Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 35
afskekktu fjárhúsi i Betlehem, um stjörnuna sem blikaði á himninum, um vitringana frá Austurlöindum sem komu að tilbiSja barnið, og um Jósep og Mariu móður þess. — Svo þið hljótið að skilja það, mœlti presturinn að lokum, að guð elskar þá sem fátækir eru og undir- okaðir. í fátækt og auðmýkt kom hann í þennan heim. Og æðstu menn landsins féllu á kné fyrir honum og færðu honum gjafir sínar. Og þó að allt þetta gerðist fyrir löngu síðan, réttir hann enn í dag út hendnr sin- ar, yfir heimsins börn, yfir háa sem lága, og ríka jafnt sem fátæka. . . . Og þegar þessu var öllu lokið og börnin hlupu út til að leika sér, sneri Jói heimleiðis í hægðum sín- um. Allt heimilið ljómaði af ánægju og mamma hans var á þönum aftur á bak og áfram, til að leggja síðustu hönd á undirbúninginn áður en gestir kvöldsins kæmu. Þú mátt koma niður allra snöggv- ast, Jói, en svo verður þú að fara snemma að hátta. Mundu að jóla- sveinninn kemur i nótt, og að þú verður að fara á fætur í býti í fyrra- málið til þess að skoða allar jóla- gjafjj-nar þínar. En Jói vaknaði ekki i rúminu slnu, morguninn eftir. Um tvöleytið, þegar gestirnir voru allir farnir, læddust foreldrar Jóa upp i her- bergi hans með fullt af jólagjöfum. Litla rúmið stóð þar uppbúið — en tómt. Jói var þar ekki. JÓI gekk þreyttum fótum út eftir hvítum þjóðveginum. Hann var orð- inn uppgefinn, og honum var kalt þótt hann væri í þykkum vetrar- frakka. Hann var búinn að stefna á stjörnu i marga klukkutíma. Það var þessi stóra þarna, sem skein uppi á himninum og var alltaf spöl- korn á undan honum. Það hlaut að vera sama stjarnan og sú er stafaði ljóma sínum niður á Jesúbarnið i Betlehem. Jói tók ekki eftir tárunum sem runnu niður kinnar hans. Þau voru aðeins hluti af örvæntingarkennd þeirri sem hafði rekið hann upp úr rúminu. . . . burt frá heimili hans og foreldrum . . . og burt frá ásakandi augnatilliti jólasveinsins, þegar hann kæmi til að færa honum jóla- gjafirnar. . . . Vesalings litli rfki drengurinn. Sagan sem hann hafði heyrt, endur- ómaði sifellt í huga hans, þar sem hann dróst áfram dauðþreyttur. Hann hafði ekki hugmynd um hvert hann fór. Hann vissi það eitt, að hann varð að flýja undan þeirri ör- vætingu er lá að baki honum. Hann var alveg örmagna. Tunglið var gengið undir og nú var það að- eins stjarnan, sem virtist tindra með eilifðarijóma. Hann fékk ofbirtu í augun af henni, og allt í einu hrasaði hann og datt. Þegar hann kom fótunum fyrir sig á ný, sá hann að hann stóð úti fyrir litlu húsi. Birtu af eldi lagði út um opnar dyrnar. Og í dyrunum stóð litill og ljóshærður drengur, sem hló og rétti honum hendurnar. Jói gekk hægt til hans. . . Barnið hélt áfram að brosa. Og allt í einu var eins og örvæntingin þurrkaðist burtu úr hug Jóa. — Nú eru jólin, sagði litli dreng- urinn. Vissirðu það ekki? Komdu inn og vermdu þig svolítið. Þér er voða kalt. Jói fann að einhver tók í hönd hans og dró hann með sér inni upp- Kenwood-hrærivélin er allt annai og miklu meira en venjuleg hrærivél fffrir jfdur . . . býður ný KENWOOD CHEF hrærivélin alla þá hjálpar- hluti, sem hugsanlegir eru, til hagræðis fyrir yður, og það er ekkert erfiði að koma þeim í samband, engar skrúfur, aðeins smellt úr og í með einu handtaki. Hrærararnir eru þannig að það má segja að þeir þoli allt — jafnvel þykk- asta deig. — Þeir hræra, blanda, þeyta og hnoða, en þér horfið undrandi á hve skemmtilega þeir vinna. Engin önnur hrærivél getur létt af yður jafnmörgu leiðindst erfiði, - en þó er hún falleg og stílhrein. Ef yður vantar hrærivél, þá ... KENWOOD - LAUSNIN E R KENWOOD M — M Austurstræti 14 ^nCKlCL sími LÍTIÐ Á Verð kr. 4.890,00 Ijómað húsið. Hjá eldstónni sat há- vaxin og ljóshærð kona, sem brosti við honum og benti honum að koma nær. — Þú ert allt of lítill til þess að vera einsamall á ferð, og það svona langt frá heimili þinu. Hvar áttu heima, litli vinur. Jói sagði henni frá því. Og nú hallaði hann sér upp að hné kon- unnar og lofaði henni að heyra allt sem lá honum á hjarta. Hann sagði henni frá örvæntingu sinni og ó- sjálfráðu sektarvitund. Og hvernig hann hefði lagt af stað, vegna þess að hann þoldi ekki við lengur. Meðan þessu fór fram, stóð litli drengurinn við hlið þeirra, og þó að þeir hefðu ekkert talað saman, vissi Jói að þetta var sá vinur, sem hann hafði lengi þráð og leitað. Háa, ljóshærða konan' var þýð og vingjarnleg. Hún tók hönd Jóa og hélt henni fast í lófa sínum. Síðan sagði liún við hann: — Jói minn, það er eklcert til, sem heitir fátækt eða rikidómur hér i hcimi. . . það er aðeins til kær- leikur. Ef þú bara eiskar nógu heitt, þá skiptir það engu máli, hvort þú ert ríkur eða fátækur, lítill eða stór. Enginn getur ráðið við það, þótt hann sé fæddur rikur, og það kemur þvi ekkert við, hver þú ert. Hver þú ert . . . það er hið eina sem þýðingu hefir. Og ef þú getur hjálpað til þess með peningum þínum, að gera heim- inn betri en hann er, þá er það gott. En enginn okkar, Jói, er reglu- lega rfkur eða fjarska fátækur. Við erum öll manneskjur . . . og öll erum við guðs börn. Og eldurinn virtist loga svo glatt i stónni. Og eldbjarminn endurskein i augum Jóa, eins og nú skildi hann allt, og allt i einu var hann ekki ó- liamingjusamur lengur. Hann fann að litilli og hlýrri hönd var stungið inní lófa hans. Og nú vissi Jói að hann hafði eignazt vin . . . Klukkan fjögur var hringt frá lög- reglunni og foreldrum Jóa skýrt frá þvl að drengurinn hefði fundizt sof- andi við limgerði, nokkra kilómetra fyrir utan bæinn. Hann var alger- lega óskaddaður. Þeir höfðu farið með hann til lögreglustöðvarinnar og gefið honum heitt að drekka. Svo ætluðu þeir undir eins að aka hon- um heim til sin. Hið fyrsta sem .Tói spurði um, eftir að hann var kominn heim i fylgd með lögregluþjóninum, var þetta: — Haldið þið að jólasveinninn sé hérna ennþá? Mamma hans gat ekki varizt gráti, er hún þrýsti honum að brjósti sér: — Það er ég viss um að hann er ekki, elskan min. Það eru svo margir drengir og telpur sem hann verður að heimsækja. Hún kyssti hann hvað eftir annað og sfðan fór hann upp á loft með mömmu sinni og pabba og stakk sér þegar í rúmið. Morguninn eftir hljóp hann inn til mömmu sinnar. — Mamma, heldurðu að ég geti fengið að aka spottarkorn á morg- un? spurði hann. Ég held það sé ekki mjög langt. Þegar ég var úti á ranglinu i nótt, hitti ég lítinn dreng. Hann er vinur minn. Ég ætla að gefa honum hestinn minn hérna. Hann sýndi henni jólagjöf þá sem honum þótti vænzt um. — Ég ætla að koma með þér, flýtti hún sér að segja. Hvað heitir hann? — Ég veit ekki hvað hann heitir, svaraði Jói. En hann er vinur minn. ÞAU óku i sömu átt sem Jói hafði gengið um nóttina. Þau voru komin framhjá öllum húsum. Nú var ekkert að sjá nema akra og engi. — Elskan mín, þig hlýtur að mis- minna þetta. Hér er engin hús að sjá. En Jói lét ekki af sínu. Loks bað hann bilstjórann að nema staðar og steig út úr bílnum. Hann gekk nokkur skref meðfram veginum og nam siðan staðar. — Það er . . . það var hérna . . . Hann stóð langa stund og starði fram fyrir sig. Svo sneri hann sér við með hægð og hélt aftur til bils- ins. — Það gerir ekkert til, mamma. Hann hefir bara skroppið snöggvast burtu. Það var ró yfir svip hans, er hann hallaði sér aftur á bak í sætinu. Hann hélt á leikfangahestinum í fanginu. Og það var eins og hann byggi yfir einhverju leyndarmáli, sem fyllti augu hans unaðslegri Fallegt af yður að lofa mér að velja sjálfum. Ég tek þennan í miðj- unni. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.