sem hann virtist hugsa mest um. Carey heyrði að hann sagði að flugvélin færi eftir tæpa klukkustund og hann yrði að hafa hraðann á til að ná i strætisvagninn, sem ók til flugvallarins. Og án þess að veita henni tæki- færi eða ráðrúm til að rísa úr sæti og faðma hann að sér, kyssti hann hana á kinnina og sagði, „Au'voir, ma petite," og var farinn. Polly sat eftir, fitlandi við pyngju sina og tárin runnu niður vangana. Svo laut hún höfði, fól andlitið í höndum sér og kjökraði. Carey gat ekki gert neina tilraun til að hugga hana, þar sem hann vissi ekki hversvegna hún grét. Annað hvort var hún eiginmanni sínum svona sárgröm, eða þá að hún unni honum svo mjög, að hún mátti ekki til Þess hugsa að hann yrði fjarvistum við hana í þrjá mánuði Væri hún honum gröm, þá láði Carey henni það ekki, og sizt af öllu kom honum það til hugar að taka sprettinn á eftir Martin og reyna að telja hann á að hætta við förina. Loks rétti hún úr sér aftur í sætinu og þerraði hvarmana, snökti ag fékk sér sígarettu. Hún var með lítinn kveikjara, en hann brást í þetta skiptið. Carey dró djúpt andann, kveikti á éldspýtu og reis úr sæti sinu, gekk síðan yfir að borðinu til hennar með eldspýtuna logandi og það var með naumindum að hún dugði til þess að hann gæti kveikt í sígarettunni, en tókst þó. „EJruð þér Polly Martin?" spurði hann. „Það fer víst ekki hjá því," svaraði hún. Hann stóð í sömu sporum. „Ég heyrði yðar getið í samkvæmi í kvöld er leið . . .“ Hann gerði sér ljóst, að upphafið var klaufalegt, en það var um seinan. „Einmitt. Og hvað var sagt um mig?“ Hann lét fallast niður á stólinn gegn henni, enda þraut hann nú allan mátt. „Það var verið að ræða um hve þér væruð falleg", sagði hann; það var ekki satt, Það var einungis hann, sem hugsaði upphátt. Hann starði á hana .vafðist tunga um tönn: „Fyrir alla muni, þér megið alls ekki álíta, að ég sé að reyna að koma mér inn undir hjá yður um leið og eiginmaðurinn hefur kvatt yður. Eða var það ekki eiginmaður yðar, sem Framhald á bls. 37. YIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.