Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 28

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 28
/ Vikan hefur gert dálitla rannsókn á lánsverzlun, sér- staklega i höfuðstað- num. Matuöru- verzlanirnar vildu ekki viðurkenna, að þœr lánuðu, en seljendur heimilis- tœkja, húsgagna og gólfteppa, auglýsa nú orðið „hagstœða skilmála“, sem þýðir, að kaupandinn fœr hlutinn jafnvel án nokkurrar útborgunar. 60% þeirra., sem kaupa gólfteppi og húsgögn, nota sér afborgunarskilmdlana. Ég vona að þú hafir góða lyst á matnum, enda áttir þú hann sjálfur — varst búinn að kawpa hann og borga — ef dæma má eftir þeim upplýsingum, sem Vikan hefur aflað sér um verzlunarhætti þína, og annara samborgara þinna í Reykjavik. Þú hefur farið — eða kannske heldur konan þín — út í búð og keypt í matinn og annað til heimilis- ins og lagt peninga á borðið refjalaust, þegar afgreiðslustúlkan sagði þér hvað það kostaði. Þér datt ekki í hug að biðja um að úttektin yrði Skrifuð, og ef þig hefur vantað aura, hefur þú bara látið þér nægja minna í það skiptið. Þetta er góð og heilbrigð verzlunarvenja, og vonandi nær hún einnig til annara innkaupa þinna. . . En það er því miður vafasamt. Það er alls ekki vist að þú hafir sjálfur átt borðið, sem þú mataðist við, ísskápinn, sem maturinn er geymdur í, þvottavélina, sem stendur í þvottahúsinuné teppið, sem þú spígsporar á í stofunni eftir matinn. Að visu er þetta allt saman skrifað á þitt nafn, og þú segir kunningjunum hreykinn af því að þú hafir skroppið í búð um daginn og slegið þér á nýjan ísskáp „af því sá gamli var orðinn of lítill handa okkur.“ Þú minnist auðvitað ekkert á það að þú borgaðir aðeins 1/10 hluta verðsins og skrifaðir svo uppá níu víxla fyrir afgangnum, 1 Þú talar að sjálfsögðu héldur ekkert um það að borðið var keypt í húsgagnaverzlun með svipuðum skilmálum, teppið á gólfinu, þvottavélin, sjónvarpstækið (ef þú átt það) og að maður nú ekki tali um bílinn og ibúðina eða húsið. Það gerir heldur ekkert til. Þetta er svo sem allt í lagi, ef þú barar passar þig á því að ætla þér ekki of mikið. Verzlanimar buðu þér þetta að fyrra bragði og þær hljóta að sjá sér hag í því, og þetta fyrir- komulag kemur sér líka vel fyrir þig, því annars hefðir þú kannske aidrei getað eignazt þessa hluti. 28 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.