Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 9
t'i.gwr JlÉ •■■•............................... Verzlunin Edinborg í Hafnarstræti. Innanbúðar hjá Jes Ziemsen. KAUPSYSLUMENN í REYKJAVIK FYRIR 50 ÁRUM Á öðrum stað hér í blaðinu, er getið bókar, sem nýlega kom út i Reykjavík, „Island í dag“ og henni lýst að nokkru. 1 sam- bandi við athugun á henni, komst Vikan yfir svipaða bók, sem gefin var út af forlaginu „Kristiania" í Noregi árið 1914, og heitir „Fra Islands Næringsliv." Bjarni Jónsson frá Vogi skrif- aði sögulegt yfirlit, sem er fremst í bókinni, en annað efni er lýsingar á ýmsum stærri fyrirtækjum landsins ásamt mörgum myndum, og er ekki að efa að margir hefðu gaman af að lesa þá bók nú, og fræðast um atvinnulíf Isiendinga eins og það var þá. Vikan vildi gjaman geta birt margt úr þessari bók, en vegna rúmleysis verður að nægja að sýna hér nokkrar myndir af þeim mönnum, sem mestan svip settu á viðskiptalíf landsins í þá daga, samkvæmt því, sem þar er sagt. Bókin er öll prentuð á norsku, nema þar sem getið er blaðs Bjarna Jónssonar frá Vogi — Birkibeina. Fylgir þar með- fylgjandi mynd af Bjarna, en undir stendur: Mánaðarblað. tJt- gáfa 2000 et. Byrjað 1911. Stefna: Island fyrir Islendinga. Eig- andi og ritstjóri Bjarni Jónsson frá Vogi. Um Slippfélagið er löng grein, þar sem skýrt er frá stofnun félagsins, er Tryggvi Gunnarsson alþingismaður og bankastjóri stofnaði (1902) hlutafélag til slippsbyggingar. Svo illa tókst til í upphafi, að norskur maður var fenginn til að sjá um smíði slippsins, og mistókst smíðin svo hjá honum, að hinn nýi slipp- ur var dæmdur ónothæfur. Þá hafði verið eytt öllum fjármunum félagsins — 8 þús. kr. Þó var hafizt handa á ný og fengin annar norskur maður, O. Ellingsen skipasmíðameistari, er getið hafði sér mikla frægð ytra fyrir smíði ósökkvandi björgunarbáts o. fl. Var hann ráðinn framkvæmdastjóri Slippfélagsins og sá um smíði skipasmíðastöðvarinnar. Þegar bókin kemur út (1914) hefur hann starfað hjá félaginu í 10 ár. O. Ellingsen stofnaði síðar verzlun þá, sem við hann er kennd. Um timburverzlunina Völund segir að 40 trésmiðir í Reykja- vík hafi stofnað hlutafélag 1904 með 12 þús. króna hlutafé. Hafði Alþingi áður samþykkt að lána 15 þús. krónur vaxtalaust til félagsstofnunarinnar, en það lán var aldrei notað. 1 stjórn félagsins voru í upphafi byggingameistararnir Hjörtur Hjartar- son og Sveinn Jónsson ásamt P. I. Gunnarssyni hótelstjóra (Hótel Island). Verzlunin Björn Kristjánsson var stofnuð 1. ág. 1887, en Björn varð síðar bankastjóri Landsbankans, er sonur hans Jón Björnsson tók við verzlunarstjóminni 1909. Trésmiðja og húsgagnaverzlun Jóns Halldórssonar & Co. var stofnuð 1905 af fjórum mönnum, Jóni Hálldórssyni, Bjarna Jóns- syni, Jóni Ólafssyni og Kolbeini Þorsteinssyni. Verksmiðjan var lengst af til húsa við Skólavörðustíg þar sem nú er Breiðfirð- ingabúð, og hafði jafnframt umráð yfir húsunum tveim, sem afmarka innkeyrsluna í portið. O. Johnson & Kaaber var stofnað 1906, en stofnendur voru þeir Ólafur Johnson, „keisaralegur rússneskur konsúll" og Lud- vig Kaáber, „konunglegur belgiskur konsúll", en báðir höfðu áður starfað um árabil við stór verzlunarfyrirtæki bæði í Reykja- vík og erlendis. Guðjón Sigurðsson lærði úrsmíði í Kaupmannahöfn og 1892 stofnsetti hann úrsmíðaverkstæði á Eyrarbakka, en fluttist 1895 til Reykjavíkur. 1903 byggði Guðjón húsið „Ingólfshvol" á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Um það segir svo: „Hann byggði húsið úr Beton — á Islandi er það kallað ,,Sleinsteypa“ — með tvöföldum veggjum og loftrúm á milli. 1 veggjimum er einnig járnnet. Hann var sá fyrsti, sem byggði hús á Islandi úr slíku efni. Síðan hafa margir byggt á sama hátt.“ 1 brunanum mikla 1915 brann húsið að mestu og þar fórst Guðjón í eldinum. Daniál Edmund Gottfred Bernhöft tók við starfandi fyrirtæki Framhald á bls. 51. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.