Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 31
JóUwóttin 1961 n n * '4 'bi|pf?a(° Hrútsmerkiö (21. marz—20. apríl): Þú hefur lifað tilbreytingalitlu lífi undanfarið, en nú verður eitthvað til Þess að koma lífi í tuskurnar, svo um munar. Líklega verður þetta á þriðjudaginn. Þú hefur lengi beðið eftir einhverju, og áttir Þú fyrir víst von á því i þessari viku, en því miður verður einhver bið á þvi að úr þvi rætist. Heillatala 7. NautsmerkiÖ (21. apríl—21. maí): Þetta verður mjög ánægjuleg vika, og þú munt skemmta þér óvenjumikið. Um helgina er hætt við að gerist eitthvað leiðinlegt, ef þú ferð ekki að öllu með gát. 1 sambandi við merkisatburð í fjölskyld- unni gerist dálítið óvenjulegt. Þú munt að líkindum eign- ast nýtt áhugamál í vikunni, en áhuginn á því dvínar fljótt. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Það skiptast á skin og skúrir í vikunni, og Það er engu líkara en það séu á því dagavíxl —- einn dagurinn verður leiðinlegur en næsti skemmtilegur. Vinur þinn veldur þér einhverjum vonbrigðum, en hann bæt- ir fyrir það, áður en langt um líður. Þrjóska þín í sam- bandi við fjölskyldumál, er óeðlileg. Heillatala 6. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú skalt ekki leggja út í nein stórfyrirtæki i vikunni. Einkum gildir þetta um það, sem þú og einn kunningi þinn hafið á prjónunum. Þið skuluð ekki láta verða úr framkvæmdum fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Fimmtudagurinn er mikill heiladagur, ekki sízt fyrir nýgift hjón. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Það er svo sem gott og blessað að vanda um fyrir öðrum — en það er engu líkara en þú getir alls ekki tekið góðri gagnrýni þessa dagana, og er það miður. Til hvers ætlastu, þegar þú gagnrýnir aðra? •— Þú skalt fara varlega með peningana um helgina. Líkur eru á því að eitt áform þitt fari út um þúfur. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þú virðist ekki taka nægilegan þátt í félagslífi, einkum er eins og þú sért að fjarlægjast félaga þina sakir hlé- drægni. Þú verður að láta Þegar til skarar skríða og láta ljós þitt skína svo um munar, svo að þú fáir ekki viðurnefnið félagsskitur. Amor kemur talsvert við sögu þína í vikunni. Heillalitur grænblátt. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú verður ó- venju lánsamur í vikunni, og er jafnvel hætt við því að þú fyllist ofdirfsku og um leið ofmetnaði :— en lánið getur ekki haldíð áfram að elta þig án afláts. Án þess að þú farir að leggjast i svart- sýni, verður þú samt að gera ráð fyrir mótlætinu líka. Þú verður fyrir miklum áhrifum af persónum, sem þú þekkir lítilsháttar. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Það er eitt- hvað í fari þinu, sem fer mjög í taugarnar á bæði fjölskyldu þinni og vinum, og veizt þú bezt sjálfur hvað það er. Þú verður að venja þig af þessu, áður en illa fer. Þú verður óviljandi til þess að spilla einhverju fyrir vini þínum, en Þótt einkennilegt megi virðast verður þetta einmitt til þess að styrkja vináttuna. Bogmannsmerki (23. nóv.—21. des.): Þú tekur óvenjumikinn þátt i alls kyns félagslífi í vik- unni. í samkvæmi, sem haldið verður um helgina, ver'ður þú hrókur alls fagnaðar. Illur orðrómur spililr dálítið fyrir vinkonu þinni — reyndu að sýna fram á hið sanna í þessu máli. Þú skalt ekki taka allt of mikið mark á þessari porsónu. sem :m kynntist nýlega. _______GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Það kemur greinilega i Ijós í Þessari viku, að þú kannt ekki að játa fyrir öðrum, að Þú hafir rangt fyrir þér. Stundum gengur þetta svo langt, að þú telur sjálf- um þér trú um, að þú einn hafir rétt fyrir þér. Þetta er auðvitað óheilbrigt ■—• þú verður að læra að viður- kenna víxlspor þín. Heillatala 12. Vatnsbaramerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú kynnist persónu í vikunni, sem mun hafa talsverð áhrif áhrif á þig næstu vikur, og er það vel — líklega verðið þið mestu mátar í framtíðinni. E’f þessi persóna er af hinu kyninu, geta kynni ykkar orð- ið annað og meira en eintóm vinátta. Það freistar þín eitt- hvað á mánudag, en þér er hollast að láta það sem vind um eyru þjóta. Fiskamerkið (20. feb.—20. marz): Atvik, sem gerðist fyrir skemmstu rifjast skyndilega upp fyrir þér og hvetur þig til þess að hefjast handa — og er sannarlega tími til þess kominn. Vinur þinn stingur upp á einhverju við þig, og er hug- myndin góð, en framkvæmdir verða samt að bíða betri tíma. Föstudagurinn er mikill heilladagur fyrir konur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.